Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1999, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1999, Blaðsíða 27
kostað tíma og vinnu að skilja þetta svo vel sé. Það var ekkert annað að gera en hætta, ég var ekki sjálfur kominn á þann punkt að vilja það.“ Bjarna er minnisstætt að Pétur Blöndal al- þingismaður hafi gert úttekt á sjóðnum og Bjarni ias hana vel og fór yfir. Hann leiðrétti Pétur sem varð til þess að Pétur tók álitsgerð sína til baka og endurgerði hluta hennar. Bjarni rifjar upp umræður og samþykktir á síðasta þingi Farmannasambandsins sem Bann segir að stangist gjörsamlega á við þá á- kvörðun, skerðing um 12 prósent, sem var tekin að honum fjarverandi. Hann vitnar til greinagerðar FFSÍ um lífeyrismálin, en þar segir meðal annars: „Á síðasta þingi Far- tnanna- og fiskimannasambands Islands (1997) var samþykkt samhljóða að samtökin tnyndu ekki samþykkja frekari skerðingu á réttindum bótaþega Lífeyrissjóðs sjómanna sem þá þegar voru orðnar verulegar eða frá 20-40% á fáum árum. Umræður í stjórn Far- manna- og fiskimannasambands íslands og á formannaráðstefnu og nú síðast í samráðs- nefnd samtakanna um lífeyrismál hafa verið 1 sömu lund og menn sjá ekki ástæðu til að bteyta þessari afstöðu.“ Við vildum að útgerðin hækkaði sínar greiðslur úr sex prósentum í sjö. Ég skil út- gerðina mjög vel að hafna því, en mér ó- mögulegt að skilja afstöðu Sjómannasam- bandsins. Ég hefði haldið að sjómenn ættu frekar að standa saman til að verja réttindi okkar. Oft hefur hvarflað að mér hvers vegna eg sé að standa í þessu fyrir nánast ekki neitt. Það eru greiddar tuttugu þúsund krónur á mánuði fyrir stjórnarsetuna, við höldum r®pum tólf þúsundum. Ég hef aldrei unnið fyrir lægra kaupi en hjá Lífeyrissjóði sjó- manna.“ Hefur áður komið til ágreinings innan Parmanna- og fiskimannasambandsins Vegna ákvarðana um Lífeyrissjóðinn þau ár sem þú hefur starfað þar? „Nei. Enda neita ég að tala um að það sé á- greiningur innan Farmanna- og fiskimanna- sambandsins um þetta mál. Það liggur fyrir Éver er vilji félagsmanna. Ég hef unnið eftir samþykktum frá þ ingum og formannaráð- stefnu. Andstaðan er bara tveir menn, Guð- )°n A. Kristjánsson og Benedikt Valsson. Peir tóku upp nýja stefnu fyrir hönd Far- mannasambandsins án þess að hafa til þess nokkuð umboð. Á öllum ákvarðanastigum Það gefur á bátinn. hefur annað verið samþykkt.“ Bjarni segir að tólf prósenta skerðingin hafi verið ákveðin á stjórnarfundi í Lífeyris- sjóði sjómanna 6. janúar, en þá var hann ekki á landinu og bætir við að það hafi aldrei stað- ið til að halda þennan fund, næsti fúndur átti að verða 20. janúar. Varamaður hans, Bene- dikt Valsson mætti á fúndinn. Bjarni segir að ekki hafi einu sinni verið meirihluti í sér- stakri innahússnefnd um lífeyrismál til að falla frá fyrri samþykktum, en í þeirri nefnd voru auk Bjarna; Guðjón A. Kristjánsson, Benedikt Valsson, Guðjón Ármann Einars- son og Guðlaugur Gíslason. Á sama tíma voru átök um stofnun sér- eignarsjóðsins innan Lífeyrissjóðsins. Sjó- menn vildu ekki að útgerðarmenn ættu hluta að stjórn hans, en útgerðin Iagði áherslu á að vera með í stjórninni. Bjarni skilur ekki hvers vegna. „Okkur datt ekki í hug að þeir ætluð- ust til að fá að stjórna okkar sérsparnaði. Hvað vilja þeir ráða yfir okkar peningum?" Bjarni segir að hann hafi verið tilbúinn að hleypa útgerðinni í stjórn séreignarsjóðsins til að tapa ekki meiri hagsmunum fyrir minni. Það er ef samþykkt yrði að skerðing- in yrði ekki meiri en 10 prósent. „Þar sem það gekk ekki átturn við að hætta, en það var ekki gert á þessum fundi heldur samþykkt að skerða um tólf prósent. Með tíu prósentum vorum við að gefa færi á meiri skerðingu en við höfðum í raun heimildir til. Hvað þá tólf prósent." Bjarni segir að lífeyrismál séu mjög ofar- Iega í huga félagsmanna innan Farmanna- sambandsins sökum þess hversu mikið menn greiða inn. Hann tekur sjálfan sig sem dæmi, en hann hefur greitt allt að háifri milljón á ári inn í sjóðinn og eðlilega láti menn sem borga þetta mikið sig miklu varða hvað verður um alla þessa peninga. Við tölum um stöðu sjóðsins og Bjarni bendir á greinagerð FFSI um þessi mál, en þar segir meðal annars: „Við skulum ninnast þess að samtök atvinnurekanda skipa helm- ing stjórnarmanna í stjórn Lífeyrissjóðs sjó- manna og bera þeir jafna ábyrgð á stöðu sjóðsins. Það getur varla verið meining Iög- gjafans á sínum tíma að það þýddi að ef það sýndi sig að fjárhagsstaða sjóðsins stæðist ekki, þá tækju iaunþegar alla ábyrgð á því og skertu sín kjör einhliða. Ef svo er skiljum við ekki veru þeirra í stjórn sjóða sem að fullu er í eigu sjóðsfélaga (launþega og bótaþega). í þessu samhengi viljurn við gjarnan að þing- menn velti því fyrir sér er þeir samþykktu lögin um Lífeyrissjóð sjómanna frá 1981 sem færðu sjómönnum rétt til Iífeyris við 60 ára aldur að því fylgdu í framtíðinni aðrar eins skerðingar og nú er verið að fara fram á.“ Bjarni bendir á þetta þar sem til þessa hef- ur einungis verið gripið til skerðingar á félaga í sjóðnum, en hinn helmingur þeirra sem ráða, það er útgerðarinnar, hefúr aldrei lagt neitt af mörkum. Enn vitnar hann til greina- gerðarinnar: „Samþykki Alþingi þessa skerðingu, mun hún ásamt framangreindum skerðingum, leiða til nálægt 50% heildarskerðingu þeirra sjóðsfélaga sem vilja njóta 60 ára reglunnar. Sama má segja um stóran hluta öryrkja og ekkna þar sem um er að ræða allt að 50% skerðingu. Þetta gengur ekki að áliti Far- manna- og fiskimannasanbands íslands. Þv! er haldið fram að eftir sem áður muni lífeyr- ir verða einna bestur hjá Lífeyrissjóði sjó- manna í samanburði við almennu sjóðina. Þetta er ekki rétt að mati Farmanna- og fiski- mannasambands Islands.“ ■ Sigurjón M. Egilsson. SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUB 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.