Morgunblaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 37 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Barnagæsla Au pair Íslensk/þýsk fjölsk. búsett við Dussel- dorf, m. 2 börn, óskar eftir au pair sem fyrst. Áhugasamar vinsamlegast sendi uppl. á rafnar68@hotmail.com Dýrahald Til sölu fallegir labrador hvolpar Ættbók frá HRFÍ fylgir með. Uppl. í síma: 899 7614 og 566 7614. Ferðalög Íbúðir til leigu í Barcelona á Spáni, hagstætt verð, Costa Brava Playa de Aro, Baliares- eyjan, Menorca Mahon, Vallado- lid, www.helenjonsson.ws Sími 899 5863. Heilsa GRUNNNÁMSKEIÐ Í EFT (Emotional Freedom Techniques) Námskeið verður: Helgina 1.–2. nóv. á Hótel Loftleiðum. EFT er árangursrík leið til sjálfsstyrk- ingar. Hentar leikum sem lærðum sem vilja styrkja og vinna að betri líðan hjá sér og öðrum. Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur, sérfræðingur í EFT. www.theta.is, sími 694 5494. Einstaklings-, hjóna- og fjölskyldumeðferð Líður þér ekki nógu vel, hjónabandið í molum eða sálin tætt? Tímapantanir í síma 615-2161, Gréta Jónsdóttir, Einstaklings-, hjóna- og fjölskyldu- meðferð. Aloe vera djús Er náttúrulegur græðari sem læknar innanfrá. Er í miklum metum hjá fólki með liðagigt, húðvandamál, melting- aróreglu, eflir afeitrun lifrarinnar og er vatnslosandi. Dagmar s. 557 2398. Geymslur Tjaldvagna-, felli- og hjólhýsa- geymslur Upphitað húsnæði á höfuðborgar- svæðinu til leigu fyrir tjaldv., felli- og hjólhýsi. Uppl. í síma: 893-9777. Sumarhús Sumarhús - orlofshús. Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Stórglæsilegt sumarhús til leigu Til leigu 97 fm sumarhús, þar af 25 fm milliloft. Húsið er staðsett í Brekkuskógi, um 15 mínútna akstur frá Laugarvatni. Þau gerast ekki mikið flottari! Heitur pottur. Sími 841 0265. Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið Langar þig að læra spænsku? Frú Mínerva reddar því! Grúskarinn hefst 20. okt. Nánari upplýsingar á www.fruminerva.is og í síma 552 3578. Byggingavörur www.vidur.is Harðviður til húsbygginga. Vatns- klæðning, panill, pallaefni, parket o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði. Sjá nánar á vidur.is. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Málarar Málningarvinna Þaulvanur málari ætlar að bæta við sig verkefnum. Inni og úti. Vönduð og öguð vinnubrögð. Sanngjarnt verð. Uppl. í síma 897 2318. Ýmislegt Úrval af mjög þægilegum dömuskóm úr leðri og með skinnfóðri. Litir: hvítt, beige, brúnt og svart Stærðir: 36 - 41. Verð: 8.975.- Vandaðir skór á góðu verði. Misty skór Laugavegi 178 sími 551 2070 opið: mán - fös 10 - 18 lau 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Tískuverslunin Smart, Grímsbæ / Bústaðavegi Nýkomið – Buxur, peysur, kjóll. Kjóll, grár. St. S-XXL. Peysa. Litir. svart, fjólublá, rautt, græn. St. S-XXL, st. 42-56. Galla- buxur, svartar, bláar. St. 36-54. Sími 588 8050. Mikið úrval af hárspöngum og hálsklútum. Skarthúsið, Laugavegi 12. sími 562 2466. Lífsorka. Frábærir hitabakstrar Betra líf, s. 581 1380, Kringlunni. Gigtarfélag Íslands, s. 530 3600, Umboðsm. Hellu, Sólveig sími 863 7273. www.lifsorka.com Bílar Volfswagen GOLF 2002 til sölu m/sóllúgu, álfelgur og fl. Toppbíll í frábæru standi, eins og nýr, verð: 950.000, -lán 50%óverðtr..afb ca. 23 þús pr mán.Uppl.í síma 896 3362. Árg. '07, ek. 32 þús. km Subaru Legacy spec-b, óska eftir yfirtöku á láni, rúmlega 5 m. Mánað- arleg afborgun 90-100 þ. 1.2 milljónir fylgja með í peningum. Vantar virki- lega að selja bílinn. Hörður s: 864-9988. Hjólbarðar Nagladekk undan Polo til sölu Lítið notuð nagladekk undan Polo til sölu, tilboð óskast. Upplýsingar í síma 662-4156. Húsviðhald Þarftu að breyta eða bæta heima hjá þér? Eða þarftu aðstoð í nýbyggingunni? Við erum til í að aðstoða þig við alls- konar breytingar. Við erum til í að brjóta niður veggi og byggja upp nýja, breyta lögnum, flísaleggja eða parketleggja og fl. Bjóðum mikla reynslu og góð vinnubrögð. Upplýsingar í s. 899 9825. Einkamál Stefnumót.is "Þar sem Íslendingar kynnast". Ertu í makaleit? Leitar þú nýrra vina? Vant- ar þig dansfélaga? Ferðafélaga? Göngufélaga? Spjallfélaga? Nýttu þér vandaðan vef til að kynnast fólki á þínum forsendum. Stefnumót.is Vertu ævinlega velkomin/n. Þjónustuauglýsingar 5691100 ÞAÐ ER efnahagskreppa á Ís- landi í dag, þetta