Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1994, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.12.1994, Blaðsíða 32
boltaíþróttir, því maður þarf að fórna miklu meiri tíma í það, gera helst ekkert annað. Bestu sundmenn í heimi æfa 7-8 tíma á dag. Hugarfarið er að taka því sem að höndum ber. Unglingar í dag virðast ekki tilbúnir til þess að fórna sér á þennan hátt. Ég segi að þama sé um að kenna hug- arfarinu hjá þessum krökkum sem eru að koma upp nú. Þau setja markið ekki nógu hátt. Svo glepur svo margt þegar þau eru orðin 15-16 ára og það er erfitt að halda sínu striki. Alltof mörg þeirra vantar metn- aðinn. Ef maður á slæman dag í fótbolta, þá eru tíu aðrir til að bjarga málunum fyrir þig. I sundinu verður maður eingöngu að treysta á sjálfan sig. Sjálfsaginn verður því að vera fyrir hendi. í tíu ár vaknaði ég klukkan hálf sex á morgnana til þess að koma mér á æfingu. Svo var æft til átta, síðan unnið til fjögur og þá dembdi ég mér aftur á æfingu til klukkan níu á kvöldin. Þetta er mikið álag og ég myndi ekki treysta neinum út í það nema hann hefði þá tækni, þol, kraft og það hugarfar sem til þarf. Það þarf ótrúlega þolinmæði í æfing- arnar, því keppnir eru tiltölulega fáar. Við- komandi verður að hafa þolinmæði til að æfa stöðugt frá því í september þótt hann viti að hann þarf ekki að skila árangri fyrr en í mars. Það þýðir ekki að ætla að taka sundið með trukki þegar æfingarnar hafa staðið yfir í mánuð.“ Vill sjá metin falla Eins og áður sagði á Eðvarð Þór glæsi- legan feril að baki. 1983 varð hann í 2. og 3. sæti á Norðurlandameistaramóti ung- linga. 1985 varð hann 6. í 100 m baksundi á Evrópumeistaramóti. 1986 setti hann fyrsta Norðurlandametið á heimsmeistara- mótinu á Spáni og varð í 8. sæti. Um ára- mótin sama ár varð hann 3. í 200 m baksundi í Evrópubikarkeppninni. 1987 setti hann annað Norðurlandamet og varð 4. á Evrópumeistaramóti. „Olympíuleikarnir ‘88 fóru alveg í vaskinn hjá mér. Ég var búinn að ofgera mér og fá meir en nóg af sundinu. Ég hugsaði með hryllingi til þess að þurfa að stinga mér ofan í laugina. Þá tók ég mér al- gjört frí í nokkurn tíma. En mér fannst ég hafa hætt alltof snöggt og fannst ég þurfa að sanna það fyrir mér að ég gæti náð mín- um fyrri tímum aftur. Ég vildi hætta á þokkalegan hátt. Eftir eitt og hálft ár fór ég því aftur að æfa og gekk mjög vel á árinu ‘90. Ég fór svo að slá þessi gömlu met '91 og sló þá eitt besta metið mitt í 200 m á heimsbikarmóti í Bonn, þar sem ég varð áttundi. Það er næstbesta metið sem ég á í dag. 1992 tók ég þátt í heimsbikarmóti í París og endaði í 5. sæti í 50 metrunum á íslandsmeti. Þá var ég búinn að fá nóg, bú- inn að ná mínu fyrra og var orðinn sáttur. Þá var tímabært fyrir mig að snúa mér að öðrum málum, enda orðinn 25 ára. Um leið og hugurinn er hættur að tala sama mál og líkaminn er kominn tími til að hætta að hamast í lauginni 5-6 tíma á dag.“ Eðvarð Þór sagði að sætustu sigrana á ferlinum hefði hann unnið þegar hann setti fyrsta Norðurlandametið og varð svo í 3. sæti í Evrópubikarnum. Hann hefði verið kjörinn Iþróttamaður ársins 1986 og það væri heiður sem geymdist en gleymdist ekki. „Það er skrýtið að hugsa til þess nú, að þegar ég var að setja þessi met, sem ennþá eru til staðar, ss. Norðurlandametin, sem komu mér f úrslit á stærstu mótum í heim- inum, þá hugsaði ég með mér að það væri svakalegt ef einhver færi að taka þessi met af mér. Svona var ég mikill „egóisti!“ En núna, þegar ég sé að framþróunin stöðvast á því að það er engin auglýsing fyrir hendi, enginn sem er að gera neina reglulega góða hluti á alþjóðlegum vettvangi, er ég farinn að óska þess að það komi nú einhver sem breyti þessu ástandi og fari að rúlla yfir þessi met. Ef þau yrðu slegin þá væri sá sem það gerði kominn á heimsmæli- kvarða, sem þýddi auglýsingu fyrir íslenskt sundlíf. Ég er því búinn að skipta um gír og farinn að ýta vel við þeim sem ég held að geti hirt metin af okkur sem voru upp á okkar besta frá 1986 - ‘90. Mig er farið að langa til að opna blöðin og sjá að einhverj- ir krakkar séu að gera það virkilega gott.“ Með solsting í hjólastól Þegar íþróttamenn ná svo langt sem Eð- varð Þór fylgja því óhjákvæmilega mikil keppnisferðalög. „Þessar keppnisferðir eru þannig að maður fer á staðinn, æfir, borðar og sefur til að undirbúa sig undir átökin. Ég á óskaplega fáar minningar frá þeim stöðum sem ég hef komið á. Maður er bundinn við hótelið og sundlaugina. Þó eru mér minnisstæðar heimsóknir til Austur-Þýskalands og Búlgaríu áður en járntjaldið féll. Þar bar margt fyrir augu sem mér þótti leiðinlegt að horfa upp á. Það var ótrúlegt hvað hægt var að bjóða fólkinu. Svo er mér minnisstæð ferð á spánska opna meistaramótið 1988. Mér gekk mjög „Um leið og hugurinn er hœttur að tala sama mál og líkaminn er kominn tími til að hœtta að hamast í lauginni 5-6 tíma á dag. “ 32 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.