Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 11
Hanna Birna: Ég og Guffa erum systur, vin- konur og sálufélagar. Hún er tveimur árum eldri en ég og það er oft þannig með systur, sem lítill aldurs- munur er á, að þær verða mjög nánar. Við deildum saman herbergi á yngri árum og vorum mikið sam- an, þó svo að stundum hafi ég auðvitað sótt meira í hana en hún í mig. Ég hef þannig oft verið þreyt- andi litla systirin, en það sama er örugglega hægt að segja um flest yngri systkini. Mér finnst eins og við höfum alltaf verið saman og ég er ekki alveg viss hver mín fyrsta minning um okkur systurnar er. Ætli ég muni ekki fyrst eftir samskiptum okkar þegar ég var tveggja eða þriggja ára gömul. Þá var pabbi að sýna okkur ein- hver stórskemmtileg töfrabrögð, sem ég féll auðvit- að fyrir í mínum barnaskap. Eldri systirin hristi þetta hins vegar af mér á örskotsstundu og færði litlu systur sinni heim sanninn um galdurinn, pabba og raunveruleikann. Þó svo við höfum verið mjög samrýndar í gegn- um tíðina, þá erum við í raun ólíkir einstaklingar. Hún var og er opnari en ég og var sem barn miklu hressari. Hún var mannblendnari en ég, sótti meira í félagslíf og vildi hafa marga í kringum sig. Ég var hins vegar rólegri og vildi vera út af fyrir mig. Sem barn var ég fremur hæglát, róleg og feimin. Og þrátt fyrir vinafjöldann sem fylgdi okkur báðum sótti ég alltaf meira en hún í að hafa frið og ró í kringum mig. Naut ákveðinnar tillitssemi Það hversu ólík við systkinin erum í grunninn er samt kannski ein meginástæða þess hversu ágæt- lega okkur gengur að eiga samskipti. Við höfum alltaf fylgst sterklega að í gegnum allt. Við og bróð- ir okkar, Theódór, sem er tveimur árum yngri en ég. Ég man ekki til þess að við höfum nokkurn tím- ann verið ósátt í meira en nokkrar klukkustundir eða svo. Það hafa aldrei komið upp á milli okkar al- varlegar deilur. Í barnaskóla vorum við ekki mjög mikið saman og vinirnir blönduðust ekki saman, enda tvö ár tals- verður aldursmunur á þessum árum. Ég leit auðvit- að upp til Guffu og vina hennar og hefði örugglega gjarnan viljað að hún og hennar vinkonur hefðu verið spenntari fyrir mér og mínum sjónarmiðum. En ég hef án efa í þeirra huga verið óttalegt barn og því ekki mikið sótt í minn vinahóp af þeirra hálfu. Við og við kom það sér vel fyrir mig að eiga eldri systur í skólanum. Vinir hennar af hinu kyninu stríddu mér til að mynda ekki, því þeir vissu að ég væri litla systir Guffu. Ég naut þannig ákveðinnar tillitssemi vegna hennar og það kom sér stundum vel. Eftir barnaskóla fórum við hvor í sinn mennta- skólann. Guffa fór í Flensborgarskólann en ég fór til Reykjavíkur í Verslunarskólann og síðan í Kvennaskólann. Hún fór svo í Iðnskólann í Reykja- vík en ég fór í Háskóla Íslands. Við völdum okkur því snemma mjög ólíkar leiðir. Hún lærði til hár- skera en ég fór í stjórnmálafræði. Það endurspeglar kannski okkar yngri ár og ólík áhugasvið. Þó verð ég að viðurkenna að ég hef notið miklu meira af hennar menntun en hún af minni. Það er miklu auðveldara að finna eitthvað gott að segja um Guffu en nokkuð slæmt. Hún er einstök manneskja, afskaplega hlý og góð í gegn. Hún vann til dæmis einu sinni á leikskóla og ekki leið á löngu þar til hún var orðin eins og móðir allra barnanna. Þau heimsóttu hana í tíma og ótíma og skynjuðu auðvitað strax að þangað voru þau alltaf velkomin. Þrátt fyrir að hún sé löngu hætt efast ég ekki um að þau banka enn uppá hjá henni til að ræða lífið og til- veruna. Og það er heldur enginn í heiminum sem ég myndi treysta jafnvel fyrir eigin börnum og einmitt hún. Það er því næsta ómögulegt fyrir mig að nefna á henni nokkra galla. Mér dettur þó í hug að hún getur ekki sagt nei við neinn og það getur verið henni erfitt. Hún tekur endalaust á sig og stundum finnst mér nóg komið. Hún getur líka verið svolítið fljótfær og hvatvís. Hún er hrifnæm og hikar ekki við að taka ákvörðun ef hjartað segir henni að hlaupa til. Dæmi um þetta er dýraeign hennar. Hún má varla sjá umkomulítið dýr nema finna