Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1994, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.12.1994, Blaðsíða 36
Ráðstefna um stöðu kvenna innan íþróttahreyfingarinnar: Hægt þokar í átt til jafnréttis „Er kvennabaráttan í fþróttum von- laus?“ var yfirskrift ráðstefnu, sem Um- bótanefnd ÍSÍ í kvennaíþróttum gekkst fyr- ir 27. október sl. í Iþróttamiðstöðinni í Laugardal. Fjölmargir sóttu ráðstefnuna sem hófst með setningarávarpi Unnar Stef- ánsdóttur formanns Umbótanefndar. Því næst flutti Lovísa Einarsdóttir íþróttakennari erindi sem hún nefndi: Bar- áttumál; Sigrar og ósigrar. Lovísa, sem lengi hefur verið í broddi fylkingar í bar- áttunni fyrir framgangi kvennaíþrótta, hef- ur átt sæti í Umbótanefnd sl. fjögur ár og gaf hún yfirlit yfir starf nefndarinnar. Nefndin hefur m.a. gengist fyrir nám- skeiðahaldi, ráðstefnum og útgáfustarf- semi, auk samskipta við íþróttakonur víðs vegar í Evrópu. Lovísa gat um það sem á- unnist hefði á þessum tíma og eins þess sem hún taldi miður hafa farið. Hún sagði m.a. að nefndinni hefði gengið illa að fá konur inn í hinar ýmsu nefndir og stjórnir á íþróttasviðinu. Ætti það ekki síst við um þær nefndir og ráð sem hefðu með höndum úthlutun fjármuna. Hvatti Lovísa til frekari landvinninga á þeim vettvangi. Kristín Einarsdóttir alþingiskona ræddi um „alþingiskonur og iþróttir kvenna.“ Hún sagði frá tillögu, sem hún lagði fram á Alþingi, ásamt öðrum alþingiskonum sem nú sitja á þingi. Tillagan felur í sér að rík- isvaldið verji auknum fjármunum til íþróttastarfs kvenna og var hún samþykkt á Alþingi 1992. í máli Kristínar kom fram að lítið hefur verið aðhafst til framkvæmda á ályktuninni, en þó er í gangi samstarf menntamálaráðuneytis og Umbótanefndar- innar vegna þróunarverkefnis, þar sem kannað er brottfall stúlkna úr íþróttum. fíýr hlutur kvenna Betur má ef duga skal, var yfirskrift er- indis Dr.Ingimars Jónssonar. Dr. Ingimar gerði athugun á þátttöku kvenna í þingi ÍSÍ, sem haldið var í október sl. í ljós kom að 13 prósent þingfulltrúa voru konur, eða alls 18 konur af 134 þingfulltrúum. Aðeins þrjár þeirra tóku til máls, auk tveggja sem Nú er lag að vekja cíhuga á kveimaíþrótt- um. voru í framkvæmdastjórn og einnar sem var gestur í sal. Dr. Ingimar sagði að kven- röddin hefði tekið samtals 40 mínútur af þessu tveggja daga þingi. Þótti honum hlutur kvenna rýr og velti upp þeirri spurn- ingu hvort það gæti stafað af því að konur fyndu sig ekki í karlahópi. Kom fram í máli dr. Ingimars, að konur væru ekki nógu duglegar í baráttunni. Hann nefndi að formenn nefnda sem störfuðu á ÍSÍ-þing- inu hafi einungis verið karlmenn. A þessu þingi hafði fulltrúum verið fækkað um helming frá því sem áður var og taldi dr. Ingimar að konum hefði fækkað meir en þessu helmingahlutfalli nam. Loks flutti Birna Einarsdóttir viðskipta- fræðingur erindi sem hún nefndi: Eru kvennaíþróttir rétt markaðssettar? Birna benti m.a. á að nú legðu fyrirtæki áherslu á að auglýsa sig upp í gegnum eitthvað já- kvætt ss. íþróttir. Því væri lag fyrir konur að ná til fyrirtækja og vekja athygli á kvenna- íþróttum með því að auglýsa fyrir þau. Birna setti fram hugmyndir um að kon- ur skilgreindu vandamálið og könnuðu t.d. viðhorf almennings og fjölmiðla til kvenna í íþróttum. í framhaldi af því væri hægt að skilgreina hvað væri að og hverju þyrfti að breyta. Síðan væri hægt að vinna sam- kvæmt þeim upplýsingum sem þá lægju fyrir. Mikill áhugi Að sögn Unnar Stefánsdóttur formanns Umbótanefndarinnar mætti fjöldi fólks á ráðstefnuna, sem sýndi að mikill áhugi væri fyrir þeim málum sem þar var fjallað um. Miklar umræður urðu eftir að erindi höfðu verið flutt. Meðal annarra tók til máls kona ein sem á tvö börn, er hafa stað- ið sig vel í tiltekinni íþróttagrein. Dagblöð fjölluðu um árangur þeirra og tíunduðu af- rek piltsins fram og til baka. Um systurina var sagt að hún hefði náð þessum árangri, væri gift tilteknum manni og ætti tvö börn! Unnur sagði enn fremur, að fjölmiðlar hefðu sýnt áhuga fyrir ráðstefnuna, einkum útvarpsstöðvarnar, en lítið hefði heyrst að henni aflokinni. „Hvað varðar einstakar íþróttagreinar, þá mega konur vel við una,“ sagði Unnur og nefndi þar sem dæmi kvennafótboltann. „Umfjöllunin í kringum velgengni íslenska kvennalandsliðsins hefur verið mjög mikil og það hefur sjálfsagt sín áhrif. En við erum einhvers staðar á eftir körlunum á flestum sviðum. bæði hvað varðar aðstöðu í íþróttahúsum, þátttökufjölda í íþrótta- greinum og fjármagn sem kvennaíþróttir hafa úr að spila.“ Unnur sagði að þessi mismunun milli kynjanna hefði ekki verið mæld. þannig að erfitt væri að gera sér nákvæma grein fyrir stöðu mála. „Þátttaka kvenna í íþróttum hefur aukist, en áhrif þeirra á stefnumótun hefur ekki vaxið í sama hlutfalli. Konur á landsbyggðinni virðast vera miklu virkari í stjórnum og félagasamtökum heldur en kynsystur þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Ef til vill stafar það af því að hinum síðar- nefndu finnast önnur svið áhugaverðari en íþróttasviðið og vilja fremur eyða kröftum sínum á þeim. Þá eru fleiri möguleikar á höfuðborgarsvæðinu og úr fleiru að velja.“ 36' Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.