Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Blaðsíða 20
Það er staðreynd að ef maður drekkur mikið konjakk þegar mað- ur hefur slæmt kvef, þá er maður laus við það daginn eftir. Það er bara kvefið sem er eftir. * Já, og nú eru þau að skilja. Hún tekur börnin, en hann bamapíuna. * Gesturinn á veitingahúsinu. Spilar hljómsveitin hér eftir pöntun ? Já, herra minn, svaraði hljóm- sveitarstjórinn. Mætti ég þá biðja ykkur að spila póker þangað til ég er búinn að borða. * Það er ekki hægt að segja að hún Sigríður hugsi ekki um náungann. Hún talar aldrei um annað. * Fyrir réttinum. Hvað heitir vitnið? Ólafía Friðrika Viktoría Jóns- dóttir. Og hvað eruð þér kallaðar da^- lega? Dúlla. * Það eru tvær tegundir manna. sem aldrei komast áfram í heim- inum. Það eru þeir, sem aldrei geta gert það, sem þeim er sagt, og hin- ir, sem aldrei geta gert nema það sem þeim er sagt. *. Vantar fyrirtækið gjaldkera. Já, tvo. Hinn gamla, og svo einn nýjan. Kápa til sölu hjá konu, sem legið hefur ónotuð í þrjú ár. * Hundur til sölu hjá konu með löng eyru. * Liðþjálfinn, sem var að æfa nv- liðana, heyrði þrusk bak við si^ og sneri sér eldsnöggt við. Helvítis fíflið þitt, veiztu ekki að það er bannað að beina byssunni að neinum, jafnvel þótt hún sé óhlaðin. Já, en hún er hlaðin, svaraði ný- liðinn. * Ég er sverðagleypari og ætla að kaupa þetta sverð hérna. Sjálfsagt herra minn — en eigum við að pakka því inn, eða ætlið þér að gleypa það strax! Jrítiaktin Mér og konu minni þætti ákaf- lega vænt um að sjá tvíburana ykk- ar. Hvaða tími hentaði ykkur bezt? Klukkan þrjú að nóttu, þá eru þeir fjörugastir! * Borð til sölu hjá hjónum, sem má draga sundur í báða enda. Á bænum Hóli hafði það borið við oftar en einu sinni, að kviknað hafði í bæjarhúsinu og þótti ýmsum nóg um, er hefur orðið tilefni að eftirfarandi vísa eftir hinn kunna hagyrðing Má- skóga Stefán: Þótt Hekla, veröi glóða geld og gaddur á Kötlubóli. Og skorti Víti allan eld, er alltaf neisti á Hóli. * Hvað ertu að hugsa um, Soffía? sagði eiginmaðurinn við konuna. sem sat í djúpum þönkum. O, eiginlega ekki neitt. Það er nú ekki hægt að hugsa um ekki neitt. Jú, ég var að hugsa um heimilis- peningana. * Þú nennir aldrei að rétta mér hjálparhönd í eldhúsinu, og þú sem sagðist einu sinni geta gengið gegn- um eld og vatn fyrir mig. O-já, en ég átti nú ekki við upp- þvottavatn. * Á skattstofunni skeður ýmislegt skemmtilegt. I janúar þegar háttvirt- ir skattgreiðendur sitja sveittir við að gefa upp. hringdi einn þeirra nið- ur á skattstofu og spurði: Getið þið sagt mér, hve mikið ég þónaði í fyrra. Það hljótið þér að vita bezt sjálfur, var svariö. Ojú, það hélt ég nú, en í hvert skipti, sem ég sendi ykkur skattskýrsl- una mína, breytið þið framtalinu. Eigrið þér ekki reykta sBd James? Nel, Slr, við eignm bara byssubrendan þorsk, af Islandsmiðum. VÍKINGUE 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.