sig tilneydda til að taka það undir sinn verndarvæng. Þess vegna þekki ég fáa sem átt hafa jafnmörg dýr og hún. En eins og ég segi þá eru þetta ekki gallar, hún hugsar bara öðruvísi en ég. Ég er enn að forðast gæludýraeign vegna tíma- skorts þrátt fyrir ítrekaðar óskir stelpnanna minna. Jafnvel sérhlífin á köflum Á menntaskólaárunum vorum við lítið að skemmta okkur saman og áttum alveg hvor sinn vinahópinn. Þegar ég náði til dæmis að læða mér inn á skemmtistaði, sem ekki voru mér ætlaðir sök- um aldurs og hún var þar inni með vinum sínum, held ég að hún hafi lagt sig alla fram við að taka ekki eftir mér og leiða mig hjá sér. Hún var líka meiri grallari en ég, hafði gaman af því að reyna nýja hluti og var ekkert sérstaklega mikið fyrir að skipuleggja smæstu hluti tilverunnar. Ekki það að hún hafi nokkurn tímann verið í einhverri vitleysu, það var hún alls ekki. En ég var varkárari en hún. Ég sótti lítið í óvissu og áhættu, þótt ótrúlegt megi virðast miðað við þann starfsvettvang sem ég hef valið. Guffa mun örugglega lýsa þessu öðruvísi og segja bara að ég hafi verið dálítill „nörd“. Svo myndi hún kannski bæta við að ég hefði verið alvörugefin, smámunasöm og jafnvel sérhlífin á köflum, minnug allra þeirra skipta sem ég kom mér undan uppvaskinu eða ryksugunni vegna þess að ég átti eftir að læra svo mikið. Ætli hún segi svo ekki líka að ég sé í seinni tíð stressuð og þurfi að fara betur með mig, það kæmi allavega ekki á óvart. Bestu stundirnar sem við höfum átt saman eru tvímælalaust í kringum börnin okkar. Hún byrjaði á því miklu fyrr en ég og eignaðist fyrsta barnið sitt þegar hún var tuttugu og tveggja og ég aðeins tví- tug. Þegar ég eignaðist mín börn reyndist hún okk- ur hjónunum, eins og alltaf, frábær. Ég man sér- staklega þegar hún kom stundum til okkar seint á kvöldin þegar við áttum fyrri dóttur okkar. Hún hvatti okkur til að ná góðum nætursvefni, hún skyldi standa vaktina. Í dag erum við ofsalega góðar vinkonur. Við hitt- umst í hverri viku og heyrumst enn oftar í síma. Við höfum svipaðan húmor og mér finnst hún alveg ótrúlega fyndin. Ég á margar góðar minningar um sögustundir þar sem hún stjórnar skemmtisögum og stöðugum hlátrasköllum. Eftir því sem við eld- umst tek ég meira eftir því hversu góða samleið lífsskoðanir okkar og viðhorf eiga. Ég sé alltaf meira af sjálfri mér í henni. Þó svo að við hugsum ólíkt þá höfum við alltaf sömu sýn á grundvallarhluti. Það á við um okkur systkinin þrjú, ekki bara okkur systurnar. Ég held að það sé fyrst og fremst foreldrum okkar að þakka. Þau héldu vel um okkur, kenndu okkur snemma mun- inn á réttu og röngu, studdu okkur í gegnum lífið og voru frábærar fyrirmyndir. Vegna þeirra höfum við erft mikið af sömu lífsviðhorfum og göngum í svip- uðum takti í gegnum lífið.Morgunblaðið/Golli Stjórnar hlátrasköllunum » Guffa mun örugglega lýsaþessu öðruvísi og segja bara að ég hafi verið dálítill „nörd“. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2008 11 ÞÚ FÆRÐ ÖRUGGT SÆTI Á:K ...OG VELUR SVO TIL VIÐBÓTAR EINA AF EFTIRFARANDI SÝNINGUM: Systur PARS PRO TOTO KYNNIR: „Við förum um hann höndum í huganum“ DAUÐASYNDIRNAR GUÐDÓMLEGUR GLEÐILEIKUR ÓVITAR FOOL FOR LOVE DAUÐASYNDIRNAR LÁPUR, SKRÁPUR & JÓLASKAPIÐ SYSTUR MÚSAGILD RAN SKOPPA OG SKRÍTLA Í SÖNGLEIK CREATURE V 08/09 Nýtt leikár ÁSKRIFTARKORT FYRIR UNGA FÓLKIÐ Á AÐEINS 3.950 kr.* Landsbankinn greiðir niður áskriftarkort fyrir ungt fólk svo nú geta allir verið flottir á því og gerst fastagestir í leikhúsinu Frá haustinu 2004 þegar LA og Landsbankinn buðu ungu fólki í fyrsta skipti áskriftarkort á kostakjörum hefur yngri leikhúsgestum fjölgað svo um munar hjá LA. Háskóla- og framhaldsskólanemendur hafa nýtt sér þetta einstaka tilboð og notið þess að sjá sýning- ar LA. Verkefnaskráin er valin sérstaklega með það fyrir augum að hún höfði til yngri leikhúsgesta ekki síður en þeirra sem eldri eru. Í vetur er fjöldi spennandi sýninga í boði *Tilboðið gildir fyrir 25 ára og yngri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.