Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1994, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.12.1994, Blaðsíða 23
Ferðasaga - frá sjónarhóli „anti-sportista“ Dagana 27. júní - 4. júlí s.l. var ég svo heppin að vera boðið að slást í för með hressu ungmennafélagsfólki sem var á leið á Landsmótið í Svendborg í Danmörku. Þetta get ég sagt núna eftir að hafa verið þarna í dásamlegu veðri og kynnst þessu góða fólki. Ég verð reyndar að viðurkenna það að þegar mér var tilkynnt að Olís ætl- aði að senda mig til Danmerkur á íþrótta- mót þá leist mér nú ekki meira en svo á blikuna. Þetta þótti mér ekki vænleg til- hugsun hafandi það í huga að eina íþróttin sem ég hef þótt gjaldgeng í hingað til er mælskuíþróttin. Ekki skánaði það þegar ég heyrði að ég ætti að gista í félagsheimili í Feritslev í flatsæng með fullt af ókunn- ugu fólki. En hvað um það - ekki gat ég látið það fréttast að ég réði ekki við svona smámál og út fór ég. Hér á eftir ætla ég að koma með brot úr ferðasögunni minni og deila með ykkur lesendum því hvernig það er fyrir „anti- sportista“ að dvelja í viku á íþróttamóti í Danmörku. ísinn brotinn Morguninn sem lagt var af stað hittumst við í aðalstöðvum UMFÍ í Fellsmúla og það verð ég að segja að mér leið strax bet- ur þegar ég hafði hitt væntanlegt samferða- fólk mitt og mér varð ljóst að ekki var ætl- ast til að ég færi að keppa í fimleikum eða körfubolta fyrir íslands hönd. Ferðalagið út gekk mjög vel og komum við á áfanga- stað um miðnættið. Þar tók á móti okkur hinn danski gestgjafi með síðbúinn kvöld- verð. Félagsheimilið sem við gistum í var hið notalegasta og dekrað við okkur á allan hátt. Daginn eftir fórum við til Svendborgar á aðalmótssvæðið. Það vakti strax aðdáun mína hve allt var vel skipulagt, íþrótta- svæði, hreinlætisaðstaða, matartjöld og lengi mætti telja. Ennþá var ég samt með dálítinn hnút í maganum yfir því hvernig ég ætti að láta þessa viku líða því ekki hafði ég mikinn hug á því að horfa á hand- bolta eða fimleika allan tímann. Það kom fljótt í Ijós að þetta voru óþarfa áhyggjur því þarna var reiknað með öllum. Greinarhöjundur í skeifnakasti. Nóg að gera Fljótlega varð á vegi mínum svæði þar sem allt iðaði af lífi. Þarna var tjald með alþjóðlega kynningu bæði á mat og þjóð- búningum og var hægt að fá að klæða sig í hina ýmsu búninga. Við hliðina var tjald þar sem hægt var að mála á húfur, boli, og töskur. Þetta var nú eitthvað fyrir mig og tveimur tímum seinna gekk ég um svæðið með ellefu húfur þ.e. eina fyrir hvern ferðafélaga minna og búin að mála nafn viðkomandi í „01ís-litunum“ á húfuna. Þessar húfur urðu hálfgert einkenni hóps- ins næstu daga og ekki þótti mér verra að sjá að hann Sigurjón, fararstjórinn okkar, var með húfuna góðu þegar hann afhenti verðlaunin á Landsmótinu á Laugarvatni nú í sumar. A þessu svæði var einnig verið að vinna við ýmis handverk t.d. sýnd gömul vinnu- brögð við að smíða kajak og búa til verk- færi úr steinum. Skammt frá var svokallað „þjóðlagacafé“ þ.e. kaffitjald þar sem spil- uð var þjóðlagatónlist og þar gat maður tekið þátt bæði spilað á hljóðfæri, sungið í kór eða bara troðið upp einn. Þegar leið að lokum þessa fyrsta dags var ég bara orðin nokkuð bjartsýn á að ég myndi hafa nóg við að vera þarna þó svo að íþróttirnar höfðuðu ekki svo mikið til mín. Enda varð sú raunin á. Skinfaxi 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.