Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Side 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Side 50
Reynir Björnsson formaöur Félags islenskra loftskeytamanna 50 VÍKINGUR Frá forystunni Félag isl. ioftskeytamanna, FÍL, var stofnað 9. júli 1923. Um aðdragandann að tilurö þess og stofnun munu menn geta fræðst i Loft- skeytamannatali, en þaö mun koma út á þessu ári. Ólafur K. Björnsson mun þar skrifa um sögu fjarskiptanna og FÍL. Staða FÍL i dag er mjög tvísýn og óvíst hve lengi það mun geta starfað og ber þar margt til. Segja má að tæknin sé að útrýma okkur tæknimönnunum, því með fullkomnari, einfald- ari, ódýrari og endingarbetri tækjum i skipun- um hefur þörfin fyrir þjónustu okkar farið minnkandi. Þá mun „morse" almennt verða aflagt á næsta áratug. Fækkun hefur verið mikil i stétt okkar loftskeytamanna að undan- förnu, enginn skóli hefur verið haldinn síðan 1979. Með reglugerðarbreytingu voru loft- skeytamenn teknir af togurum yfir 500 brt. lestir 1. janúar 1986. Nú eru 10 islensk farskip yfir 1600 brt. lestir og eru loftskeytamenn á niu þeirra, en eitt, „Saltnes", hefur undanþágu frá samgönguráöuneytinu. Útgerðir kaupskipa sækja fast á um að fá islensku reglugerðinni breytt eöa að fá undanþágu frá að hafa loft- skeytamann i áhöfn. Og þá skeði það nú um síðustu áramót að lofskeytamenn á varðskip- unum voru teknir i land og sjá þeir nú um 24 klst. varðstöðu á stjórnstöð Landshelgisgæsl- unnar. Um þessa ráðstöfun er margt hægt að segja, en ég læt það að mestu eftir örðum félögum sjómanna, þvi sannast sagna hélt ég að þetta yröi siðasta vígi okkar loftskeyta- manna er mundi falla. Sjómenn verða að gera það upp við sig hvort þeir telja sig þurfa á okkar þjónustu og samstarfi að halda, en ég held því fram aö nóg verkefni séu fyrir loft- skeytamenn á varðskipunum viö hlustunnar- vörslu og viðhald tækja og ekki síst við fjar- skipti, þegar leit og björgun standa yfir. í neyö- artilfellum hafa allir nóg að gera um borð i varðskipi, og ekki hvað síst verður þáttur fjar- skiptanna að vera í lagi á neyðarstund. Aðrir um borö hafa nógu aö sinna, þó að fjarskiptin bætist ekki við önnur störf þeirra. Um atvinnuréttindi loftskeytamanna er það að segja aö þau eru nánast engin og eru aörar stéttir sjómanna þar betur settar, þar sem atvinnuréttindi þeirra eru lögfest. Ákvæði um loftskeytamenn i áhöfn skipa eru í reglugerð, er samgöngumálaráðherra setur, og styðjast nú orðið nær alfariö við alþjóðareglugerðir, en þar segir að farþegaskip, farskip yfir 1600 brt. lestir og fiskiskip 75 metra og lengri skuli hafa loftskeytamenn i áhöfn. Þessi ákvæði eru nú í endurskoðun hjá Alþjóðasiglingamálastofnun- inni, með tilliti til hins nýja fjarskiptakerfis, sem mun smám saman taka gildi á næsta áratug, en þar er gert ráð fyrir að krafist verði tækja um borð i skipum eftir þvi hvert farsvið þeirra er: Á svæði A1 örbylgjustöð (farsvið um 25 sml. frá strandarstöð). Á svæði A2 örbylgju- og miðbylgjustöö (farsvið um 150 sml. frá strand- arstöö). Á svæði A3 örbylgju, miðbylgju- og gervitunglastöð (farsvið milli 70N og 70S). Á svæði A4 örbylgju-, miðbylgju- og stuttbylgju- stöð (farsvið ótakmarkað). Auk þessara stöðva, eru ýmis ákvæði um önnur tæki er skulu vera um borð. Þá vil ég ræða um framtið FFSÍ. Ég tel að það sé oröið tímabært fyrir hin ýmsu stéttar- félög stýrimanna og skipstjóra að sameinast í eitt félag er nái til alls landsins og sama má segja um félög undirmanna, hvort heldur það eru félög fiskimanna eða farmanna. Þetta hafa vélstjórar gert að mestu og mun þeim hafa farnast það vel. Þegar þessum áfanga væri náð, ættu sjómenn að sameinast í eitt félag eða samband og skiptir þá litlu hvort þaö heitir Farmanna og fiskimannasamband islands eða Sjómannasamband íslands. Með því að sjó- menn sameinist allir i eitt félag tel ég þá standa betur að vígi í allri kjarabaráttu, svo ekki sé minnst á öryggis- og velferðarmál þeirra. Sameinaöir kraftar okkar munu nýtast mun betur en hinna einstöku félaga vitt og breitt um landið. Þetta sameinaða félag ætti að eiga auðveldara með að hafa á sinum snærum góða starfsmenn til að vinna að okkar málum hverju sinni. Félagiö yrði aö hafa skrifstofur á nokkrum stöðum um landið, svo félagsmenn ættu auðveldara með að koma fram skoðunum sinum eða leita sér aðstoðar ef þörf krefur. I nokkrum löndum Evrópu veit ég að sjómenn hafa sameinast i eitt félag, t.d. á italiu og í Belgíu. I Bretlandi er eitt yfirmannafélag sjó- manna og eru atvinnuflugmenn einnig innan þess (NUMAST). Þaö væri ómaksins vert að við kynntum okkur starfsemi þessara félaga og hvernig þeim hefur vegnað fyrir og eftir sameiningu. Að lokum vil ég fyrir hönd stjórnar og félags- manna FIL óska FFSÍ til hamingju með 50 ára afmælið um leið og ég vona að sameining og samhugur sjómanna megi eflast i framtiðinni. Reynir Björnsson, formaður FIL.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.