Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Blaðsíða 4
að senda sérfræðing til aðstoðar, og lána tilrauna botnvörpu af hæfilegri stærð ásamt nauðsyn- legum tækjum. Kom þegar í Ijós, að „gálginn“ og annar búnaður mundi verða við hæfi með smá- vægilegum breytingum. Sérfræðingar frá fiskimála- ráðuneytinu, Torry rannsóknar- stöðinni og Walker Steam Trawl- ing Co., framkvæmdu ýtarlegar prófanir á model-þilfarinu, reyndu að framkalla hinar erfið- ustu aðstæður, sem koma fyrir við raunverulegar veiðar, svo sem að ná inn sundurslitinni vörpu eða samanflæktum hlerum o. s. frv. Árangurinn af þessum tilraunum var talinn góður. að svo miklu leyti sem hægt var að sjá, og álitinn réttlæta fullkom- lega áframhald á smíði tilrauna- skipsins. Eins og teikningar bera með sér, er gerð þessa skips gerólík venjulegum togara. Rúm skips- hafnarinnar er í löngum lúkar, vélarúmið er fram í skipinu, öxl- ar liggja eftir göngum undir fiskilestinni, og þungamiðja hennar er aftan við miðskipa. Stór kostur við þessa skipsgerð er, að fiskilestin verður sérlega góð. Hún verður nálega fer- hyrnd og mjög ílögu góð. Með þessari staðsetningu á stýris- húsinu fær skipstjórinn gott út- sýni fram eftir, og ekki síður yf- irsýn aftur eftir vinnuþilfarinu. Þá er vindumaðurinn vel stað- settur undir skúta lúkarsþaksins. Kjölurinn að fyrsta skipinu af þessari gerð, „Universal Star“, var lagður 18. júní 1959, skipið sjósett 16. september og fyrsta veiðiferðin farin í nóvember sama ár — allt innan 6 mánaða. Sýnir þetta allt góðan árangur af samvinnu milli fiskimálaráðu- neytisins, skipasmíðastöðvarinn- ar og þeirra fyrirtækja, sem gerðu vélar og hin ýmsu tæki í skipið. Hið undrunarverðasta var hrifni og góður skilningur áhafn- arinnar. Af skiljanlegum ástæð- um, höfðum við búist við því, að skipshöfnin mundi ekki verða sérlega ginkeypt fyrir því að starfa á svona sérkennilegu skipi með óreyndum tækjum. En svo að segja samstundis beittu þeir bæði hinum nýju tækjum og skipi eins og þeir hefðu ára- langa reynslu í þeim efnum. Eft- ir tvo vel heppnaða veiðidaga í Norðursjónum landaði skipið góðum afla í North Shields. Er þetta í eina skiptið, sem við vit- um til að reynsluferð hafi gefið íagnað. Ajsing á Universal Star. Mesta lengd 104 fet. Lengd b. p. 87 fet, 9”. Skráð lengd 92 fet, 6” Mesta breidd 25 fet, 3 Mesta dýpt 13 fet, 9”. Meðal djúprista 11 fet. Daglegur hraði ÍVA mílur. Stærð á fiskilest 5445 rúmfet. Áhöfn 14 menn. Aðalvélar eru tvær af Lister gerð. Bakborðs vélin er 6 strokka 495 hesta með 495 snúninga. Stjórnborðsvélin er 4 strokka og 330 hesta. Þær eru með Hind- march — M. W. D. skifti og nið- urfærslu gír, og eru fjarstýrðar úr brúnni með Bloctube stilli- tækjum. Þriggja strokka 190 hesta Blackstone vél með rafal er nú komið fyrir í skipinu til þess að gefa straum á vörpuvinduna, en hún er af Scott-Robertson gerð með Ward-Leonard rafmotor. Breytingar á dráttartækjum vörpuvindunnar, eins og áður er minnst á, voru ákveðnar í sam- ráði við Fiskimálaráðuneytið, og skipinu siglt til Gateshead-upon- Tyne skipasmíða-stöðvarinnar þar sem breytingin fór fram. Það kom fljótt í ljós á prufu- túrnum að vökvadrifnu tækin voru sérlega kröftug, fór mjög lítill tími í að kasta og hífa upp. Því miður fékkst ekki tækifæri til að reyna þau í vondu veðri, en þess má vænta, að á vetri komanda gefist nóg reynsla í þeim efnum. Áætlað er, að „Universal Star“ verði á tilrauna fiski i næstu 6 mánuði, og árangurinn verði svo borinn saman við 115 feta togarastærðina, er fiska á sömu slóðum, að líkindum við Færeyjar. Verður athugunum nákvæmlega haldið til haga um allt, sem máli skiftir og gerður samanburður. Umbótatillögur getur maður þegar hugsað sér að gera við smíði á næstu skipum. Meira skjól má fá fyrir fiskimennina með því að lengja lúkarsþilfarið aftur eftir. Þeir gætu jafn vel verið alveg í skjóli við fiskað- gerð. Ekki er þó hægt að ákveða þá breytingu á þessu skipi fyrr en reynsla hefur skorið úr um, hvort það er æskilegt. Þó að það sé reyndar of snemmt að spá nokkru um raun- verulegan árangur af breyttri Skrokkurinn að hinu nýja skipi hífður á flot af sterkum lyftikrana, áður en vélar og annar útbúnaður er sett um borð. 44 VÍKIN GUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.