Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1994, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.12.1994, Blaðsíða 21
leg að seint verður trúað. Sterkan svip settu fimleikasýningarnar, sumar mjög fjöl- mennar, aðrar byggðar upp af mjög góðu fimleikafólki. Þá var mikil stemming í kring um þjóðdansana. Leiksýningar, settar upp af dönsku ungmennafélögunum, voru stanslaust á dagskrá í leikhúsum borgar- innar og á kvöldin var dansað í tjöldum út um alla borg við hina fjölbreytilegustu músik, sem margar þekktustu hljómsveitir Dana léku. Skipulagi mótsins virtist í engu áfátt. Allar tímasetningar stóðust nákvæmlega og rútuferðir um svæðið ásamt góðum leiðarvísum, sáu fyrir því að auðvelt var að komast þangað sem fyrirhugað var á undraskömmum tíma. Hinn glaðbeitti hópur, sem fór til Damnerkur teknir tali og spurðir um nokkur praktisk atriði. Skyldi þeim upplýsingum komið beint til forystu UMFI, ef þar kynnu að finnast hugmyndir sem að gagni mættu koma við þróun landsmótshalds á íslandi. Mættum við miklum skilningi á erindi okkar og vorum reyndar spurð að því sér- staklega um leið og við yfirgáfum svæðið, hvernig okkur hefði gengið að kynnast landsmóti DGI. Létum við vel yfir, en tók- um fram að fyrir svo fámennan hóp væri engin leið að fylgjast með öllu því sem um væri að vera. Einhver okkar tóku þátt í leiknum. Strandblak var afþreying sem allir máttu reyna undir góðri leiðsögn. í fótboltanum var stundum hægt að „kíkja inn“ með lið búin til að staðnum, síðan var keppt á litl- um velli með 5 eða 7 manna lið. Við Helgi á Hallfreðarstöðum skráðum okkur í „götuhlaup", svona til að vera með í ein- hverju. Varð sú þátttaka söguleg. Helgi er mikill trimmari og þolgóður og varð fljót- lega með fyrstu mönnum í hlaupinu. Hvarf hann úr minni augsýn á fyrstu metrunum. Aftur á móti hugsaði ég fyrst og fremst um það að gefast ekki upp á miðri leið. Var síðan hlaupið um götur Svendborgar, fannst mér leiðin ekki vera vel merkt, a.m.k. ekki miðað við það sem við eigum að venjast í Egilsstaðamaraþon. Það teygð- ist á hópnum og reyndi ég að missa ekki sjónar af næstu mönnum, svo að ég týndi ekki leiðinni. Ekki gafst ég upp, en mjög voru síðustu tveir kílómetrarnir erfiðir, enda hitinn á milli 30 og 35 stig á móti sól. Þegar marki var náð spurði ég um Helga og hvar í röðinni hann hefði verið. Hafði þá enginn séð til hans, hann hlyti að vera einvers staðar á eftir!!! Leið góð á vegum UMFI. stund áður en hann skilaði sér ásamt nokkrum öðrum. Hafði hann þá hitt á fé- lagsskap nokkurra garpa, sem þótti leiðin, 5 km, allt of stutt og skruppu 2-3 kflómetra til viðbótar, svona til þess að koma al- mennilega út á sér svitanum. Helgi hafði nú ekki hugsað sér að hlaupa alla þessa vegalengd, en tungumálaerfiðleikar og lé- leg brautarmerking hafði leitt hann á þessa glapstigu. Dóra á Fáskrúðsfirði skrapp hins vegar í fótbolta ásamt nokkrum fleirum og hafði gaman af, og mörg okkar drifu sig á dans- gólfið í þjóðdönsunum, þegar gestum var boðin þátttaka. Aðalsmerki mótsins Segja má að aðalsmerki landsmótsins í Svendborg hafi verið fjölbreytni, svo ótrú- Frábær ferð Engin leið væri að telja upp allt það sem fyrir augun bar, það færi einfaldlega allt í graut, en myndir þær sem fylgja grein þessari ættu að gefa hugmynd um atburði helgarinnar, þegar 11 íslenskir ferðalangar, gleymdu amstri hversdagsins og gáfu sig dönsku andrúmslofti á vald, þrungnu þeirri glaðværð og frjálslyndi sem þeirri ágætu nágrannaþjóð okkar er svo eiginleg. Vil ég að lokum þakka ferðafélögum mínum fyrir stórkostlegan félagsskap og ó- gleymanlegar samverustundir á Suður- Fjóni dagana 30. júní - 3. júlí 1994, og for- ystu Ungmennafélags íslands fyrir að hafa fengið tækifæri til þessarar ferðar, sem heppnaðist eins og best varð á kosið, og á örugglega eftir að hafa sín áhrif á landsmót ungmennahreyfingarinnar á næstu árum. Mikill fjöldi áhorfenda mœtti á mótið eins og sjá má. Skinfaxi 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.