Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Blaðsíða 31
— Þá hvað? ... Spákonan dró djúpt andann. Lögregluforing- inn taldi raus hennar og fram- komu eintóma tilgerð, en þó hafði þetta óþægileg áhrif á hann. — Ég aðvara yður... Þér megið ekki fremja mistök. Ef þér gerið það, sé ég greinilega fyrir mannslát... Evans greiddi spákonunni og tautaði um leið og hann gekk út úr tjaldinu .. . verð að varast að gera mistök? Hann beit á jaxlinn og tautaði ... Það er auðvelt að segja það ... en erfiðara að fást við það. Hann mátti ekki gera mistök. Mannslíf, verðmætt mannslíf var undir því komið. Hann gat hvergi vænst að- stoðar. Hann sá vin sinn Hay- dock skipstjóra tilsýndar. Nei, það var engrar hjálpar að vænta. — Aldrei að blanda sér í annarra manna málefni, var kjörorð hjá Haydocks. Haydock var að tala við ein- hverja konu. Þau kvöddust, og konan kom í áttina til Evans og þá sá hann, að þetta var frú Merrowdene. Honum datt snögg- lega í hug að ganga sömu leið og hún. Frú Merrowdene var glæsileg kona. Framkoma hennar minnti á ítalska madonnumynd og sér- staklega vegna þess, að hún skipti hárinu frá miðju. Rödd hennar var nokkuð djúp og syfjuleg. Hún heilsaði Evans, er þau hittust, með vinsamlegu og að- laðandi brosi. — Mér sýndist það vera þér frú Anthony ... ég meina frú Merrowdene, flýtti hann sér að segja. Hann mismælti sig viljandi og athugaði í laumi, hvaða áhrif það hefði á hana. Hann sá. að augnasvipur hennar breyttist snögglega, og andardrátturinn varð örari. En hún lét sem hún hefði einskis orðið vör og horfði kalt og rólega á hann. Ég var að skyggnast um eftir manninum mínum, sagði hún. — Hafið þér séð hann hér í ná- grenninu? Já, ég skal ganga með yður í áttina þar sem við hittumst. Þau röbbuðu saman í mestu ró- semd á meðan þau gengu áfram. Evans dáðist að henni í hugan- um. Hvílíkur kvenmaður! Hvílík sjálfsstjórn! Stór athyglisverður kvenmaður — hættuleg. Það var hann alveg viss um — mjög hættulegur kvenmaður. Honum fannst hann ekki ör- uggur ennþá. þó að hann væri ánægður með fyrsta skrefið. Hann hafði gefið henni í skyn, að hann vissi hver hún væri. Það yrði til þess að hún teldi sig þurfa að gæta sín. Hún myndi ekki þora, að gera neitt af sér í bráð. Það væri aðeins hvemig takast mætti að aðvara Merrow- dene. Þau hittu hinn aldraða pró- fessor, þar sem hann var hálf- viðutan að virða fyrir sér leir- krukku, er hann hafði unnið sem verðlaun í skemmtigarðinum. Þeim kom saman um að ganga heimleiðis, og frúin spurði Ev- ans, hvort ekki mætti bjóða hon- um með að drekka tesopa. Sem hann sag&ist hafa mikla <mægju af. Þegar heim kom, fór frúin að undirbúa tedrykkjuna. Hún lagði dúk á lítið teborð og kveikti und- ir vatni í litlum silfurkatli. Frá hyllu yfir arineldinum tók hún þrjár litlar krukkur ásamt und- irskálum. — Ég á sérstaklega gott kínverskt te, sagði hún. — Og við drekkum það ávallt á kínverskan máta... úr krukk- um, en ekki bollum. Hún þagnaði, horfði vandlega niður í eina krukkuna, og skipti svo um og tók aðra, um leið og hún sagði í mildum ásökunartón við mann sinn. Georg... nú hef- ur þú ennþá einu sinni tekið RAPLAGNIR RAFVÉLAVIÐGERSIR Sími 13309 málmhg X tré- of* járnsklp, le&tamálrvmg, v/AtnslínumÁlmné' ulArtbortJsmÁltvi rv ^ HARPA HF. VÍKINGUE 71

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.