Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Síða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Síða 17
Lítil viðskipti voru á Kvóta- þingi fyrstu tvær vikurnar eftir að það tók til starfa þann 1. september. Lög um Kvótaþing voru sett að kröfu sjómanna í þeim tilgangi að afnema hið al- ræmda kvótabrask sem þeir voru neyddir til þátttöku í. Meginmarkið laganna er að gera viðskipti með aflamark sýnileg og að viðskiptin fari fram á tilboðsmarkaði þar sem kaupandi og seljandi vita ekki hvor af öðrum. Þrátt fyrir lítil viðskipti til að byrja með telur Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambandsins ekki ástæðu til að hafa áhyggjur vegna þess. „Viðskipti í upphafi kvótaárs hafa jafnan farið hægt á stað eins og eðlilegt er. Þetta breyt- ist jafnan þegar líður á fisk- örvænta þótt viðskipti á Kvóta- þingi hafi verið lítil til að byrja með,“ sagði Sævar í samtali við blaðið. -Nú hafa heyrst þær raddir að menn muni fara framhjá Kvótaþingi með sín viðskipti. Er ástæða til að hafa áhyggjur af því? „Já ég óttast að klúður al- þingismanna við setningu lag- anna muni leiða til þessa. Það stangast á bráðabirgðaákvæði í lögunum um stjórn fiskveiða og lögunum um Kvótaþing. Þetta getur leitt til þess að gerðir verði pappírssamningar til að fara framhjá þessu með leigusamningum. Það eru svik við sjómenn að slíkt skuli vera unnt því það var alveg skýrt í lögunum að þetta ætti ekki að vera hægt og í samtölum okk- ar Guðjóns A. Kristjánssonar við ráðherra kom það skýrt fram. Við höfum þegar gert ráðherra grein fyrir því að við munum krefjast þess að tekið verði á þessu máli um leið og það kemur í Ijós hversu um- fangsmikið það er,“ sagði Sævar Gunnarsson. ■ Sævar Gunnarsson segist óttast klúður alþingismanna og smuga myndist til að komast framhjá Kvótaþingi. veiðiár- ið og því er engin ástæða til að immninif Skrifstofa: 562 9933 Ritstjórí: 551 5002 Auglýsingastjórí: 587 4647 Útgerðarmenn — vélstjórar. Önnumst allar raflagnir og viðgerðir í bátum, skipum og verk- smiðjum. Áratuga þjónusta við íslenskan sjávarútveg tryggir reynslu og öryggi frá sérþjálfuðu starfsfólki. SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 17

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.