Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1941, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 1941, Blaðsíða 27
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 121 yfir í Grunnavík. Snæfjallaströndin er yfirleitt allsæbrött og lítið eiginlegt undirlendi, nema helzt undan Unaðsdal, sem er dálítið dalverpi upp af innanverðri ströndinni. Nálægt miðri ströndinni, en þó norðar, eru skörð tvö mikil, Innra skarð og Ytra skarð, en að öðru leyti er hlíðin órofin. Hlíðarbrúnin er 400—500 m há, en upp frá henni hækkar landið allmikið og hæst eru þar einstök fjöll um 750 m (Snæfjall 747 m). Ströndin horfir við suðvestri og nýtur þar vel sólar, en snjóþungt er á vetrum og skaflar miklir niður eftir hlíðum allt sumarið, enda þótt heitt verði þar, er sólar nýtur. Víða eru klettabelti í brún- um. Undan fönnunum fellur fjöldi lækja og ótal eru þar upp- spretturnar, svo að raki er hvarvetna nægur. Veldur það því ásamt miklu sólfari, að ströndin er yfirleitt vel gróin og grösug. Jarðvegur er þar meiri en víða innar með Djúpinu. Á Snæ- íjallaströnd hafði ég bækistöð mína á Sandeyri, sem liggur ut- arlega á ströndinni. Er gróðurlýsingin því vitanlega miðuð við hinn nyrðri hluta strandarinnar norðan Ytra skarðs. Neðst í hlíðum er samfellt graslendi að kalla og upp í 100 m hæð. Þar skiptast á eftir landslagi mýrasund, valllendismóar og brekkur. Nokkur mismunandi gróðursamlög er þar að hitta og skal þeirra helztu getið (ég nota orðið gróðursamlag eða sam- lag eingöngu yfir það, sem í erlendum málum kallast Associa- tion eða Socion.) Helztu mýrlendissamlögin eru þessi: Fyrsta samlagið er gul- stararmýri (C. Lyngbyei-Association), hún er á sléttlendi og lítt hallandi svæðum í hlíðinni, þar sem rennandi vatn leikur um. Af öðrum plöntum en gulstör1) eru algengastar hálmgresi,2) þráð- sef,3) engjarós4) og víði5)tegundir, en langmest gætir þó gulstar- arinnar allra þessara tegunda. Annað samlagið er mýrafinnungs- og klófífumýri (Scirpus cæspitosus — Eriophorum polystachium Ass). Það er langalgengasta samlagið um neðanverðar hlíðarnar. Það er á nokkuð hallandi grunni og snjór virðist liggja þar lengur en í meðallagi. Mýrafinnungurinn0) er sýnilega ríkjandi tegund og þekur allra plantna mestan hluta af yfirborðinu, en klófífan7) er næstum eins algeng, en þekur miklu minna. Helztu fylgitegundir þeirra eru hengistör8) og stinnastör.9) Þriðja sam- 1) Carex Lyngbyei. 2) Calamagrostis neglecta. 3) Juncus filiformis. 4) Potentilla palustre. 5) Salix. 6) Seirpus cæspitosus. 7) Eriophorum polystachium. '8) Carex rariflora. 9) C. rigida.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.