Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1956, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.11.1956, Blaðsíða 37
SKINFAXI 133 landsvertíð i lok maímánaðar. Voru venjulegast farnar fimm veiðiferðir á vertíð; hver veiðiför tólc um liálfan mánuð, ef vel gekk. Strax að Íslandsvertíð lokinni var tekið til óspilltra málanna við að búa skipin á síld. Voru þau þá hreins- uð og máluð. Skipverjar unnu að þessum undirbún- ingi, mest þó við netin. Þessi viðstaða i landi var venjulegast um sex vikur, og var það í rauninni eini tíminn á ári hverju, sem Einar fékk tækifæri til að lifa fjölskyldulífi. Annars var v.era lians heima aðeins að koma og fara, eins og lif sjómanna er löngum. Síldarvertíð hófst um 10. júlí. Var þá í fyrstu fisk- að djúpt á Norðursjó, á 70—80 faðma dýpi, og var allt að 180 mílna sjóleið á veiðisvæðið. Þegar kom fram í ágúst styttist sjóleiðin á miðin, var þá um 100 milur, og var þá fiskað i grynnra vatni, eða á 15—20 faðma dýpi. Veiðiförin tók 7—10 daga, eftir þvi livar síldin hélt sig, og hve mikið var af henni. Veitt var í botnvörpu, ekki ósvipaða þeirri, sem notuð var á þorskveiðum, en að sjálfsögðu þéttriðnari. Aðeins var veitt á daginn í björlu, þegar síldin hélt sig við botninn. Þegar liún óð á nóttinni, náðist hún ekki. Þegar veitt var á 80 faðma dýpi, voru togvírar ofl 300 faðma langir, en um 150 faðmar á 20—30 faðma dýpi. Stundum fengust allt að 18 pokar i togi, eða fimm til sex hundruð lcörfur. Á fyrslu áruin Einars á síldv.eiðum í Norðursjó var afli sjaldan mikill. En síðar kom til sögu þýzk endur- bót á vörpunni, og eftir það veiddist miklu betuv. Var þá olt mokafli. Á síðustu árum hefur oft verið upp- gripaafli af síld í Ermarsundi. Síldin var söltuð í tunnur um borð, en salt fluttu þeir með sér í tunnum. Veiddu þeir alla jafna í 130 —140 tunnur í ferð, og fór ein salttunna í sex síldar- tunnur. Auk þ,ess höfðu þeir ís í lestinni og ísuðu drjúgt magn af síld í hverri veiðiferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.