Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 28
 2 F i ■ amhaldssaga HáiíiöaliLÖlfliii VÍKINGS. í Cotfiieville Eftir Emile Zola. 3. kafli. Veður gerbreyttist um nóttina. Er Coquevillebúar vöknuðu næsta morgun, var komið sólskin og ládauður sjór. Þetta var hlýr, unaðslegur haustdagur. La Queue hafði risið manna fyrstur úr rekkju og var enn hálfsyfjaður. Hann horfði lengi til hafs, til hægri og vinstri. Loksins sagði hann ólundarlega, að hann yrði að minnsta kosti að reyna að uppfylla óskir Mouchels. Síðan lagði hann strax af stað með Tupain og Brisemotte og hótaði Margot hörðu, ef hún gætti sín ekki. Þegar Zephir lét úr höfn og hann sá Baleine liggja enn fyrir akkerum, varð hann heldur hýrari: „Þeir fara víst ekki mikið á sjó í dag. Þeir þurfa að sofa úr sér, greyin!“ La Queue lagði netin jafnskjótt og Zephir var kom- inn á miðin. Síðan fór hann að vitja um álagildrurn- ar, sem þó veiðist fyrst og fremst humar í. En það var ekkert í þeim. 1 þeirri síðustu fann hann að vísu makríl, sem hann þeytti langt út á sjó í reiði sinni. Svona voru örlögin. Stundum fengu Coquevillebúar ekki bein úr sjó vikum saman og það var einmitt, þegar Mouchel þurfti sem mest á fiski að halda. Þegar La Queue dró inn netin nokkru síðar, var heldur ekkert í þeim. Hann steytti hnefana og bölvaði öllu. Hann afréð þó að leggja aftur, fara til lands og vitja svo um á nýjan leik. Meðan þessu fór fram, sváfu þeir Rouget, Fouasse og Delphin. Þeir komust ekki á fætur fyrr en um há- degi. Þeir mundu ekkert, en vissu þó, að þeir höfðu bergt á einhverju óvenjulegu, einhverju, sem þeir skildu ekki. Þegar þeir röltu niður af höfninni eftir hádegið, reyndi keisarinn að spyrja þá út úr um vínið, þar sem þeir voru nú með réttu ráði. Það var kannske eins og ákavíti með lakkríslegi út í — eða kannske frekar eins romm, sykrað og brennt? Þeir sögðu bæði já og nei, en af svörum þeirra grunaði keisarann, að þeir hefðu drukkið einhvern ávaxtalíkjör, en þoi'ði þó ekki að sverja það. Rouget og menn hans voru of dasaðir til að róa þennan dag. Auk þess vissu þeir, að La Queue hafði farið í róður árangurslaust og þeir töluðu um að fresta til morguns að vitja um álagildrurnar. Þeir sátu á steinum í fjörunni og horfðu á aðfallið. Þeir voru bognir í baki og hálfsofandi. Það var vont bragð í munni þeirra. Allt í einu hrökk Delphin upp. Hann stökk upp á stein, starði út á sjó og kallaði: „Sjáðu, formaður, sjáðu ... “. 76 „Hvað?“ spurði Rouget og teygði úr skönkunum. „Kútur!“ Rouget og Fouasse spruttu á fætur, augu þeirra ljómuðu og þeir störðu út að sjóndeildarhringnum. „Hvar er hann, drengur? Hvar er kúturinn?“ spurði Rouget og var mikið niðri fyrir. „Þarna — til vinstri — svarti bletturinn". Hinir sáu ekkert. Svo bölvaði Rouget allt í einu. Hann hafði einmitt komið auga á kútinn, sem sást greinilega í síðdegissólinni. Hann hljóp til'Balaine með Delphin og Fouasse á hælum sér. Bátur þeirra var einmitt að láta úr höfn, er það barst eins og eldur í sinu um Coqueville, að annar kútur hefði sézt á floti. Mann kölluðu: „Kútur! Kútur!“ „Sjáið þið hann? Straumurinn ber hann einmitt til Grandport!" „O —■ já, þarna til vinstri — kútur! Komið fljótt!“ Coquevillebúar létu ekki segja sér það tvisvar. Allir tóku á sprett niður yfir klettana, börnin hlupu eins og þau ættu lífið að leysa og konurnar lyftu pilsun- um með báðum höndum, til að geta farið sem skjótast. Áður en varði var hver sála í þorpinu komin niður í fjöru eins og kvöldið áður. Margot var þar aðeins andartak. Svo tók hún á sprett heim til föður síns. Hún ætlaði sér að segja honum tíðindin, en hann var þá einmitt að ræða einhver bæjar- stjórnaratriði við keisarann. Loksins kom La Queúe í Ijós. Hann var sótrauður af reiði og sagði við keisar- ann: „Þegiðu! Það er Rouget, sem hefur sent þig til mín, til að tefja fyrir mér. En honum skal ekki verða kápan úr því klæðinu. Sannaðu bara til!“ Þegar hann sá Baleine kominn 300 metra frá landi og róið lífróður út að svarta deplinum, jókst reiði hans um allan helming. Hann hratt Tupain og Brisemotte út í Zephir og um leið og þeir lögðu frá landi, heyrðu menn hann tauta fyrir munni sér: „Þeir skulu ekki ná honum! Fyrr skal ég hundur heita og detta niður steindauður!“ Það var dásamleg sjón, sem Coqueville var vitni að — kappróður milli Zephir og Baleine. Þegar áhöfn hins síðarnefnda sá hinn leggja af stað, skildi hún hvað í húfi var og reri af enn meira kappi en áður. Þá hefur bilið ef til vill verið um fjögur hundruð metrar, en þó voru möguleikarnir líkir, því að Zephir var létt- ari bátur og hraðskreiðari .Allt ætlaði því um koll að keyra á landi. Mahé-arnir og Floche-arnir skipuðu sér ósjálfrátt í tvo hópa, fylgdust af kappi með róðrinum VÍ KIN G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.