Morgunblaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 17
» Sú hætta er raunveruleg,góðir landsmenn, að íslenska þjóðarbúið myndi, ef allt færi á versta veg, sogast með bönk- unum inn í brimrótið og afleið- ingin yrði þjóðargjaldþrot. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í ávarpi til þjóðarinnar, þar sem hann boð- aði að stjórnvöld þyrftu að grípa til gríð- arlega róttækra aðgerða í efnahags- málum. » Hlutirnir fara hins vegarsem betur fer sjaldnast jafn illa og maður ætlar. Sóley Dröfn Davíðsdóttir , sérfræðingur í klínískri sálfræði við Kvíðameðferð- arstöðina. » Maður heitir bara herraSkandinavía núna. Gunnar Heiðar Þorvaldsson , knatt- spyrnumaður, tryggði liði sínu Esbjerg 1:0 sigur á AGF í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. » Það þarf einstakan klaufa-skap stjórnvalda til að búa ekki svo um hnútana að brýn- ustu nauðsynjar séu til staðar í einu ríkasta landi heims. Þór Sigfússon , formaður Samtaka at- vinnulífsins, varar við því að dregin sé upp dekkri mynd af efnahagsástandinu í land- inu en efni standa til. » Það sem þarf að gera er aðslá ákveðinn hring utan um íslenskt atvinnulíf og íslensk heimili. Vilhjálmur Egilsson , framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. » Þetta er alltof stór biti aðkyngja. Ung kona, sem ásamt manni sínum, tók í fyrra 20 milljóna króna myntkörfulán til 25 ára hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum til að fjármagna húsbyggingu. » Vissulega var staðan mjögþröng, eftir hina vitlausu ákvörðun sem tekin var af Seðlabankanum síðasta mánu- dag. Þetta eru því neyð- arviðbrögð við þeirri vitlausu ákvörðun. Jón Ásgeir Jóhannesson , stjórn- arformaður Baugs Group, um lögin, sem samþykkt voru á Alþingi, og ganga út á að fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins fái heimild til að leggja fram fjármagn til að stofna nýtt fjármálafyrirtæki eða yfirtaka fjármálafyrirtæki í heild eða að hluta við sérstakar aðstæður. » Ég heyrði þetta bara áðan,alveg eins og þú örugglega. Guðmundur Bjarnason, framkvæmda- stjóri Íbúðalánasjóðs, um yfirtöku sjóðs- ins á íbúðalánum bankanna. » Nú fá ríki heims og fjár-málastofnanir og ein- staklingar tækifæri til að end- urskipuleggja sig með visku, hagsýni og hófsemi og um- hyggju að leiðarljósi. Karl Sigurbjörnsson , biskup Íslands. » Það er mikilvægt fyrirmennta- og menningarstarf í landinu að þessum fram- kvæmdum verði haldið áfram.“ Hjálmar H. Ragnarsson , rektor Listahá- skóla Íslands, en hann vonast til að áform um byggingu skólans við Laugaveg verði haldið áfram þrátt fyrir hremmingar í efnahagslífinu. » Við vorum ekki í vanskilum,vorum með nægt laust fé og góða eignastöðu. En fyrirtækið var tekið af okkur með valdi í Bretlandi og við gátum ekkert gert.“ Viðmælandi Morgunblaðsins í Kaupþingi, eftir að Fjármálaeftirlitið tók við stjórn bankans. Það var rétt í þessum kringumstæðum. » Við höfum líka áhyggjur afpeningum sem var verið að flytja frá London, til Íslands, fyrir nokkrum dögum. Gordon Brown , forsætisráðherra Bret- lands, varpaði ábyrgðinni á tapi breskra sparifjáreigenda í Icesave á Íslendinga. » Að sjálfsögðu. Geir H. Haarde , forsætisráðherra, spurð- ur hvort hann bæri fullt traust til Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. Ummæli vikunnar Óttinn við óttann Der Spiegel fjallar um sálfræðihliðar fjár- málakreppu. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 17 Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Álfabakka 16, 109 Reykjavík sími 585-1300 www.heilsugaeslan.is Bólusetning gegn inflúensu Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vill vekja athygli almennings á því að skipulögð bólusetning gegn inflúensu hefst á öllum heilsugæslustöðvunum mánudaginn 13. október 2008. Hverjum er einkum ráðlagt að láta bólusetja sig? • Öllum sem orðnir eru 60 ára. • Öllum, bæði börnum og fullorðnum, sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. • Starfsfólki heilbrigðisþjónustu og öðrum sem daglega annast fólk með aukna áhættu. Þeir sem tilheyra ofangreindum hópum fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu en greiða komu- gjald samkvæmt reglugerð nr. 1265/2007. Í síðasttalda hópnum eru það þó einungis heilbrigðis- starfsmenn sem ekki greiða fyrir bóluefnið. Fyrirkomulag bólusetningar getur verið mis- munandi milli heilsugæslustöðva. Vinsamlegast leitið upplýsinga á vef Heilsugæslunnar www.heilsugaeslan.is eða hafið samband við hlutaðeigandi heilsugæslustöð. Heilsugæslan Árbæ, Reykjavík s: 585 