Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1994, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.12.1994, Blaðsíða 22
Lýðveldishlaup UMFÍ ‘94 átak Ometanlegt - segir Kjartan Guðjónsson, elsti þátttakandinn, sem enn leggur að „Ég hef haldið uppteknum hætti að fara þessa vegalengd, þótt lýðveldishlaupinu sé lokið og mun halda því áfram í vetur eftir því sem færð leyfir. Svona átak eins og Lýð- veldishlaup UMFÍ er ómetanlegt því það ýtir við manni. Ég var að vísu duglegur að hreyfa mig áður en það hófst, en það varð til þess að ég fór þessa þrjá kílómetra á hverj- um degi þá daga sem hlaupið stóð yfir.” Þetta sagði Kjartan Guðjónsson, elsti þátttakandinn í Lýðveldishlaupinu ‘94, sem fór 3 kílómetra þá 99 daga sem hlaupið stóð yfir. Kjartan er 87 ára að aldri og dvel- ur á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hann var hinn brattasti þegar Skinfaxi leit inn til hans í haust, sagðist hafa frestað gönguferðinni vegna heimsóknarinnar, en myndi bara leggja í hann þegar blaðamaður væri farinn. Kjartan hefur skráð samviskusamlega hversu oft hann hefur farið 3 kílómetrana eftir að hlaupinu lauk þann 21. ágúst sl. A miða, sem lá á borðinu hjá honum mátti sjá að í september gekk hann 28 sinnum og var búinn að ganga 26 sinnum í október þegar blaðamaður hitti hann að máli. „Ég fer alltaf af stað klukkan níu á morgnana og geng í um það bil klukkutíma og tíu mínútur,” sagði hann. „Ég hresstist mjög þegar ég fór að fara þetta reglulega í Lýðveldishlaupinu. Ég hef haft afskaplega gott af þessu.” Kjartan er frá í Hlíð undir Austur-Eyja- fjöllum. Hann fór snemma til sjós og var sjómaður í 42 ár. Þegar hann lét af sjó- mennskunni fór hann að vinna í íshúsi og vann þar til hann varð áttræður. „Þá klippti ég á þetta, ég gat unnið leng- ur, en mér fannst vera komið nóg.” / heimsmetabókinni Kjartans var að sjálfsögðu getið í fjöl- miðlum í sumar, þar sem hann var elstur þeirra þátttakenda sem tóku þátt í Lýðveld- ishlaupinu alla 99 dagana. Hann var þó ekki uppnæmur yftr því, enda er þetta ekki í fyrsta skipti sem hans nafn er nefnt í frétt- um. Það er raunar skráð í Heimsmetabók Guinnes, þar sem hann lenti ásamt skipfé- lögun sínum í lengstu hrakningum sem sög- ur hafa farið af hér við land. Það var um veturinn 1940, sem Kjartan og fjórir skipsfélagar hans lentu í hrakning- unum. Þeir voru á vélbát sem hét Kristján baki þrjá kílómetra nær daglega og höfðu þeir lagt upp í róður frá Sand- gerði. Um fjögurleyti þennan dag stöðvað- ist vélin vegna bilunar. í sama mund skall á svartabylur. Bátinn rak stjórnlaust um hafið í aftakaveðri. í 12 sólarhringa hraktist á- höfnin við slæman aðbúnað og var fljótlega talin af, enda hafði verið gerð að mönnun- um mikil leit án árangurs. Skipverjar komu meir að segja fram á fundi hjá Láru miðli og báðu fyrir þau skilaboð til ættingja, að þeim liði vel í himnaríki. Þann 1. mars rak bátinn að landi. Bats- verjar voru þrekaðir en ómeiddir. Daginn eftir átti að fara fram minningarathöfn um þá, en presturinn, sem átti að annast hana, sendi þeim í staðinn heillaóskaskeyti. Gefinn fyrir ferðalög Kjartan hefur ferðast mikil á síðari árum, m.a. farið til Þýskalands, Austurríkis, Portúgal, Spánar og Englands. Hann hefur einnig heimsótt Grænland og Færeyjar. „Mest hafði ég gaman af að koma til Júgóslavíu. Þar var svo gott fólk. Ég fór þangað fjórum sinnum í röð og fannst veru- lega gott af að vera þar. Það er einkennilegt til þess að hugsa að það skuli allt loga í ó- eirðum þar.” Kjartan sagðist una hag sínum vel á Hrafnistu. Ur glugganum sínum sjái hann sjö kirkjur þegar skyggni sé gott. „Sjónin er að vísu farin að daprast svo- lítið. Ég les mikið og vel meira léttmeti nú en áður. Ég les meir að segja ástarsögur!” I UMFERÐI ERU ALLIR í SAMA Ll UNGMENNAFELAG ÍSLANDS UMFERÐAR RÁÐ 22 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.