Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.01.1932, Side 4

Skinfaxi - 01.01.1932, Side 4
4 SKINFAXI tveggja í senn, undrandi og hugsandi yfir hinu skyndi- lega valdi sínu á náttúruöflunum, óttast maimkynið, að máttur þessi snúist gegn því sjálfu. Uppeldið ætti að vera mannkyninu tæki til þess að þroska og sam- ræma efnalega og andlega orku siua, og gæti það þannig beint þróun mannsins inn á þá braut, sem liún ætli upp frá þessu að fara eftir. En mannkyn- inu liefir ennþá ekki tekizt að skipuleggja lmgsun sína og' krafta. Bæði í stjórnmálum og uppeldismál- um er mannkynið skipt. Þjóðirnar eru langt frá því, að vinna sem ein heild, heldur vinnur liver þjóð að miklu leyti út af fvrir sig, án þess að vita um viðleitni liinna. Og þó er skipulag og samvinna ómiss- andi, ef mannkynið á að ráða sköpum sínum. Fjöldinn þreifar fyrir sér i hlindni, en hugsandi leiðtogar leitast við að slefna honum að ákveðnu markmiði, með þvi að samræma viðleitni allra. Leið- togar þessir eru meistarar hugsunar og framkvæmda, sumir sjá skýrt til nánustu framtíðar, aðrir skyggn- ast lengra fram, en enginn þeirra, einn út af fyrir sig, er fær um að vísa leiðina til enda. Með þvi að samræma hugsun og framkvæmdir leið- toganna, ætti a. m. k. að nokkru leyti að takast að samræma krafta mannkynsins i heild sinni. Það er núna i fyrsta skifti svo sögur fara af, sem uppeldið virðist ætla að setjast í þann sess, sem því ber um allan hnöttinn, og vér höfum trú á þvi, að með því takist að gerhreyta örlögum mannanna. Þess vegna er það hlutverk hinna miklu uppeldisfrömuða, viðs- vegar um hnöttinn, að hjálpa mannkyninu til að færa sér í nyt þá krafta, sem það hefir yfir að ráða, svo að þeir verði því til vaxtar og hlómgunar, en ekki til eyðilcggingar. Hvort hafa þessir miklu uppeldis- frömuðir í ýmsum löndum gert sér grein fjæir mark- miðum sínum? Hver eru þessi markmið? Eru þau livert öðru andstæð? Bæta þau Iivert annað upp í

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.