Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Hanna Birna Kristjánsdóttir fæddist 12. október 1966. Hún lauk verslunarskólaprófi frá Verslunarskóla Íslands og stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún nam stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan BA- prófi, en M.Sc.-prófi í alþjóða- og Evrópustjórnmálum frá Háskólanum í Edinborg. Hanna Birna er oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík og borgarstjóri Reykjavíkur. Hún var aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins á ár- unum 1999 til 2006. Árið 2002 var hún kjörin borg- arfulltrúi og hún hefur verið forseti borgarstjórnar frá árinu 2006. Hanna Birna er gift Vilhjálmi Jens Árnasyni og eiga þau dæturnar Aðalheiði og Theódóru Guðnýju. Guðfinna Sigríður Kristjánsdóttir fæddist 24. febrúar árið 1964. Hún lærði til meistara í hársnyrtiiðn við Iðnskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan 1986. Hún starfaði við fagið til ársins 2006. Þá starfaði hún í eitt ár á nátt- úruleikskólanum Krakkakoti á Álftanesi. Guðfinna er gift Ágústi Svanssyni og eiga þau börnin Margréti Írenu og Kristján Heiðar. Tengsl Hanna Birna og Guðfinna eru dætur hjónanna Kristjáns Ármannssonar og Aðalheiðar Björnsdóttur. Þær eru að eigin sögn afar ólíkar en telja að það sé jafnvel því að þakka hversu samrýndar þær eru í dag. Guðný Hrafnkelsdóttir ræddi við þær. Guðfinna: Ég hef aldrei áður hugsað sérstaklega út í það hvort ég og Hanna Birna séum líkar eða ólíkar. En við höfum samt alltaf einhvern veginn verið svart og hvítt. Þegar við vorum litlar var Hanna Birna óskabarn allra foreldra. Hún var ró- leg, það fór lítið fyrir henni og hún var samviskusöm. Mér fannst þetta auðvitað frekar pirrandi af því að svona var ég ekki. Hún gerði alltaf það sem hún átti að gera og ætlast var til af henni. Ég hef reyndar heyrt að ég hafi verið sérstaklega stillt og rólegt barn fram að tveggja ára aldri, svo Hanna Birna hlýtur að hafa æst eitthvað upp í mér. Við systkinin erum þrjú og öll vel ákveð- in, ekki síst hann Teddi sem er yngstur. Fjölskyldan okkar líkist um margt ítalskri fjölskyldu. Það eru alltaf mikil læti og mik- ið rökrætt við matarborðið þegar við kom- um saman. Hanna er miklu hnitmiðaðri en við og kurteis þegar hún lætur skoðanir sínar í ljós. Hjá restinni af fjölskyldunni gildir sú regla að tala sem hæst til að koma sínum skoðunum á framfæri. Þess vegna finnst mér skrítið þegar fólk spyr mig hvort Hanna sé ekki fyrirferðarmest af okkur. Það fær þá mynd af henni í fjöl- miðlum. Fórum aldrei saman á böll Við vorum ekkert sérstakar vinkonur þegar við vorum yngri. Hún vildi oft fá að vera með og foreldrar okkar hvöttu gjarn- an til þess af því að hún var yngri. En mér fannst það oft þreytandi og vildi gjarnan vera laus við litlu systur. Það fór samt ekk- ert fyrir henni svo ég gat í raun ekki kvart- að. Við vorum heldur ekki mjög samrýndar á unglingsárunum og vorum hvor í sínum skólanum. Ég byrjaði í Flensborgarskól- anum og skipti yfir í Iðnskólann í Reykja- vík á meðan hún var í menntaskóla. Við fórum aldrei saman á böll, skemmtistaði eða neitt slíkt. Það kom ekki til greina, enda áttum við okkar vini og þeir hópar ekki á sama aldri. Hanna hefur alltaf verið áreiðanlegri en ég, einbeittari, yfirvegaðri og hnitmiðaðri. Ég er meira fiðrildi en hún og hvatvísari. Þannig erum við systurnar ólíkar og hefur það bæði kosti og galla. Það hefur enginn í fjölskyldunni reynt að móta annan. Ég er heldur ekki jafnþolinmóð og