Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1949, Blaðsíða 12
skip til vöru- og mannflutninga. Öll þessi skip voj-u mönnuð íslenzkum vélstjórum. Af þessum og ef til vill fleiri ástæðum, var það ef til vill eðlilegt, að menn hefðu, í þá daga, meiri áhuga á eimvélafræðinni en mótorfræð- inni, enda fór svo við stofnun skólans, að e.im- vélafræðin skipaði öndregið, en samkvæmt kennslureglugerðinni, varð mótorfræðin sann- ég ekki leggja neinn dóm á, en hitt vil ég full- yrða, til verðugs hróss fyrir Vélstjóraskólann, að sú þekking, sem vélstjórarnir höfðu fengið þar í mótorfræði, reyndist allhaldgóður grund- völlur til að byggja á þegar á þurfti að halda. Nokkur ár liðu enn svo lítið bar á fjölgun mótorskipanna hér á landi, öðrum en lítilla fiskiskipa. Flestir vélamenn á þeim voru þeir, Einn af þremur hjálparmótorum í mótorskipi af líkri stærö og Goðafoss. kölluð hornreka, að svo miklu leyti, sem hún féll ekki saman við eimvélafræðina. Árin liðu og allt mjakaðist hér áfram sinn vanagang. Við íslendingar eignuðumst ný og vönduð skip, en fáir virtust koma auga á hag- kvæmni hinnar nýju vélartegundar, dieselvél- arinnar, sem farið var að smíða í tuga eða hundraðatali víða um heim og setja í skip af öllum stærðum. Þannig var þessum málum komið síðari hluta ársins 1928, þegar ríkisstjórnin reið á vaðið og gerði samning um smíði hins fyrsta diesel- mótorskips, sem smíðað var handa Islending- um. Það var varðskipið Ægir. Nú vaknaði sú spurning hjá hinum ráðandi mönnum, hvort ó- hætt væri að trúa íslenzkum vélstjórum fyrir því að fara með hinar nýju, margbrotnu og fullkomnu vélar skipsins. Endirinn varð þó sá, eftir að málið hafði verið athugað, að skipið var mannað íslenzkum vélstjórum. Það er augljóst mál, að með þessu fengu vél- stjórarnir ný viðfangsefni að leysa, ef til vill nokkuð erfið í fyrstu, því þeir höfðu litla þjálf- un í umhirðu og eftirliti með slíkum vélum. Hvernig þetta hefur farið þeim úr hendi, mun sem lokið höfðu mótorvélstjóraprófum Fiski- félags íslands, en fulllærðir vélstjórar litu yfir- leitt ekki við þessum skipum, enda næg atvinna fyrir þá á eimskipunum. Fáeinir munu þó hafa verið á fiskibátum við og við og fengið þar nokkura þjálfun í gæzlu mótora, sem eflaust hefur komið þeim að góðu haldi síðar. Þegar litið er um öxl, allt til þess tíma, er hið fyrsta mótorknúna kaupfar var smíðað, og manni verður hugsað um þær gífurlegu og hraðfara breytingar, sem orðið hafa á skips- mótorunum á þeim 87 árum, sem síðan eru liðin, verður ljóst, að sá vélstjóri, sem lauk prófi um líkt leyti eða rétt á eftir og ekki hef- ur haft verklega þjálfun í mótorgæzlu, hefur orðið að leggja á sig mikla vinnu til þess að fylgjast vel með öllum nýjungum, sem orðið hafa á sviði mótortækninnar, svo hann sé alltaf fær um að takast á hendur vélstjórn á fullkomnu mótorskipi, því það er óhætt að fullyrða, að engin aflvélategund er til af jafn mörgum gerð- um og jafn margbrotin og mótorinn. Islenzkum mótorskipum hefur fjölgað nokkuð á síðustu árum, svo að nú munu vera til í land- inu tæp 20 slík skip til vöru- og mannflutninga, 60 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.