Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1935, Page 38

Skinfaxi - 01.04.1935, Page 38
38 SKINFAXI Eg sný niér við og hvái. „Hvað eg segi"?“ Hann ris upp úr sætinu og steytir hnef- ann. „Þorið þér að vera ókurteis við mig? Haldið þér, að e g láti bjóða mér það, að þér glennið túlann?“ Nú kom Grettisskapið upp i mér. „Bíðið andartak, hús- hóndi!“ Eg tek af mér húfu og vettlinga og hrýt kragann nið- ur. Svo slæ eg duglega i hestana. Þeir híða ekki boðanna, en taka sprettinn, eins og kólfi sé skotið. Það er hljótt aftan við mig. Þetta er á sléttum Lyngbæjarveginum. Við ætlum i Lyng- bæjarkirkju, þó að aðrar séu nær. Eg hefi verið svo forsjáll, að spenna keðjurnar, svo að eg ætti að geta ráðið við hest- ana, hvað sem á dynur. Færið er afbragð. Göngufólk og vagn- ar víkja hrædd til hliðar; menn halda, að hestarnir hafi fælzt. Af og til ætlar einhver hreykinn náungi að sýna hugrekki sitt, með þvi að stöðva hestana, en eg ýti frá okkur og nota svipuna. Bjöllurnar gjalla. Ljóskerin varpa glampa á snjóinn, og á klakann, þar sem skafið hefir af veginum. Trén meðfram veg- inum standa og teygja stokkfreðnar greinarnar upp í loftið. Trén, já, þau standa gildvaxin niður í snjóinn, langt niður í jörð, föst og sterk. Það er fróun að sjá þau — það minnkar kuldann á höndunum. Ef eg tæki svolítið skakkt í taum, eða ef sleðinn slingraði dálítið til hliðar, mundi hann skella á trjánum og molast, en þau slæðu jafnheil eftir, jafngödduð. Hvað er þetta? Eg heyri eitthvert undarlegt snögt og vol. Nú, það er þá elcki jafnþögult og eg hélt, aftan við mig. Frú- in grætur, hrædd um líf sitt, gamla konan. En bóndinn l)agg- ar niður í henni. Bíðum við, karlinn, þú erl kannske ekki sem rólegastur lieldur, gæti eg trúað, með þessari ferð. Við höldum nú samt áfram. Nú rís liríðarkólga i landnorðri og kemur eins og svartur bakki á móti okkur. Eg sé hvernig fyrstu éljaleiðingarnar þyrlast niður yfir Gelskóg. Þessi hirta verður ekki lengi i kringum okkur. Nú erum við að Holtum, og á kröppu vegarbeygjunni þar hægi eg dálitið ferðina. Það cr ekki vert að gera leik að því að valda slysum, og svo vil eg líka sýna bónda, að eg hafi vald á hestunum. En þegar komið er yfir beygjuna, inn i sjálfan Gelskóg, læt eg smella i svipunni. „Getið þið ekki kom- izt úr sporunum!“ ávíta eg hestana. Skógurinn lukti um okk- ur. Þessir gífurlegu runnar þöktu yfir veginn, og gegn um þá féll landnorðanhríðin i stórum flyksum. Það dimmdi æ meir, en eg hægði ekki ferðina. Nú förum við upp í móti um

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.