hefur ekki farið framhjá neinum manni. Það er líka tönnlast stöðugt á því að við þessar aðstæður eigum við ekki að leita að blórabögglum, heldur að þjappa okkur saman og vinna okkur út úr þessum ógöngum. Vissulega þurfum við að standa saman á slíkri ögur- stund, fréttirnar eru alls ekki já- kvæðar þar sem þeir svarsýnustu tala um gjaldþrot heillar þjóðar. En þrátt fyrir að við stöndum saman þá er klárt mál að þeir auðmenn sem sigldu bönkunum í þrot eru ekki að fara að bjóða okkur sína aðstoð. Þeir sem áttu bankana eru ennþá auð- menn og eiga eignir í öðrum félögum upp á hundruð milljarða. Ætla þeir að þjappa sér upp að okkur? Ætla þeir að bjóðast til þess að selja aðrar eignir sínar til að reyna að lágmarka skaðann sem við almenningur verð- um fyrir, vegna þeirra? Jaa…spyr sá sem ekki veit… Þeir sem bera ábyrgð í þessu máli eru fyrrverandi eigendur bankanna: Björgólfur Thor Björgólfsson, Jón Ásgeir Jóhann- esson, Sigurður Einarsson, Pálmi Haraldsson, Hannes Smárason, Björgólfur Guðmundsson, Hreiðar Már Sigurðsson og aðrir eigendur sem höfðu áhrif á fjárfestingastefnu þessara banka. Eignir þessara manna á að frysta í einum logandi grænum, enda væri með því verið að gefa tóninn um að menn komist ekki upp með að stinga milljörðum undan þegar þjóðabúið riðar til falls. Stjórnmálamenn bera líka mikla ábyrgð í þessu máli og enginn sem setið hefur í ráðherrastóli síðan ís- lensku bankarnir voru einkavæddir getur fríað sig ábyrgð, þeir sem bera mestu ábyrgðina eru: Davíð Odds- son, Halldór Ásgrímsson, Geir H Haarde, Guðni Ágústsson, Val- gerður Sverrisdóttir, Árni Mathie- sen og aðrir þeir sem voru í rík- isstjórn frá einkavæðingartímanum. Margir embættismenn bera óbeint ábyrgð en skorti lagaheimildir og úrræði til að spyrna við fótum. Um leið og hægist á ber okkur skylda til að draga þetta fólk til ábyrgðar. ÓSKAR STEINN GESTSSON, verkamaður. Hverjir bera ábyrgð? Frá Óskari Steini Gestssyni ÞEIR sem horfðu á fréttamanna- fund ríkisstjórnarinnar í Iðnó í gær (fimmtudag 9. okt.) gátu séð að íslenskir fréttamenn voru okk- ur til skammar, að mínu mati. Margir sem ég hef rætt við eru á sama máli. Fréttamenn voru óundirbúnir og sumir jafnvel dónalegir, eins og frægt er orðið. Spurningar fréttamanna voru um sömu klisjuna, þ.e. að koma skuld- inni yfir á Seðlabankann vegna ástandsins. Já, og hvort ekki þurfi nú að huga að jafnréttismálum í þessu ástandi sem nú ríkir. Hvað með aðalmálin, hvað með það sem skiptir máli núna á þessari stundu? Það má alveg gagnrýna marga í þessu máli og ég er þess fullviss að þegar ölduna lægir muni farið yfir atburði og málin krufin til mergjar. En núna skipt- ir máli að ná stjórn á ástandinu. Það þarf að forgangsraða hlutum. Ég er ekki að segja að jafnrétt- ismál skipti ekki máli. Þau eru að sjálfsögðu mikilvæg, en erum við að ræða það núna? Auk þess sem spyrjandi var augljóslega ekki bú- in að kynna sér málin betur. Bankastjóri Nýs Landsbanka er kona. Af fyrrnefndum sökum varð útkoma fundarins engin fyrir utan þær yfirlýsingar Geirs og Björg- vins sem mér fannst mjög gagn- legar. Það er alveg augljóst að þessir menn eru að vinna sína vinnu vel og samvinnan til fyr- irmyndar. Þegar erlendu fréttamennirnir tóku síðan við, kom bersýnilega í ljós hversu mikill munur er á okk- ar fréttamönnum og þeim. Er- lendu fréttamennirnir voru kurt- eisir, vel undirbúnir og með réttu spurningarnar. Þar var talað um atriði sem verulega skipta máli á þessari stundu. Ábyrgðir og tryggingar vegna viðskipta bank- anna erlendis. Samskipti rík- isstjórna viðkomandi ríkja og fleira sem verulega skiptir máli. Engin jafnréttismál voru rædd. Nú er ég ekki að setja alla ís- lenska fréttamenn undir sama hattinn með þessari gagnrýni minni. Þar eru margir góðir að- ilar. En við almenningur krefj- umst þess að fá alltaf vandaðan og góðan fréttaflutning, og ekki síst er það mikilvægt núna. Ég hef skynjað það á þessum fundum í vikunni sem ekki eru langir að út- koman sé lítil. Það þarf að spyrja réttu spurninganna svo eitthvað málefnalegt komi fram. Ég hvet okkar fréttamenn til að taka sér tak og vanda vinnu sína. Góða helgi. GUÐMUNDUR JÚLÍUS GÍSLASON, Tjarnarbóli 10, Seltjarnarnesi. Eru íslenskir fréttamenn vonlausir? Frá Guðmundi Júlíusi Gíslasyni Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.