Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2000, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.05.2000, Blaðsíða 20
þessum tíma búa þau í ákveðnu meðferðar- og skemmtanaumhverfi, þ.e. við förum í íþróttahús, í körfubolta, fótbolta o.s.frv., ferðumst um landið, förum í útilegur o.fl. Þessir krakkar hafa ekki getu né elju til að sitja heilan dag í gegnum stíft talað prógramm eins og við fullorðna fólkið. Þess vegna erum við með þessa skemmtidagskrá. Þegar meðferðinni er lokið tekur við eins árs eftirmeðferð sem er í formi ráðgjafar, þar sem farið er yfir stöðuna og þeim hjálpað í gegnum atvinnumsóknir ofl. Við höldum því eins vel utan um þau og við getum. Þetta er langtímameðferð hjá okkur en er þó ekki lokað úrræði. Það eru allar hurðir opnar og þau mega ganga út þegar þau vilja. En það er hægt að telja nánast á fingrum annarrar handar þau skipti sem þau hafa gengið út." - Hvernig gengur að útvega þeim vinnu? „Það gengur mjög vel en það er eitt sem fólk áttar sig ekki á að á meðan þau voru í neyslu þá áttu þau alltaf peninga og ef þau vantaði fjármagn gátu þau búið það til með því að stela, svíkja og pretta. Um leið og þú ferð síðan að kenna þessum krökkum að haga sér í samræmi við það sem samfélagið ætlast til af þeim þá standa þau allt í einu frammi fyrir því að eiga ekki krónu. Vegna þess að þau kunna ekki þessa aðferð að verða sér úti um peninga á heiðarlegan hátt til að geta lifað af. En þarna koma félagsmálasamtök og dómsmálaráðuneytið inn í dæmið en við eigum í góðu samstarfi við þau vegna þess að 99% af krökkunum eigað afbrotaferil að baki." finna að þau eru að missa tökin eftir að hafa verið í meðferð. Þau nýta sér þetta í nokkrum mæli. Við hjálpum þeim einnig inn á áfangaheimili ef aðstæður heima fyrir eru þannig að þau geta ekki verið þar. Þau stunda ársprógrammið mjög vel sem segir það að við erum að gera rétta hluti." - En hvernig er að reka meðferðarheimili á Kjalarnesi? „Það er frábært og við gátum ekki verið heppnari með húsnæði. Þetta er aðeins út úr en samt inni í bænum og dvalargestir sjá alltaf borgarljósin sem tengir þau við bæinn. " - Hver eru helstu vandamál unglinga í dag almennt? „Þau eru margþætt og það er alls ekki auðvelt að vera unglingur í dag því það er stöðugt áreiti á þau, t.d. krafa um að standa sig, það er stíft skólakerfi,klæðnaður skiptir máli o.s.frv. Mér finnst samfélagið koma fram við unglinga af mikilli vanvirðingu. Unglingar eru hálfpartinn fyrir því þau eru að smjatta á lífinu og eru hvorki börn né fullorðin." - Er neyslan að aukast í dag? „Eg er búinn að vera í þessu alla ævi. Fyrst sjálfur dópaður og ruglaður og síðan edrú til margra ára. Mér finnst ástandið mjög svipað. Það eru sömu hlutir að gerast og fyrir 20 árum, það eru bara fleiri í neyslunni í dag en fyrir 20 árum og sá yngsti sem ég veit um var 10 ára. Ástæðan fyrir auknum fjölda í neyslu er fyrst og fremst sú að það er meira framboð af fíkniefnum og auðveldara að nálgast þau." - Þú segir aö 99% krakkanna sem koma til ykkar séu með afbrotaskrá á bak við sig og flest eru þau í mikilli neyslu. Stafar ykkar aldrei ógn af þeim? „Nei, þetta eru yndislegir krakkar og þegar rennur af þeim þá birtist barnið í þeim því öll höfum við þá þrá að vera elskuð. Því fleiri gaddaólar sem þau bera og úr því harðara umhverfi sem þau koma því mýkra er hjartað á bak við ólarnar. Þetta útlit er óttinn þeirra og aðvörun um að enginn megi koma nálægt þeim því þeim líði illa." - Þegar krakkarnir leita til ykkar veröa þau að ganga í gegnum þetta 9 vikna prógramm eða geta þau dvalið hjá ykkur í styttri tíma? „Þau geta komið til okkar í skemmri tíma. Einnig koma þau oft til okkar í vikudvöl ef þau - Er viö einhvern aö sakast? „Það er raunverulega ekki við neinn að sakast þessir krakkar eru sjálfum sér verstir. Það er enginn sem er ábyrgur fyrir þessu. Foreldrar eru að gera eins vel og þeir geta en þeir eru mishæfir til þess. Það vill enginn meiða börnin sín en stundum er það þannig að foreldrarþ kunna ekki betur. Það sem mér finnst erfiðast að horfast í augu við er að það er ekki nógu mikil vakning í þjóðfélaginu um þetta málefni og því erum við að missa stjórnina á þessu. Vímuefnaneysla er að verða of algeng, afbrotum og morðum hefur fjölgað. Þetta er allt að gerast þrátt fyrir að við séum að eyða fleiri milljörðum í þennan málaflokk." - Erum við þá með vitlausa stefnu í þessum málum? „Eg held að íslenska samfélagið og stjórnvöld eigi að setja þetta upp á borðið og spyrja hvað við séum að gera vitlaust. En ekki að verja og réttlæta þær aðferðir sem virka ekki. Við eigum að læra af mistökunum og viðurkenna þau. Ekki að koma með bráðabirgðalausnir og halda áfram í sama farinu. Við þurfum því að fara í naflaskoðun og þora að viðurkenna mistökin."

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.