Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 25
Ketiltaflan í varastöðinni við Elliðaár. Sbr. greinina „Atvinnumöguleikar vélstjóra", bls. tíH o. afr. miklum og margháttuðum fróðleik, ekki sízt um frásagnarverða menn, atburði, atvinnulíf og menningu á Austfjörðum á seinni helmingi 19. aldar. Var mér það því óblandið fagnaðar- efni, að honum gafst á síðari árum tóm til að rita og tækifæri að birta á prenti ýmislegt af þeim þjóðlega og sögulega fróðleik, sem hann hafði dregið á land og bjargað frá glötun, er þess og að vænta, að handrit hans um þau efni, og endurminningar hans, varðveitist frá gleymsku með sama hætti. Minnisstæður er mér því fróSleiJcsmaðurinn, þegar ég hugsa til æskuvinar míns Ásmundar frá Bjargi, en ekki er mér síður lifandi í minni drengskaparmaðurinn heillundaði og trygg- lyndi. Bjart er því um minningu hans í huga mínum, enda féll aldrei neinn skuggi á vináttu okkar. Styrktist hún á ný við heimsókn mína á heimili hans í Reykjavík í heimferð minni lýðveldishátíðarsumarið og við aðra samfundi í þeirri ógleymanlegu för til ættjarðarinnar. Og það fann ég á honum í einu samtali okkar þá um sumarið, að eigi myndi honum óljúft, að ég legði laufblað á legstað hans, ætti ég, eins og líkur stóðu til, lengri lífdögum að fagna. Sköp hafa nú skipt því þannig, að svo er orðið. Og heilum huga vil ég með kveðjuorðum þess- um votta honum hjartans þökk mína og minna fyrir vináttu hans, fræðslu og drengskap. Gæfa er það að hafa átt og mega minnast slíkra vina. Ásmundur Helgason var maður líftrúaður, fasttrúaður á framhald lífsins eftir líkamsdauð- ann og framhaldandi þroskaferil mannssálar- innar. Því sæmir vel að kveðja hann með þess- um orðum: „Krjúptu að fótum friðarboðans, ' fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim“. Jón: — Hvers vegna ertu svona úrillur? Björn: — Ég er alveg uppgefinn á konunni. Á hverj- um einasta degi suðar hún og nauðar: Láttu mig fá peninga, ég þarf á peningum að halda! Jón: — Hvað gerir hún við alla þessa peninga? Bjöm: — Peninga! Hún fær aldrei nokkurn eyri hjá mér! V í K I N G U R 73

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.