Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1935, Side 62

Skinfaxi - 01.04.1935, Side 62
62 SKINFAXI fékkst góð fót- og handfesta í holum á milli steina, en brunn- urinn svo þröngur, að vel mátti spyrna hvorum fœti sínum megin og styðja baki við vegg. Brunnurinn var gamall og hleðslan viða farin að bunga inn. Þegar Jón var kominn neðarlega í brunninn, losnaði steinn undan fæti hans og féll i vatnið, en við það losnaði um fleiri og féll nii allslórl stykki úr veggnum. Heyrði þá drengurinn, sem laut yfir opið og skyggndist niður, að faðir hans gaf frá sér veikt hljóð. í sömu andrá heyrði hann ógurlegt hrun, féllu þá veggirnir saman yfir höfði föður hans. Sá hann svart gimald, hátffyllt grjóti og mold, þar sem áður var brunnurinn. Pilturinn stóð andartak ú barminum, yfirkominn af skelf- ingu og starði ofan í geigvænlegt myrkrið, sljór og ráðþrota. En því næst hljóp liann inn til móður sinnar og sagði henni með sundurlausum, stamandi orðum, livað skeð hafði. Kon- unni varð allhverft við, sem vænta mátti, en náði þó von bráðar valdi yfir liugsunum sínum. Bað lnin þá drenginn að ná í mótbýlismanninn og inna honum málavöxtu; en hann var úti við gegningar. Hljóp pilturinn út og hitti Friðlaug von bráðar. Brá hann við skjótt, skundaði lieim á hlaðið og leit á verks- ummerki. Sendi hann þá þegar börn á næstu bæi, til þess að kveðja menn til hjálpar. Sjálfur hljóp liann út i Garð, sem er næsti bær norður frá Hafralæk og mjög stutt á milli. Þar bjó þá Baldvin Sigurðsson, læknir góður — höemópati — at- hafnamaður mikill og að flestu leyti fyrir öðrum bændum þar um slóðir. Er Friðlaugur hafði sagt Baldvini tíðindin, hélt hann áfram ferð sinni til nærliggjandi bæja, i liðsbón til þess að grafa upp brunninn. En Bahlvin hafði skjót umsvif. Kvaddi hann einn vinnu- manninn sinn til fylgdar við sig. Tóku þeir þrjú stór tré og lögðu á sleða; auk þess tunnu, kaðla, trissur (blakkir), járn- karl og rekur. Með þenna flutning hröðuðu þeir ferð sinni að Hafralæk. Komu þá menn af öðrum bæjum mjög samtimis. Tók Baldvin þegar að segja fyrir verkum. Byrjuðu sumir að handlanga grjót upp úr brunninum, en aðrir hjálpuðu Baldvini að reisa trönur og ganga frá köðlum og trissum. Um tunnuna riðuðu þeir reipi og bjuggu um sem tryggilegast, því að í henni átti að draga grjót og mold upp úr brunninum. — Söfnuðust nú brátt að menn af öllum nærliggjandi bæjum, svo að liðskostur varð nægur. Var tunnan fyllt á andartaki, dregin upp og losuð án afláts. Veður var hagstætt: kyrrt og bjart, en allmikið frost og að- eins snjóföl á jörðu. Norðurljós og stjörnur — ef til vill tungl'

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.