Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 26
VÍKINGURINN tekur nú upp þá nýbreytni, samkv ssmt eindregnum óskum ýmissa kaupenda, að birta sér- stakan skákdálk. Hefur góðkunnur skákmaður, Guðjón M. Sigurðsson, tekið að sér að annast þennan þátt fyrir blaðið. Ahugi á skák er mikill hér á landi og fer vaxandi. Væntir blaðið þess, að skákdálkurinn eigi eftir að ná vinsældum og verða ýmsum til skemmtunar. — Ritstj. Skákþing Reykvíkinga 1949 Skákþingi Reykvíkinga er nýlokið og lauk því með sigri hins gamalkunna Eggerts Gilfers. Hann vann alla keppinauta sína, þar á meðal Norðurlandameistarann Baldur Möller, að undanskildu einu jafntefli, og hlaut því 6V2 vinning. Annar í röðinni varð Baldur Möller með 6 vinn- inga, aðeins hálfum vinning neð- ar. Hann vann því alla nema Gilfer. Þriðji varð Sturla Péturs- son með 4 vinninga. Fjórði og fimmti urðu þeir Árni Stefánsson og Benóný Benediktsson með 3 vinninga hvor. Þeir munu heyja einvígi um þátttökuréttindi í næstu Landsliðskeppni, sem fram fer í marz n. k. Sjötti og sjöundi urðu þeir Sigurgeir Gíslason og Pétur Guðmundsson með 2 vinninga hvor. Áttundi varð Steingrímur Guðmundsson með 1 % vinning. Keppnin milli Gilfers og Baldurs var afar tvísýn allt fram í síðustu umferð, en þá var Eggert Vz vinn- ing ofar og þurftu því báðir að leggja sig fram, og svo fór, að Baldur vann sína skák eftir stutta við- ureign, en Gilfer leiddi skák sína til sigurs, hægt og bítandi, en öruggt, og vann sæmdarheitið Skákmeistari Reykjavíkur 1949. Þetta er í þriðja skiptið sem Eggert Gilfer vinnur þennan titil. — í fyrsta flokki voru 14 þátttakendur og var honum skipt í tvo flokka, A og B flokk. í A-flokki urðu efstir þeir Ingvar Ásmundsson, sem er aðeins 14 ára gamall, og Björn Jóhannesson, með 5 vinninga hvor. 1 B-flokki varð Þórir Ólafsson efstur með bVz vinning og Ólafur Einarsson annar með 5 vinninga. Þessir fjórir, þar af þrír innan við tvítugt, (allir nema Ólafur), áttust við í úrslitakeppni og urðu úrslit þau, að efstur varð Þórir Ólafsson með 4% v., annar varð Ingvar Ásmundsson með 3% v. Þriðji og fjórði urðu þeir Björn Jóhannesson og Ólafur Einars- son með 2 v. hvor. Tveir þeir fyrrnefndu færast upp í meistaraflokk. i Hér á eftir fara tvær skákir. Sú fyrri milli Baldurs og Gilfers, en það var eins og menn vita úrslitaskák mótsins í meistaraflokki. Síðari skákin er úr fyrsta flokki, og sýnir hún ótvírætt þann þroska, sem þar er í skák nú í dag. Hvítt: BALDUR MÖLLER. Svart: EGGERT GILFER. Drottingarbragð. 1. d2—d4 d7—d5 2. c2—c4 e7—e6 3. Rbl—c3 Rg8—f6 4. Bcl—g5 Bf8—e7 5. e2—e3 Rb8—d7 6. Rgl—f3 b7—b6 7. c4xd5 Rf6xd5 8. Rc3xd5 e6xd5 9. Bg5xe7 Dd8xe7 10. Bfl—d3 De7—b4f Hingað til hafa meistararnir teflt afbrigði af hinni svoköliuðu orthodox-vörn við drottningarbragði, en hér breytir Gilfer út af því. 11. Ddl—d2 Db4xd2f 12. Iíelxd2 Bc8—b7 13. Hhl—cl Eins og skákin fór, virðist hafa verið betra að leika 13. Ila—-cl. Ha8—c8 14. Bd3—f5 f7—f6 Hvítur hótaði 15. Re5. 15. Hcl—c3 g7—g6 16. Bf5—h3(?) Ke8—e7 74 V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.