Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1999, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1999, Blaðsíða 20
Ánægður danskur skipstjóri með hinn eftirsóknaverða grip Bláa bandið. andið Bláa bandið er nú í fyrsta sinn komið í hendur Skandinövum en danskt skip vann til þessara verðlauna fýrir skömmu. Hin volduga stytta sem í raun heitir Hales Trophy vegur 20 kg og er metin á 30 millj- ónir króna. Verður hún geymd um sinn í Kaupmannahöfn en það var hinn 38 ára skipstjóri Cat Link V, Claus Lambek Kristensen, sem nældi sér í þessi eftirsóttu verðlaun. Það var árið 1931 sem þessi verðlaunagripur hóf feril sinn en Harold Hales var upphafsmaður að þessu kapp- hlaupi og setti reglur um hvað þyrfti til að hreppa titilinn „Hrað- skreiðasta skip Atlantshafsins". Það var þó ekki fyrr en 1935 að fyrsta skipinu var veitt þessi viðurkenning en það kom í hlut ítalska farþegaskipsins Rex. Þekktir risar fylgdu síðan í kjölfarið, skipin Mauretania, Normandí og Queen Mary. Árið 1952 náði stolt Bandaríkjamanna, United States, í verðlaunin og hélt það skip titlinum allt þar til tvíbolungar (katamaran skip) komu til sögunnar. Cat Link V er þó fyrsta skipið sem kemst þá leið sem fara þarf undir þremur sólarhringum en ferðin tók aðeins tvo daga, tuttugu tíma og níu mínútur. Meðalhraðinn var 41,284 hnútar en það verður að viðurkennast að þetta var ekki það besta sem skipið gat gert því það þurfti að stoppa í tvo tíma vegna björgun- araðgerða en lítil flugvél hrapaði í námunda við ferðaleið skipsins. Metið sem Cat Link V sló var frá 1990 en það var í höndum Hoverspeed Great Britain en meðalhraðin hjá þeim var einungis 36,966 hnútar. Til hamingju Danir! ■ 99 vandi er líka til Japanska útgerðarmannasambandið hefur tilkynnt um fimm tölvuvillur sem komu fram 1. janúar s.l. sem gerðu það að verkum að gangtruflanir urðu í aðalvél skips, villur í siglingatækjum og bilanir í fjarskiptabúnaði. Þessar tölvuvillur hafa reyndust þess eðlis að þegar ártalið endaði á 99 kom fram stöðvunar skipun. Þrjár þessara bilana uppgötvuðust strax en tvær þeirra voru í GPS tækjum sem ekki uppgötvuðust fyrr en 24 tímum síðar. Þá er bara að bíða eftir 2000 vandanum. ■ Framtíðarsýn Germanisher Lloyd spáir að árið 2010 verði siglandi um heimshöfin gámaskip sem geti flutt 15000 teu’s en í dag eru mörkin við 8000 teu’s en það er vélastærðin sem takmarkar stærðarmöguleika skipanna. Þessir risar verða tveggja véla skip um 100.000 tonn að stærð sem taka 24 gáma þvert yfir skipið og með djúpristu upp á 14,5 metra. Gámaskip með getu upp á 3 - 5000 teu’s verða síðan svæðisbundin til að flytja farma úr þessum risagámaskipum. ■ Nýsköpun fyrir hugaða Hver vill fara í útgerð? Hér er tækifærið. Sam- kvæmt skýrslu frá Hyundai Merchant Marine og Korean Maritime Institute þá er gert ráð fyrir að fjöldi nýrra bifreiða sem fluttar verða á heimshöf- unum í ár muni aukast 7,8 milljón tonn. Sem stendur getur þó ekki sá skipafloti sem sérstak- lega er hannaður til bílaflutninga ekki ráðið við alla þessa aukningu þrátt fyrir að í ár munu 30 ný skip verða tekin í notkun. Vandinn er einfaldlega sá að ef þú villt fara út í slíka útgerð eru hreint engin skip að fá. Búist er við að talsverður fjöldi skipa verði einnig rifinn á þessu ári en þau skip eru öll eldri en 15 ára. Við íslendingar gætum þó keypt nokkur slík enda erum við ekki þekktir fyrir að kaupa mikið af nýjum skipum til landsins. ■ 20 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.