Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2000, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.05.2000, Blaðsíða 32
- Æfir þú box? „Samkvæmt landslögum má ekki æfa box á Islandi en ég brýt þau nú samt tvisvar í viku. Ég æfi þetta aleinn og set upp boxhanskana en það er refsivert og jafnast líklega á við það að vera með e- töflur í fórum sínum." - Þannig að þetta er hálfgerður feluleikur hjá þér? „Nei, þetta er enginn feluleikur hjá mér og ég mun láta lögregluna taka mig fastan ef út í það fer. Ef þeir spyrja mig hvenær og hvar ég æfi þá mun ég segja þeim það og þeir geta þá mætt og stungið mér inn. Að mínu viti eru þetta fáranleg lög enda eru leyfðar samskonar íþróttir hér á landi þar sem þú mátt bæði sparka og kýla. Þetta gerist ekki fáránlegra." - Hefur þú boxað viö Bubba? „Nei, við tókum bara sýndarhnefaleika í einu áramótaskaupinu. Það var gaman að því en við þurftum að passa okkur á að koma ekki hreinum höggum hvor á annan. Strangt til tekið frömdum við lögbrot með þessu því það eru engin undantekningarákvæði í lögunum." - Ertu betri boxari en Bubbi? „Við erum með mjög ólíkan stíl. Ég nota fæturna til þess að vera hreyfanlegur og kem inn höggum sem bíta ekki neitt en Bubbi er með Mike Tyson stílinn, er höggþungur. Hann tæki mig líklega í einni lotu nema ég næði að dansa stanslaust í kringum hann þannig að hann kæmi ekki á mig höggum. En Bubbi er betri enda stundaði hann box í Danmörku og hefur því ákveðið forskot." - Ef við förum út í dálítið aöra sálma þá hefur þú starfað lengi sem fréttamaöur og því fylgst vel með hvað er að gerast í þjóöfélaginu. Hvernig finnst þér ástand fíkniefnamála hér á landi? „Mér finnst ástandið í fíkniefnamálum sýna mikinn tvískinnung og þar liggur vandinn í baráttunni gegn vímuefnum. Áfengi er leyft og það er í lagi að allir séu fullir. Ég vil að menn taki betur á vímuefnavandanum í heild. Það má ekki taka eitt vímuefni út og segja að það sé allt í lagi en banna síðan önnur. Þetta verður að fylgjast að." Bubbi er með Mike Tyson stílinn. Hann tæki mig líklega í einni lotu nema ég næði að dansa stanslaust í kringum hann þannig að hann kæmi ekki á mig höggum - Hvernig er hægt að leysa þetta? „Ég vil að menn beini meiri orku að eftirspurnarþættinum heldur en framboðsþættinum. Þetta hafa þjóðirnar í Suður-Ameríku bent Bandaríkjamönnum á og vilja meina að þeir séu alltaf að djöflast í Bólivíu og Kólumbíu til að koma í veg fyrir að vímuefnin komist úr landi en sjálfir öskri þeir á að fá þetta til sín. Suður- Ameríkumenn vilja að þeir fari heim og dragi úr eftirspurninni því þá hætti þeir að framleiða. Það er mikið til í þessu og svona ætti að vinna þetta hérna hjá okkur. Það þarf að minnka eftirspurnina eftir áfengi. Hérna þurfa allir að detta í það vikulega, þetta er orðin eins og skylda um hverja helgi. Þessu þarf að breyta og þá mundi drykkjan minnka." - En þetta er líklega erfitt í fram- kvæmd? „Ég geri mér fulla grein fyrir því. En þetta er andlegt og ég vil að við kennum skólabörnum, á aldrinum 13 til 14 ára, námsgreinina áhættufræði. Þar yrði mælt hvað það er mikil áhætta að stökkva út úr flugvél með fallhlíf, að reykja og að byrja að drekka áfengi. Síðan þyrftu allir að stökkva út úr flugvél í lokin því það kæmi í ljós að þar lægi minnsta áhættan. Þá myndu unglingar líta eigin ábyrgð og þá áhættu sem þeir taka allt öðrum augum en núna. I dag segja unglingar að það sé allt í lagi að byrja að drekka og reykja því maður hætti bara þegar maður vill. En svo kemur í ljós að það eru í kringum 15% sem geta ekki hætt þegar þeir ætla sér það. En í raun eru það miklu fleiri en 15% sem drekka og reykja of mikið. Þetta kemur bara ekki fram í skýrslum því mjög stór hluti af áfengissjúklingum fer aldrei í meðferð heldur." - Og sjálfsagt vilja þeir ekki viðurkenna að þeir eigi í erfiðleikum? „Nei, þeir vilja aldrei og munu aldrei viðurkenna það og skyldudjammið um helgar sér fyrir því. Þeir geta auðveldlega verið út úr heiminum 104 daga á ári enda er það talið fullkomlega eðlilegt miðað við hvernig skemmtanalífíð er í dag á Islandi. Það er eðlilegt að vera fullur um hverja helgi bæði föstu- og laugardaga." - Heldurðu aö þetta hafi orðið svona þegar bjórinn var leyföur? „Við gátum ekki haldið áfram að vera bjórlaus þjóð ein þjóða því við verðum að fylgja þjóðarsamfélaginu og vera með svipaðar reglur. Og fyrst við gerum það geta menn ekki sagt í öðru orðinu að við ætlum að vera með svipaðar reglur en í næsta orði að við ætlum ekki að taka mark á þeim og öllum þeim erlendu rannsóknum sem sýna okkur að því auðveldara sem er að ná í vímuefni því meiri er neysla þeirra. Ég kaupi það ekki að við vinsum úr það sem okkur hentar frá öðrum löndum en ef það kemur illa við okkur þá ýtum við því til hliðar."

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.