7800 Heilsugæslan Efra-Breiðholti, Reykjavík s: 513 1550 Heilsugæslan Efstaleiti, Reykjavík s: 585 1800 Heilsugæslan Fjörður, Hafnarfirði s: 540 9400 Heilsugæslan Garðabæ s: 520 1800 Heilsugæslan Glæsibæ, Reykjavík s: 599 1300 Heilsugæslan Grafarvogi, Reykjavík s: 585 7600 Heilsugæslan Hamraborg, Kópavogi s: 594 0500 Heilsugæslan Hlíðum, Reykjavík s: 585 2300 Heilsugæslan Hvammi, Kópavogi s: 594 0400 Heilsugæslan Miðbæ, Reykjavík s: 585 2600 Heilsugæslan Mjódd, Reykjavík s: 513 1500 Heilsugæsla Mosfellsumdæmis s: 510 0700 Heilsugæslan Seltjarnarnesi s: 561 2070 Heilsugæslan Sólvangi, Hafnarfirði s: 550 2600 Heilsugæslan Lágmúla 4, Reykjavík s: 595 1300 Heilsugæslan Salahverfi, Kópavogi s: 590 3900 Búast má við að bólusetning geti veitt a.m.k. 70% vörn gegn sjúkdómnum auk þess sem hann verður vægari hjá þeim í hópi bólusettra sem veikjast. Þeim sem leita vilja ráðgjafar er bent á sína heilsugæslustöð. Upplýsingar er að finna á vef Heilsugæslunnar, www.heilsugaeslan.is Fræðsluefni um inflúensu má finna á vef Landlæknisembættisins, www.landlaeknir.is Reykjavík 12. október 2008. Leiðtogafundinum í Reykjavík lauk á þessum degi, 12. október, árið 1986. Dagana 11. og 12. október 1986 sátu þeir Ronald Reagan Bandaríkja- forseti og Míkhaíl Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, á fundum í Höfða og ræddu afvopnunarmál. Fyrirvari fundarins var mjög skammur, aðeins átta dagar. Íslend- ingar brettu upp ermarnar og þegar þjóðhöfðingjarnir komu til lands- ins var allt til reiðu. Athygli umheimsins alls beindist að Íslandi og höf- uðborginni. Og athygli íslenskra sjónvarpsáhorfenda beindist að hurðarhúninum í Höfða, en oft hefur verið hent gaman að því hversu lengi myndavélinni var beint að hurð hússins, á meðan beðið var fregna af fundinum. Þegar fundinum lauk voru menn vonsviknir og töluðu um að ætl- unarverkið hefði mistekist. En þessir dagar í Reykjavík árið 1986 reyndust örlagaríkir því fundurinn leiddi til þess að Reagan og Gorbat- sjov undirrituðu gagnkvæmt afvopnunarsamkomulag árið 1987. Á þessum degi … Gangandi og hjólandi vegfarendur þurfa að vera sérstaklega vakandi í umferðinni. Sjónum er sérstaklega beint að þeim á evrópska umferð- aröryggisdeginum á morgun, mánu- dag. Umferðarstofa hefur ákveðið að helga evrópska umferðarörygg- isdaginn öryggi gangandi og hjól- andi vegfarenda. Þessi hópur veg- farenda hefur stundum verið kallaður óvarðir vegfarendur þar sem hvorki járngrind né -búr hlífir þeim ef slys ber að höndum. Fyrstu 7 mánuði þessa árs hafa 73 einstaklingar slasast í þessum hópi vegfarenda. Þar af 10 sem slös- uðust alvarlega. Í öllum tilfellum var um að ræða gangandi en á þessu tímabili slasaðist enginn á hjóli. Það að hjóla og ganga á ekki hvað síst erindi núna þegar miklu skiptir að fólk leiti sér leiða til sparnaðar og eflingar á andlegri og líkamlegri hreysti. Í því sambandi skiptir miklu máli að öryggi þessara veg- farenda sé eflt til muna, að mati Umferðarstofu, sem segir gott að hafa eftirfarandi í huga:  Þegar ökumenn taka beygju á gatnamótum þurfa þeir að gæta þess að veita gangandi vegfar- endum og hjólreiðamönnum for- gang þvert yfir þá akbraut sem ekið er inn á. Þetta á líka við þegar ekið er inn í eða út úr hringtorgum.  Ökumaður á að sýna gangandi vegfarendum sérstaka tillitssemi og víkja fyrir þeim. Og fyrsta reglan er auðvitað að stansa fyrir gangandi vegfarendum við gangbraut.  Gangandi vegfarendur verða að gæta þess að grænt ljós logi fyrir þá áður en þeir hætta sér yfir götu. En verða samt að hafa varann á sér, því sumir ökumenn virða ekki einu sinni rauða ljósið!  Ökumenn eiga ekki að stansa fyrir gangandi umferð á gangbraut- arljósum nema gult eða rautt ljós logi á móti þeim. Í tilefni umferðaröryggisdagsins verður lögregla höfuðborgarsvæð- isins með sérstakt eftirlit með því að gangandi vegfarendur virði um- ferðarljós. Þá verður gætt að því að ökutækjum sé ekki lagt ólöglega, t.d. á gangstígum þar sem þau hindra för gangandi og hjólandi og skapa mikla hættu og óþægindi, ekki hvað síst fyrir fatlaða og blinda. Öruggast er fyrir hjólreiðamenn að halda sig á þar til gerðum stíg- um. Kort sem sýnir hjólastíga á höf- uðborgarsvæðinu má finna á www.reykjavik.is. Og ekki er þá úr vegi að kynna sér fræðslumynd um öryggi hjólreiðamanna á www.us.is. Á hjóli og tveimur jafnfljótum Morgunblaðið/Golli HÉR fara yngstu vegfarendurnir yfir gangbraut vel gallaðir í rigningunni og njóta leiðsagnar þeirra sem eldri eru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.