Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1998, Qupperneq 35

Náttúrufræðingurinn - 1998, Qupperneq 35
ÁRNÝ E. SVEINBJÖRNSDÓTTIR OG STEFÁN ARNÓRSSON Uppruni JARÐHITAVATNS Á ISLANDI II. Niðurstöður kenniefnarannsókna Umfangsmiklar rannsóknir á samsœtum vetnis og súrefnis hafa farið fram á Raunvísindastofnun Háskólans síðastliðinn áratug. Þær benda til þess að grunn- vatnsstreymi hér á landi sé flóknara en svo að nota megi tvívetnisinnihald vatns eitt og sér til að rekja uppruna jarðhitavatns. Til að fá sem áreiðanlegastar niður- stöður er talið nauðsynlegt að samtúlka samsœtugögn (bœði súrefnis og vetnis) við mœlingar á öðrum kenniefnum. Sú túlkun, ásamt öðrum jarðfræðilegum gögnum, hefur verið notuð til að draga upp almennt líkan af lághita á Islandi. yrstu rannsóknir á kenniefnum voru gerðar hér á landi um 1960 og beindust að tvívetni. Bragi _________ Árnason vann brautryðjanda- starf á þessu sviði. Niðurstöðurnar birtust í doktorsritgerð hans, sem er frá árinu 1976, en auk þess hefur þeim verið lýst í fjölmörgum tímaritsgreinum. Niðurstöður Braga voru í aðalatriðum á þá leið að vatn af lághitasvæðunum væri upprunalega úrkoma Árný E. Sveinbjörnsdóttir (f. 1953) lauk B.S.- prófi í jarðfræði frá Háskóla íslands 1978 og doktorsprófi í jarðefnafræði frá University of East Anglia í Norwich á Englandi 1983. Hún starfaði við jarðhitarannsóknir hjá Orkustofnun á árunum 1984-1985 og hefur starfað hjá Raun- vísindastofnun Háskólans frá 1986, einkum við rannsóknir á samsætum súrefnis og vetnis í vatni og við aldursgreiningar með l4C-aðferð. Stefán Arnórsson (f. 1942) lauk B.S.-prófi í jarð- fræði frá Edinborgarháskóla 1966 og doktorsprófi í hagnýtri jarðefnafræði frá Imperial College í London 1969. Hann starfaði við jarðhitadeild Orkustofnunar á árunum 1969-1978 en síðan við Háskóla Islands, fyrst sem dósent og síðar sem prófessor. Stefán hefur unnið víða erlendis sem ráðgjafi á sviði jarðhita. sem fallið hefði á hálendi og runnið þaðan djúpt í berggrunni að jarðhitasvæðunum. Á láglendi með ströndum fram er jarðhita- vatn oft tiltölulega salt. Þessi svæði voru undir sjó í lok ísaldar enda berggrunnur þar víða þakinn sjávarseti frá þeim tíma. Guð- mundur Sigvaldason (1966) taldi að jarðhita- vatnið hefði skolað salti út úr sjávarset- lögunum og þannig orðið tiltölulega salt. Seinni athuganir benda til þess að saltið í þessu vatni stafi af því að það innihaldi dálítinn jarðsjó (Stefán Arnórsson og Auður Andrésdóttir 1995), sjó sem hripaði niður í berggrunninn á þeim tíma sem hin láglendu svæði voru undir sjó í lok ísaldar. í fyrri grein í Náttúrufræðingnum (Stefán Arnórsson og Árný E. Sveinbjörnsdóttir 1998) var fjallað um þau kenniefni sem notuð hafa verið við grunnvatnsathuganir og þær forsendur sem liggja þar til grundvallar. Þar er einnig að finna ýmsar grunnupplýsingar um samsætur vetnis og súrefnis, mæli- aðferðir og skilgreiningu á 8-gildi, en með því eru niðurstöður samsætumælinga gefnar upp. í þessari grein verður lýst stuttlega þeirn Náttúrufræðingurinn 68 (2), bls. 113-125, 1998. 113
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.