Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Page 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Page 20
ntíin nr A&imi Falskt neyð- arkall Skipstjóri á bandarísku fiski- skipi hlaut skilorðsbundin dóm og 4.300 dollara sekt eftir að hafa verið fundinn sekur um að senda út falskt neyðarkall. Málsatvik voru þau að í des- ember 1996 var bandaríska strandgæsluskipið Seneca búið að koma auga á tvo fiski- báta að ólöglegum veiðum á Georgs Banks undan Mass- achusetts. Sett var á ferð í átt að skipunum og til stóð að taka skipin. Áður en að þeim var komið barst neyðarkall á rás 16 frá fiskiskipinu Rianda frá New Bedford. Var því snúið frá skipunum sem voru að ólög- legu veiðunum og haldið til skipsins sem neyðarkallið sendi. Sagt var að einn skip- verja væri með mikin verk fyrir brjósti og óttast að um hjarta- áfall væri að ræða. Þegar Seneca kom að fiski- skipinu var læknir sendur um borð og í Ijós kom að sjúkling- urinn var einungis með hósta. Á meðan komust skipin tvö, sem upphaflega átti að taka, undan laganna vörðum. Fyrir dómi viðurkenndi skipstjóri Rianda að þegar hann sá strandgæsluskipið setja á ferð í átt að skipunum tveimur sá hann enga aðra leið til að hjálpa félögum sínum en að senda út neyðarkall. Dómurinn var skilorðs- bundinn í tvö ár og varð hann að borga strandgæslunni 3.190 dollar auk sektar til rík- isins. ■ Líberískt stórflutningaskip með 67.000 tonn kolafarm strandaði í marsmánuði árið 1994 eftir að vakthafandi stýri- maður hafði breytt stefnu nær Erfitt Meira af strandgæslumálum því pólska strandgæslan varð að skjóta viðvörunarskotum að 1,100 tonna dönsku flutninga- skipi, West, þann 18. júní s.l. undan Swinoujscie í Póllandi. Skipið hafði látið úr höfn án þess að ganga frá skipsskjöl- um og án skoðunar sem fram- kvæma átti á skipinu. Strax og skipið hélt út úr höfninni kom strandgæsluskipið og reyndi að stöðva skipið með fjarskip- tum og merkjafánum án áran- gurs. Þá var skotiðl 0 grænum flugeldum að skipinu en það landi til að sjá betur berbrjósta konu sem var á gangi á ströndinni. Skoðunarferð þessi kostaði einungis 2 milljónir dollara en var ekki fyrr en fimm viðvörun- arskotum hafði verið skotið úr fallbyssu strandgæsluskipsins að West stöðvaði. Þegar varð- skipsmenn komu um borð í ekki fer sögum um hvort það hafi dugað stýrimanninum til að ganga í augun á þeirri berbrjósta. Líklegast ekki. ■ danska skipið kom í Ijós að áhöfnin var undir áhrifum áfengis. Var skipinu siglt aftur til hafnar. ■ Fleiri farast Á fyrstu sex mánuðum ársins í ár fórust 159 sjómenn með skipum sínum samanborði við 142 frá sama tíma í fyrra. Þessar tölur eiga þó einungis við skip sem eru yfir 500 brúttó- tonn en 6 skipum færra fórust á fyrri hluta ársins í ár en árið á undan en þá voru þau 48. ■ að stöðva 20 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.