Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 2
*r Fyrsti bekkur í Vélskólanum i Reykjavík 1948—'49. því. Við höfum ásett okkur það fyrir löngu, og við endurnýjum þann ásetning nú við hinn nýja fána, að fylgja jafnan svo vel og viturlega mál- um okkar, að enginn geti með réttu sakfellt okkur, og heldur skulum við þola órétt en fremja. Nafn Vélstjórafélagsins er skráð gullnu letri á hinn hvíta feld, og við munum kappkosta að vanda svo starf okkar og framkomu alla, bæði sem félag og einstaklingar, að nafn vélstjóra- stéttarinnar verði jafnan skráð gullnu letri i framtíðarsögu hinnar íslenzku þjóðar“. Nú munu menn segja að það sé næsta lágkúru- legur hugsunarháttur að vilja jafnan með friði fara mitt í þeirri önn og ofríkisheigð, sem hvar- vetna blasir við augum. En eiga ekki einmitt hér við orð snillingsins St. G. St., þó hugsuð séu í nokkuð öðru tilefni: Þegar sérhver ganti og gjóstur grunnhyggnina æsti í róstur, stærstan huga þurfti þá að þora að sitja hjá. Og væri ekki margt á annan veg og betri, ef meira og gagnkvæmara traust, meiri tilhliðr- unarsemi ríkti meðal manna og stétta. Vélstjórarnir hafa á fundum sínum meira talað um samvinnu og samninga, en minna um kröfur og baráttu. Og af þessu hafa fram- kvæmdir þeirra í félagsmálunum mótazt. En þrátt fyrir allt hefur hlutur vélstjóranna, að mínum dómi, yfirleitt ekki orðið minni og stríðskostnaður enginn. Fjörutíu ára reynsla þessara félagssamtaka er nokkurs virði í þeim efnum fyrir þá, sem framvegis bera merki þess. Aukin vélfrceöikennsla. Það, sem Vélstjórafélagið hefur unnið á und- anförnum árum að því að auka tæknikennslu í landinu, er um margt ekki ómerkilegt, og vel þess vert að rifja upp í sambandi við þessar afmælishugleiðingar. Eitt fyrsta verk áttmenninganna, sem stofn- uðu Vélstjórafélagið 20. febrúar 1909, var að undirbúa þetta mál, jafnhliða því að lög yrðu sett um vélgæzlu í skipum. Þessir fyrstu ís- J 5D V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.