Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2000, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.05.2000, Blaðsíða 11
- Á veturna stundar Elma Lísa nám viö Leiklistarskóla íslands og ef allt gengur aö óskum útskrifast hún í vor. En á sumrin einbeitir hún sér að jafningjafræðslunni og því fróðlegt aö vita hvaö þau eru aö fást við þessa dagana? „Við erum í raun að Ijúka sumarstarfinu í næstu viku. Sumarið er búið að vera einstaklega viðburðaríkt og skemmtilegt. Við höfum verið að fræða krakkana í Vinnuskóla Reykjavíkur um skaðsemi vímuefna auk þess sem við höfum selt jafningjafræðsluna út á land og það hefur gengið mjög vel." - Hvaö hafið þiö verið aö gera með krökkunum í Vinnuskólanum? „Þau hafa komið í heimsókn og eytt heilum degi með leiðbeinendum okkar þar sem þau hafa fengið fræðslu og verið í hópefli. Þá fórum við t.d. með 9. bekkinn í bíó en 10. bekkirnir fóru til Hveragerðis. Einnig höfum við selt fræðsluna út á land og þá sendum við leiðbeinendur okkar til að fræða krakkana um skaðsemi vímuefna." - Er þetta fyrsta áriö sem þiö vinniö meö krökkunum í Vinnuskóla Reykja- víkur? „Nei, þetta er fjórða sumarið sem við fáum þau í heimsókn til okkar. Þetta hefur gengið vel og krakkarnir eru flest mjög áhugasöm og gera sér yfirleitt grein fyrir skaðsemi vímuefna." - Eru þau áhugasöm og góöir hlustendur? „Já, þau eru það en að sjálfsögðu eru hóparnir sem við fáum misjafnir. Krakkana hlakkar til að koma í heimsókn því við pössum okkur á að hafa þetta skemmtilegt 1 bland við fræðsluna svo að við náum betur til þeirra. Með þessu halda þau einbeitingu út daginn og fylgjast vel með. Einnig eru þau á launum daginn sem þau dvelja hjá okkur og þeim finnst þetta skemmtilegra heldur en að reyta arfa. Þau eru því yfirleitt mjög jákvæð þegar þau homa." - Hvernig er venjulegur dagur hjá ykkur? „Við erum með fræðslu fyrir 8., 9. og 10. bekk og ef við tökum t.d. 9. bekkinn þá mæta þau til okkar klukkan níu um morguninn. Þar er tekið manntal og þeim síðan skipt niður í hópa. Leiðbeinendurnir byrja síðan á hópefli þar sem krakkarnir fara í leiki og kynnast. Síðan erum við með fræðslu til hádegis þar sem við segjum frá skaðsemi vímuefna og út frá því reynum við að fá þau til að ræða málin og segja sínar skoðanir. Með þessu vonumst við til að þau fari heim öðruvísi þenkjandi en þau voru og að þau hafi myndað sér einhverjar skoðanir og tekið afstöðu í þeim málefnum sem rætt er um. Eftir hádegi förum við síðan með þau í bíó þar sem þau fá ákveðnar spurningar fyrirfram og síðan er rætt um myndina að henni lokinni. Með þessu Ijúkum við deginum." - Eru þau opin og taka þátt í umræðunni? „Hóparnir eru að sjálfsögðu misjafnir en það er mjög gaman að vinna með þeim enda eru flestir hóparnir mjög skemmtilegir og gefandi og taka þátt í umræðunni. Þegar vel tekst til er náttúrulega gaman að vita að maður sé búin að láta gott af sér leiða og fá krakkana til að hugsa." - Þiö einbeitið ykkur aö 13 til 15 ára gömlum krökkum. Er nauðsynlegt aö byrja svona snemma meö forvarnir? „Já, ég held að það mætti byrja fyrr. Mesta forvörnin er í 9. bekk því að í 8. bekk komum við til þeirra og kynnum fyrir þeim Jafningjafræðsluna og fyrir hvað hún stendur þannig að þau séu betur undirbúin þegar við komum til þeirra að ári. Mér finnst að það mætti vera meiri fræðsla strax í 8. bekk um skaðsemi vímuefna enda ætla ég að beita mér fyrir því á næsta ári." - Hvenær byrja unglingar aö fikta meö áfengi nú til dags? „Það er allur gangur á því. Sumir byrja seint að drekka á meðan aðrir byrja í 8. bekk. Það er líka dálítið sérstakt að stundum fáum við heilu bekkina þar sem flestir eru búnir að prufa en svo eru aðrir bekkir þar sem enginn hefur snert á áfengi." - Er hægt aö lesa eitthvað út úr þessu? „Já, það er hægt. Ef einhver er byrjaður að drekka í vinahópnum þá er spennandi fyrir hina að prófa líka og því fleiri sem hafa prófað því líklegra er að hinir fylgi á eftir. Félagsskapurinn og vinahópurinn kemur því mikið við sögu í því hvenær unglingar byrja að drekka. Við leggjum mikið upp úr því að ræða um hópþrýsting og fyrirmyndir við unglingana og að þau taki afstöðu, þ.e.a.s. að þau geti sagt nei ef þau hafa ekki áhuga þrátt fyrir að flestir vinirnir séu farnir að prófa." Það virðist ekki vera vandamál fyrir þau (krakkana) að útveg sér áfengi eða hass. - Er auövelt fyrir unglinga aö nálgast áfengi nú til dags? „Já, mér heyrist það á krökkunum. Það virðist ekki vera vandamál fyrir þau að útvega sér áfengi eða hass. Það eru þá yfirleitt vinirnir sem þekkja einhvern sem getur reddað hópnum eða þau stela áfengi að heiman. Og samkvæmt þeim virðist vera auðveldara að verða sér úti um hass eða landa heldur en áfengi úr ríkinu." - Er áfengiö oft forsmekkur þess sem koma skal, þ.e.a.s. fylgja oft sterkari efni á eftir? „Já, tvímælalaust því um leið og búið er að opna einar dyr þá opnast fleiri á eftir."

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.