Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1956, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.11.1956, Blaðsíða 12
108 SKINFAXI slarksamkomum þeim er mjög hafa tíðkazt til fjáröfl- unar fyrir félagsheimili. Það er mikil nauðsyn fyrir dreifbýlið að eignast sam- komuhús fyrir fólk sitt. En hús þessi eru dýr í bygg- ingu og rekstri og til að afla þeim fjár hefur verið gripið til þess ráðs að halda þar skemmtanir sem naum- ast er hægt að kenna við menningu eða nokkurn sóma. Aftur á móti hafa fagrar listir og annar menningar- auki átt þar lítið athvarf yfirleitt. Þania er úr vöndu að ráða en samt ekkert undanfæri að koma þessu í lag. Það er álitamál hvort félagsheimilin eru ekki of mörg, því með bættum samgöngum verður mögulegt að sækja um lengri veg þangað sem eitthvað er um að vera og má þá hlynna bstur að húsunum og starfsemi þeirra. Það væri t. d. nægilegt að hafa tvö félagsheimili í Borg- arfiarðarsýslu, eitt ofan Skarðsheiðar og annað sunnan heiðar. En þarna eru nú fjögur vegleg hús og það fimmta í smíðum, en ráðgert er að reisa tvö eða þrjú í viðbót. Ennfremur eru góðir samkomusalir í skólun- um á Hvanneyri og Reykholti. Svo er athugandi hvort ekki má sameina kirkjur og fundahús í eina byggingu, þannig að enginn ósómi hljótist af. Þetta hefur verið gert á þessu landi og í öðrum og gefst vel, segja menn. En fjöldi fólks má ekki heyra slíkt nefnt og telur þess kpnar samvinnu til hinnar mestu hneisu. Þarna held ég að við séum allmikið á eftir tímanum og mun það verða Ijósara þegar fram kemur hvað kostar að starf- rækja öll þessi félagsheimili og þessar stóru kirkjur. Þá er hætt við að menningarmálin sjálf sitji á hakanum því það verður fullerfitt verkefni að halda í horfinu með þessar dýru byggingar og allt það heimsglys sem þar er saman komið. Um allt þetta má deila og komast að ýmsum niðurstöðum, en hitt er augljóst mál að félags- heimili sveitanna veita möguleika til mikils menningar- lífs, ef sæmilega tekst að koma þessum málum í gott
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.