Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 21
Félagssamtök síldarsaltenda Hinn 20. júlí s.l. sumar komu nokkrir síldarsaltendur og umráðamenn söltunarstöðva saman á fund á Siglu- firði og ræddu um möguleika á stofnun félagsskapar er ynni að hagsmunamálum þeirra, sem hefðu síldar- söltun að atvinnu. Á þessum fundi kom það skýrt í ljós, að salt- endur og forsvarsmenn söltunarstöðva hafa mjög mik- inn og vaxandi áhuga á að koma á fót vel skipulögðum samtökum fyrir þessa atvinnugrein og að saltendur fái mjög aukna íhlutun um meðferð þessara mála fram- vegis. Á fundi þessum voru þrír menn kosnir til undir- búnings stofnunar félagsins, og hinn 4. ágúst s.l. var félagið formlega stofnað og lög þess samþykkt. Nafn þess er: Félag síldarsaltenda, og hefur félagið aðsetur á Siglufirði. Markmið félagsins er 1) að efla samtök saltenda og fá inn í félagið sem flesta af umráðamönnum þeirra rúmlega 40 söltunarstöðva, sem nú eru starfræktar á Norðurlandi. 2) að vinna að því, að sem hagkvæmust innkaup fáist á tunnum, salti, reknetum og öðrum rekstursvörum til söltunarinnar. 3) að vinna eftir mætti að aukningu síldarsöltunar og æskja eftir nánari sam- vinnu og fyllri upplýsingum frá þeim aðilum er af hálfu hins opinbera fjalla um þessi mál á hverjum tíma. 4) að vinna að breytingu á lögum um Síldarút- vegsnefnd, þannig, að síldarsaltendur fái kosna a. m. k. tvo nefndarmenn af fimm, og séu þeir kosnir af Félagi síldarsaltenda. Félagið hefur haldið nokkra fundi og tekið fyrir ýmis vandamál, er nú styðja að söltuninni. Ber þar fyrst að nefna hið síhækkandi verð á innlendum tómtunnum. Telja saltendur öll tormerki á að unnt verði að selja saltsíld svo nokkru nemur, meðan verð umbúðanna er jafn óhóflegt og nú á sér stað, og sem því miður virð- ist stórhækka á hverju ári. Eftirfarandi tillaga um þetta efni hefur verið samþykkt einróma: „Fundur í Félagi síldarsaltenda, haldinn að Hótel Hvanneyri, Siglufirði, 10. desember 1948, kýs þriggja manna nefnd til að vinna að því við Viðskiptanefnd og ríkisstjórn, að fá innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir tómtunnum og salti til notkunar næsta sumar, þar sem tunnur þær, sem smíðaðar eru í landinu, hækka í verði ár frá ári og eru orðnar það dýrar, að vafa- samt sé að hægt verði að selja síld á næstunni svo nokkru nemur í svo dýrum umbúðum. Telji Viðskipta- nefnd og ríkisstjórn hins vegar nauðsynlegt af öðrum orsökum, að tunnurnar séu framleiddar í landinu, legg- ur félagið höfuðáherzlu á að verð innlendu tunnanna sé VÍKINGUR lækkað til samræmis við það verð, sem er á innfluttum tunnum. I nefnd þessa voru eftirtaldir menn kosnir: Sigfús Baldvinsson, Hjörtur Hjartar og Daníel Þórhallsson. Félagsmenn telja sölu og afhendingu síldar til Amer- iku á þessu ári mjög varhugaverða, eins og hún var framkvæmd, og er það álit saltenda, að stöðvunum sé um megn að standast þau áföll og þá áhættu, sem slíkt afhendingarfyrirkomulag getur orsakað. Stjórn í Félagi síldarsaltenda skipa þessir menn: Sigfús Baldvinsson formaður, Hannes Guðmundsson og Daníel Þórhallsson. Varastjórn skipa: Finnbogi Guð- mundsson, Skafti Stefánsson og Kristinn Halldórsson. („Dagur" 5. jan. 1949). Nýtt veiðarfæri Danir hafa nú tekið í notkun nýtt veiðarfæri til síldveiða, og hefur það vakið mikla athygli meðal síld- veiðiþjóða. Það eru danskir fiskimenn á Skaganum á Jótlandi, sem fyrstir hafa reynt veiðarfæri þetta, enda er uppfinningamaðurinn, Robert Larsen netagerðar- maður, Skagabúi. Veiðarfæri þetta er eins konar drag- nót eða flotnót, sem hægt er að stilla grunnt eða djúpt í sjónum, eftir því sem henta þykir. Matthías Þórðarson frá Móum, fyrrum ritstjóri, lýsir hinu nýja veiðarfæri á þessa leið: Að tilbúningi þessarar flotnótar, „Atomtrasslen", sem fiskimenn á Skaga kalla þetta veiðarfæri, hefur upp- finningamaðurinn unnið í 13 ár. Tveir kútterar fiska saman með einni nót. Stálvírar halda henni upp grunnt eða djúpt í sjónum eftir því, sem síldin er og er auð- velt að stilla hana hvar sem er í sjónum. Nótin er 16x16 m. breið og pokinn 60 m. langur. Sumir kútter- arnir hafa bergmálsdýptarmæli til þess að finna síld- ina og hefur hann reynzt vel. Þeir kútterar, sem þegar hafa notað nótina, hafa fengið allt að 800 kassa í veiðiferð og hafa haft um 1500 krónur til skipta milli bátanna, þegar þeir, sem reynt hafa með öðrum veiðarfærum, hafa ekkert fengið. Fiskimennirnir eru þeirrar skoðunar, að með því að nota þessa nót, gefist þeim tækifæri til að byrja síld- veiðar á miðum djúpt í Skagaflóa og Norðursjónum, fyr en áður hefur verið gert og að önnur veiðarfæri séu alls ekki samkeppnisfær, og jafnframt að síld- veiðar í Danmörku eigi mikla framtíð fyrir sér með notkun þessa veiðarfæris. Fiskimenn hvarvetna í Danmörku hafa snúið sér 69

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.