Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Síða 29

Náttúrufræðingurinn - 1932, Síða 29
NÁTTÚRUFR. 59 Jönd. Plönturnar fara nú alveg sömu leiðirnar og áður, þær nota annaðhvort vindinn eða dýrin, sem farartæki. Dýrin ginna þau nú á nýjan hátt, nefnilega með því að búa til ætt aldin, og í þessu aldini eru svo fræin, sem berast burt frá móðurplönt- unni í maga dýrsins, og byrja nýtt líf í fjarlægu landi, þegar þau koma í heiminn á ný. Til þess að lokka dýrin til aldinanna eru þau skreytt sterkum litum, krækjuberin eru svört, bláber- in blá, reyniberin rauð, o. s. frv., einmitt til þess að stinga sem bezt í stúf við umhverfið. Framhald. Geysír og Strokkur.* Fftir Jónas Hallgrimsson. Framh. -------- Nú var gott tækifæri til að mæla hitann í Geysi. Skálin (eða sigil-lagað kerið, — allt að 18 álnir í þvermál, — sem upp- spretturásin gekk niður úr) var nú meira en hálftæmd, og vatn- ið jókst mjög hægt, hækkaði hér um bil einn þumlung á mínútu hverri. Eg þurfti því ekki að kvíða því, að skyndilegt gos kæmi mér að óvörum, meðan eg framkvæmdi athuganir mínar. Eg hafði 3 hitamæla, sem danska Vísindafélagið hafði fengið mér til fararinnar: 1) Hámarkshitamæli, sem mæla mátti með 140° R. 2) Hámarkshitamæli, sem eigi var merktur fyrir meira en 60° R. 3) Venjulegan hitamæli, sem mæla mátti með 86° R. Eg valdi mér sterkan tréstokk, hæfilega stóran. Voru gerð á hann göt, svo að vatnið gæti hindrunarlaust komist inn í hann (sjá myndina). I stokkinn (a) lagði eg hitamælinn, er fyrst var talinn, og skorðaði hann þannig, að hann ekki gæti haggast, og var stokkn- um því næst lokað. Honum var svo fest þannig við taugina (b), að mælirinn hallaðist um 15—20°. Þessi varúð var eigi að óþörfu, því að hámarksnálin í mælinum var fremur laus, og hefði vel getað sigið niður, þegar mælirinn var dreginn upp, ef mælir- inn hefði staðið lóðrétt. Við stolckinn var fest lóð (c), er vóg 10 pund. Því næst strengdu tveir menn reipi yfir þvei'a Geysis- skálina; á mitt reipið var fest hjól (e) og yfir hjól þetta gekk * G. G. Bárðarson sneri þessum liluta greinarinnar á íslenzku.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.