Hanna. Hún er varkárari og skoðar málin vel. Það lýsir okkur til dæmis vel hvernig við ferðumst. Ef við ferðuðumst saman um landið með fjölskyldum okkar og ég ætti að skipuleggja ferðina myndi ég láta allt ráð- ast. Við myndum bara keyra af stað, elta góða veðrið og njóta stundarinnar. Ef við fyndum svo engan stað til að gista á mynd- um við bara sofa í bílnum, enda myndi það ekkert gera nema skapa skemmtilega minningu. Hanna væri hins vegar búin að skipuleggja allt fyrirfram, leggja drög að vel útfærðri ferðadagskrá og finna þægi- legt hótel til að vera á. Ekki væri verra að hótelið væri huggulegt, stílhreint og byði upp á ljúffengar veitingar. Þegar ég held boð hikar Hanna ekki við að færa veitingar til á veisluborðinu ef henni finnst hlutirnir ekki vera á sínum réttu stöðum. Hún er sjálfskipaður stílisti fjölskyldunnar, enda er hún lagin á því sviði. Það er einstaklega þægilegt að hafa hana innan handar. Hún átti til að mynda mikinn þátt í því að velja með mér fötin sem ég gifti mig í. Henni finnst ég oft geta verið taktlaus, en mér finnst þetta allt í góðu lagi. Skiptum okkur af einkamálum Við eigum líka ýmislegt sameiginlegt. Við erum til að mynda báðar fremur óstundvísar. Við erum líka með svipaðan húmor og gerum óspart grín hvor að ann- arri. Við í fjölskyldunni förum alls ekki mjúk- um höndum hvert um annað. Ég hef heyrt það frá kunningjum sem koma í fyrsta skiptið í boð þar sem fjölskyldan er að það sé skemmtileg og nokkuð fjörleg upplifun. Við tökumst á og rökræðum og sumir halda að fjölskyldan sé hreinlega að sundr- ast. En þetta er bara okkar háttur, engin sérstök alvara þar að baki og við knúsumst alltaf í lokin. Ef Hanna ætti að nefna kosti mína myndi hún líklega segja að ég væri traust og hress og skemmtileg. Ætli henni finnist ekki stærsti galli minn vera að ég hugsa ekki mikið áður en ég framkvæmi. Jafnvel að ég segi of mikið of fljótt, sem er örugg- lega tilfellið. Í dag erum við systkinin og fjölskyldan öll mjög náin og góðir vinir. Við getum ver- ið svolítið eigingjörn hvert á annað. Við skiptum okkur meira að segja af einka- málum hvert annars eins og ekkert sé. Við erum alin upp með sterka réttlætiskennd og okkur var kennt að við þyrftum að standa og falla með því sem við gerðum. Bestu minningarnar sem við eigum sam- an eru þegar við höfum eignast börnin okk- ar, en við eigum fjöldann allan af góðum minningum. Þegar við vorum litlar fengum við oft sælgæti á laugardögum. Það lýsir mér vel að ég kláraði sælgætið mitt eins og skot á meðan Hanna var agaðri og geymdi sitt. Eitt skiptið langaði mig alveg rosalega í sælgætið hennar af því að mitt var búið. Svo ég sagði henni að fara upp á borð, því við værum að fara í leik. Leikurinn var þannig að ég var svangur fiskur sem ætti stutt eftir vegna hungurs og Hanna átti að gefa mér að borða. Og af mikilli sam- viskusemi kastaði hún til mín einum bit- anum af öðrum, þangað til ég var búin að borða allt sælgætið hennar líka. En ég var yfirleitt ljúf við hana eins og hún var við mig. Þegar hún var lítil kom hún til að mynda oft inn til mín á næturnar. Ég held að hún hafi verið dálítið myrkfæl- in. Ég tók henni auðvitað vel, enda fór lítið fyrir henni og svo þykir okkur systk- inunum alveg óendanlega vænt hverju um annað.“ Stílisti fjölskyldunnar »Ég hef reyndar heyrtað ég hafi verið sér- staklega stillt og rólegt barn fram að tveggja ára aldri, svo Hanna Birna hlýtur að hafa æst eitt- hvað upp í mér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.