Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Blaðsíða 29
ekki, að hún væri saklaus, Ég sagði, að hún hefði verið sýkn- uð. Nú, það er það sama! Ekki alltaf. Haydock skipstjóri, sem var að berja úr pípunni sinni hætti því og leit á vin sinn íbygginn á svip. — Nú, það er úr þessari átt, sem vindurinn blæs. Þú held- ur sem sagt, að hún hafi ekki verið saklaus! Jah, ég veit það ekki. Anthony hafði þann sið, að neyta arsenik. Konan hans útvegaði honum það, og einn daginn hafði hann í ó- gáti tekið of stóran skammt. Voru þ>að hans mistök eða henn- ar? Það varð ekki sannað. Og rétturinn lét hana njóta þess vafa. Ég get ekkert sannað. En ég hefði þó gaman af að vita ... Heyrðu annars; þessi Merr- owdene var að fást við einhverj- ar efnasamsetningar í tilrauna- stofu sinni í gærkvöldi, eða var það ekki? Jú, hann minntist á tilraunir Marsh með arsenik, og sagði, að þú hlytir að vita um allt slíkt... það væri þín sérgrein... og hann glotti. Hann myndi ekki hafa talað þannig, ef hann hefði minnstu hugmynd um ... Þú átt yið, sagði Evans, að hann hefði ekki sagt þetta, ef hann vissi! Þú sagðir, að þau væru búin að vera gift í sex ár? Ég þori að veðja, að hann hefir enga hugmynd um, að konan hans er hin sama og hin fyrrum víðkunna frú Anthony. Og hann fær ábyggilega ekki vitneskju um það frá mér, sagði Haydock skipstjóri, fastmæltur. En Evans hélt ótrauður áfram bollaleggingum sínum. Þú trufl- aðir mig áðan. Eftir að hafa gert March blöndunina, hitaði Merrowdene einhvern vökva upp í glasi, málm botnfallið úr því leysti hann upp í vatni, og lét það síðan botnfalla aftur með því að setja í það silfurnitrat. Þetta var klórefna upplausn. Snotur en einföld. En af tilviljun varð mér litið í efnafræðabók, er lá opin á borðinu, og rakst á þetta lesmál: „H,SO leysir upp klór, VÍKIN GUR með efnaskiptingu yfir í CL,0. Ef þa<5 er hitaS upp, kemur fram snögg sprenging, navlösynlegt er því aS geyma slíka blöndun á köldum staö, og er stórhættuleg nema í smáskömmtum“. Haydock horfði undrandi á vin sinn. Og hvert ætlarðu svo í þessum hugleiðingum þínum? Ég vil aðeins undirstrika ,að í mínu starfi höfum við efna- greiningaraðferð, sem geta sann- að morð! Með þeim komumst við að raun um staðreyndirnar, ef við höfum ástæðu til þess að vantreysta vitnunum. En það er líka til önnur efnagreining á því, hvort um morð sé að ræða... býsna örugg ... en um leið nokk- uð hættuleg. MorSingi lætur sér sjaldnast nægja eitt afbrot. — Gefið honum frest og látið hann ekki verða varan neins gruns, og hann tekur til á ný. Maður er tekinn fastur... hefur hann myrt konuna sína eða ekki?... ef til vill verður hann ekki á- sakaður. En skyggnist inn í for- tíð hans ... og ef þú finnur út, að hann hefur verið marggiftur . . og þær eru allar dánar . . . ja, segjum undir dálítið sérstæðum kringumstæðum ? ... ja, þá ertu búinn að fá örugga sönnun. Ég á þar ekki við hina lögfræðilegu sönnun. Heldur á ég við sið- fræðilega fullvissu. Og þegar maður loks hefur fundið þetta öryggi, getur maður byrjað á því að leita að sönnunum. Nú. og hvað þá? Ja, nú er ég kominn að kjarna málsins. Þetta er allt tiltölulega auðvelt, ef það er einhver fortíð til þess að skyggnast í. En segj- um nú, að þú grípir slíkan morð- ingja í hans eða hennar fyrsta afbroti? Þá er af þessari aðferð ekki hægt að draga neinar álykt- anir. En ef sá, sem er fyrir rétt- inum, er sýknaður... og byrjar nýtt líf undir nýju nafni? Frem- ur morðinginn þá endilega ann- að afbrot? Það er heldur óskemmtileg hugsun! Heldurðu því þá fram ennþá, að okkur komi málið ekk- ert við? Já, ég geri það, ég tel, að þú hafir enga ástæðu til þess að bendla frú Merrowdene við neitt óheiðarlegt. Rannsóknarlögreglumaðurinn fyrrverandi þagði við nokkur augnablik. En sagði síðan með hægð: Ég sagði þér, að við hefð- um athugað fortíð hennar, en ekki fundið neitt athugavert. En þetta er ekki alveg rétt. Hún átti stjúpföður. Þegar hún var átján ára stúlka var hún mjög hrifin af ungum manni... og stjúp- faðir hennar neytti allra bragða til þess að stíja þeim í sundur. Eitt sinn fór hún í gönguferð eftir fjallvegi ásamt stjúpföður sínum, þar sem á einum stað var hættulegur gangstígur utan í brún. Það varð slys á leiðinni .. stjúpfaðirinn hafði farið of nærri brúninni... sem skriðnaði undan, og svo féll hann niður og beið bana. Þú heldur þó ekki... — Það var slysni. Slysni. Yf- irskammtur Anthonys af arsenik var líka slysni. Hún hefði aldrei verið kölluð fyrir rétt, ef það hefði ekki komið í ljós, að ann- ar maður var í spilinu ... hann hljóp að vísu frá öllu saman. En það varð ekki séð, að hann væri nærri því eins öruggur eins og rétturinn. Ég get alveg fullviss- að þig um Haydock góður, að í sambandi við þennan kven- mann óttast ég ný mistök eða ... slysni! Skipstjórinn gamli yppti öxl- um. — Það eru níu ár síðan þetta skeði. Hversvegna ætti nýtt „slys“ eins og þú kallar það einmitt að ske nú? Ég sagði ekki nú. Heldur ein- hvern góðan veðurdag. Ef nauð- syn bæri til. Skipstjórinn yppti öxlum að nýju. — Ég sé sann- arlega ekki, hvernig þú ættir að geta hindrað slíkt. — Það get ég heldur ekki, sagði Evans þreytu- lega. Ég myndi ekki skipta mér af slíku, sagði Haydock skipstjóri. Það kemur sjaldnast gott út úr því, að vera að blanda sér í ann- arra manna málefni. 69

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.