Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1944, Page 50

Náttúrufræðingurinn - 1944, Page 50
44 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ingar að við verðum að bera sérstaka umliyggju fyrir heilbrigði jurtanna. Við sníðum burtu mikið grómagn (gnægð) og yfir- fljótanleik greina á trjám okkar. Ef við viljum fá óvenjulega stór blóin, verðum við að fórna öðrum. Við náum lítt til róta og rótarsprota jurtanna niður i moldinni og getum ekki sniðið þær og lagað eins og brum og greinar. En augljóslega er þar einnig um að ræða keppni milli bæði róta og rótarhluta inn- byrðis — um matinn. - - Sérhver neðanjarðargrein af t. d. kar- töflujurtinni eða gulstörinni krefst síns bluta af matnum, sem blöðin tilreiða eða ræturnar sjúga úr jarðveginum. Venjan að grafa öðru hvoru upp fjölærar rætur og skipta þeim áður en þær eru gróðursetlar á ný, er harkaleg aðferð lil að fjölga þeim og minnka samkeppnina. Því greinóttari sem jarðstönglarnir eru, þeim mun nauðsynlegri er skiplingin, öðru hvoru. Hjá gamla haustfifilsafbrigðinu Micbaelmas Daisy (Aster) er jarð- stöngullinn bæði marggreinóttur og greinarnar verða langar áður eu endar þeirra leila upp í loftjð og birtuna til að bera blöð og blóm. Rælurnar myndazt einkum við enda jarðsprotanna þai’ sem þeir beygja upp úr moldinni. Þess vegna er keppnin milli rótarkerfanna meiri en ella. Ný afbrigði af M. D.-haustfíflum greinast mun minna neðanjarðar en hin gömlu. Rótarkerfin ná yfir minna svið svo að samkeppnin verður mjög börð. Þarf þess- vegna að skipla nýju tegundunum oftar en bimun gömlu og víð- feðmu, ef þau eiga að balda fullum þrótti. Misheppnuð endur- nýjun leiðir ofl lil veiklunar eða jafnvel dauða gamalla rótar- klumpa, einkum samt miðhluta þeirra. Sömuleiðis þverra stein- efnin og rakinn smámsaman undir rótarkerfunum og rotnandi efni safnast þar saman. Venjulega eru aðeins hliðarsprotarnir notaðir til endurgróðursetningar, enda er lífsþróttur þeirra mest- ur að jafnaði. — Villigróðurinn verður að sjá um sig sjálfur og berjast stöðugl fyrir tilverunni. En garður er friðaður reitur þar sem við hlynnum að gróðrinum og verndum hann fyrir liörðustu samkeppninni. Haldast flestar garðjurtir aðeins við vegna um- hyggju okkar, en mundu ella verða að þoka fyrir villigróðrinum. (Lauslega þýtt úr „The living Garden“). Reykjavík, 12. desember 1943.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.