Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1994, Blaðsíða 39

Skinfaxi - 01.12.1994, Blaðsíða 39
Héraðsmót Hrafna-Flóka: Glæsilegur árangur íþróttafélagið Hörður á Patreksfirði hlaut bikar fyrir flest stig í 1.-6. sœti. Hér sjást á- nægðir Harðarmenn, ásamt Magnúsi Schveving, fagna árangrinum. Héraðsmót Héraðssambandsins Hrafna- Flóka var haldið á Bíldudal 22.-24. júlí sl. í frábæru veðri. Mótið tókst mjög vel, allar tímasetningar stóðu eins og stafur á bók og árangur keppenda var mjög góður. Meðal annars voru sett þrjú héraðsmet. Mótið hófst síðari hluta föstudagsins með undanúrslitum í spretthlaupum. Móts- setning fór svo fram klukkan 11 á laugar- deginum. Héraðsmet voru sett í eftirtöldúm greinum: - 10 ára og yngri tátur ÍH í 4x100 boð- hlaupi á tímanum 1:04,8 og bættu þær gamla metið um 2,1 sek. - Fríða Hr. Kristinsdóttir UMFT bætti eigið héraðsmet í 800 metra hlaupi 11-12 áraum5,l sek., en hún hljóp á 2:43,1. - Birna Hannesdóttir, IFB, bætti eigið met í spjótkasti 13-14 ára um 2,53 metra, en hún kastaði spjótinu 31.03 m. - Linda H. Heiðarsdóttir, UMFT, bætti einnig eigið met í spjótkasti 15-16 ára um 2,33 m. en hún kastaði 29.90 m. í mótslok voru afhentir bikarar fyrir bestan árangur karla og kvenna í aldurs- flokknum 17 ára og eldri og hlutu þá Sig- ríður Runólfsdóttir, ÍFB, en hún varpaði kúlu 8,62 m. og Björgvin Karl Gunnars- son, ÍH, sem hljóp 1500 metra á 4:50,1 mín. Þessir bikarar voru gefnir af þeim heiðurshjónunum Hrafnhildi Agústsdóttur og Ólafi Bæringssyni, sem hafa stutt ó- tæpilega við bakið á íþróttafólki sýslunnar, ásamt því að hafa keppt sjálf á yngri árum. Einnig var afhentur bikar fyrir bestan ár- angur í spjótkasti og hlaut hann Birna Hannesdóttir, ÍFB. Hún kastaði spjótinu 31,03 metra, eins og áður sagði. Hörður hlaut bikarinn Nú var það nýmæli að afhentur var bik- ar fyrir bestan árangur hjá 16 ára og yngri og hlaut hann Catia Andrea 1H (10 ára og yngri) en hún stökk 4,00 metra í lang- stökki, sem er frábær árangur. Þessi bikar er gefinn af gistiheimilinu Skrúðhömrum, Tálknafirði. Síðan kom að afhendingu bikarsins sem beðið var eftir með hvað mestri eftirvænt- ingu, en það er bikar sem afhentur er þvf í- þróttafélagi sem flest stig hlýtur fyrir ár- angur í 1.-6. sæti. Kom hann að þessu sinni í hlut íþróttafélagsins Harðar á Patreks- firði, sem hlaut samtals 571 stig. I 2. sæti varð íþróttafélag Bílddælinga með 477,5 stig. I 3. sæti varð Ungmennafélag Tálkna- fjarðar með 357 stig og í 4. sæti Ung- mennafélag Barðstrendinga með 99,5 stig. Að þessu sinni var afhentur nýr bikar sem Þórsberg hf. Tálknafirði gaf, en íþróttafé- lag Bílddælinga hafði unnið fyrri bikarinn til eignar á síðasta héraðsmóti. Bryggjuhamarslyfta En ekki var eingöngu keppt í íþróttum. A laugardeginum var keppt í einni grein í keppninni um Vestfjarðavíkinginn og var það lokagreinin. bryggjuhamarslyfta. Vakti þessi keppni rnikla athygli mótsgesta. Ekki var síðri uppákoma á sunnudegin- um. Þá kom sjálfur Magnús Scheving fljúgandi á svæðið og hitaði upp með keppendum fyrir keppnina þann dag. Voru menn vel heitir að lokinni þeirri upphitun og árangurinn vafalaust enn betri, að minnsta kosti hjá kvenfólkinu, þegar í Ijós kom að Magnús myndi afhenda verðlaun að lokinni hverri grein. Magnús vakti mikla lukku hjá öllum og notaði tækifærið við verðlaunaafhendinguna til að hvetja keppendur til heilbrigðara lífernis. Að lok- um var hann með nærri klukkutíma langa dagskrá, sem var mjög skemmtileg. Hlífði hann engum, en lét menn miskunnarlaust taka þátt í gamninu. Lauk svo þessu árangursríka og skemmtilega héraðsmóti Héraðsssam- bandsins Hrafna-Flóka. Skinfaxi 39

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.