Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Blaðsíða 7
Evrópu og fjarlægari austur- lönd. Og þegar hann árið 1916 yfirgaf leiðangur minn, var hann einnig viðurkenndur og virtur fyrir störf sem náttúru- fræðingur, landfræðingur og veðurfræðingur, og hafði um langt tímabil starfað sem að- stoðar leiðangursstjóri minn. Fyrri heimsstyrjöldin var í algleymingi, og honum fannst, að ættjörð hans ætti tilkall til starfskrafta hans. Sæmdur heið- urstitli sem kafteinn, tók hann sem yfir-ljósmyndari þátt í öll- um þeim orustum, þar sem Ástralíumenn komu við sögu á vesturvígstöðvunum, og særðist níu sinnum. Eftir styrjöldina var víðast- hvar í veröldinni hægt að rekast á Wilkins. Árið 1929 giftist hann hinni fögru leikkonu Suzanne Bennet, og notaði þá sínar tak- mörkuðu frístundir til þess að dvelja í íbúð þeirra í New York eða sveitasetri þeirra í Penn- sylvaníu. En ef hann hafði dvalist lengur en fjórar vikur í kyrrð heimilislífsins, fannst hon- um ávallt eins og hann væri að verða jarðgróinn. Sem aðstoðarforingi brezka íshafsleiðangursins 1920—’21, sýndi Wilkins ágæti sitt sem landmælingamaður. I starfinu við að mæla upp ísi þaktar land- ræmur, sem ekki höfðu áður ver- ið kortlagðar, var Wilkins oft dögum saman úti fyrir strönd- inni í opnum hvalbáti. Næstu tvö árin tók hann þátt sem dýra- fræðingur í síðasta leiðangri Shackletons til suðurskautsins. Hin líffræðilegu afrek hans höfðu vakið aðdáun stjórnarmeð- lima British Museum. Og hon- um var falin yfirstjórn á leið- angri til Ástralíu og nærliggj- andi eyja. Takmarkið var að ná nokkrum eintökum af fuglum og öðrum dýrategundum, er virtust í yfirvofandi hættu að verða út- dauðar. Hann lagði af stað árið 1923, og ég hitti hann árið eftir, er ég var á fyrirlestrarferð í Sidney. Hann hafði flogið veg- arspotta upp á 1500 km. til þess VlKINGUR að heilsa upp á mig, því hann reiknaði með. að ég sem ókunn- ugur í heimalandi hans gæti þurft á smávegis fyrirgreiðslu að halda“. Svipuð uppátæki gerði hann oft fyrir vini sína, og hann gerði það ávallt á þann hátt eins og það væri það sjálf- sagðasta í veröldinni. Orð verða litlaus og ófullnægj- andi, er maður reynir að túlka þá einstöku hjartahlýju, sem var sérkenni Wilkins. Það hvíldi yfir honum eitthvert seið- andi aðdráttarafl, og hann var sérstaklega næmur á vandkvæði og hugsanir annarra. • Wilkins notaði hálft ár fram- yfir tvö. er ákveðin höfðu verið í þennan leiðangur. Það var honum ekki nóg, að uppfylla að- eins hið samningsbundna verk- efni; meðal þeirra rúmlega 5000 afbrigða, er hann flutti með sér heim, auk hinna umbeðnu dýra- tegunda, varð aragrúi af lítt og óþekktum plöntutegundum og jarðfræðilegum fyrirbærum, og margt af því algerlega einstakt og ómetanlegt að verðmæti. Heildarkostnaður ferðarinnar fór aðeins 10 sterlingspundum fram yfir þá upphæð, sem hann upprunalega hafði óskað eftir. Aðeins stuttu eftir, að Ástralíu leiðangrinum var lokið, skrifaði hann mér frá London. Á sinn venjulega látlausa hátt skýrði hann frá því, að honum hefði verið fengin til umráða flugvél með snjóskíði, svo að hann gæti komi í veruleika þeirri gömlu hugmynd sinni, að gera tilraun til þess að lenda flugvél á ísbreiðunum í norðurpóls haf- inu. Þó að hann væri sjálfur reyndur flugstjóri, vildi hann einbeita sér að siglingafræðilegu hlið málsins, og spurðist fyrir um hvort ég gæti bent sér á ör- uggan flugstjóra. Ég hafði sam- band við Carl Ben Eielson og réði hann til ferðarinnar fyrir hönd Wilkins. Tilraunin heppnaðist dásam- lega að áliti Wilkins. Þrátt fyrir vélarbilun fimm tímum eftir að þeir lögðu af stað frá Point Barrow í Alaska, lentu þeir flugvélinni á ísnum eins og ráð- gert hafði verið. En á heimleið- inni varð vélin benzínlaus, rétt um sama leyti og þeir flugu inn í óveðursbelti. Eielsen varð að freista þess að lenda, þrátt fyrir náttmyrkur og fjúkandi stór- viðri, en lendingin heppnaðist. 1 þrjár vikur fréttist ekkert um þá. En dag nokkum komu þeir staulandi að kofadyrum hjá skinnaveiðimanni, sem varð þrumulostinn yfir að fá þessar mannverur utanúr auðninni á fjarlægum slóðum. Þeir voru nær dauða en lífi af hungri og þreytu, en Wilkins skýrði frá ferðalagi þeirra eins og ævin- týri, en ekki lífshættulegri reynzluför. Hann heimsótti mig stuttu síðar, og hin dökku augu hans ljómuðu af ánægju, meðan hann skýrði frá þeirri reynslu, er honum hefði áskotnast, um það hvernig hugsanlegt væri að lifa það, ef menn yrðu að nauð- lenda í ísauðnum norðurhafsins. Einn daginn, þegar hann hafði dottið niður um þunnan ís í 23 gráðu frosti, hefði hann reynt á sjálfum sér hina ævagömlu að- 47

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.