Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 4

Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 4
50 NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN föstu efnin yfirgnæfandi, í rökum jarðvegi er hlutfallslega minna af þeim, og í sjó og vötnum eru þau aðeins fáir hundraðshlutar eða þúsundustu hlutar. Vatnsmagn jarðvegs getur orðið svo lítið, að gerlastarfsemin stöðvist þar, en tæpast mun hægt að halda vatni svo hreinu til lengdar eða lausu við framandi efni, að gerlar finni þar ekki ein- hverja næringu. Þarfir gerlanna eru smáar, og þeir geta dregið fram lífið við þröngan kost. Þó að vatn sé hreint og tært útlits og mjög snautt að næringarefnum, þá er alltaf í því nokkuð af gerlum, og getur gerlafjöldinn skipt nokkrum tugum eða hundruðum í hverju grammi. Og ekki þarf nema örlítið af hentugum næringarefnum til viðbótar í vatnið, eins og t. d. auðleystum köfnunarefnis- eða kolefnissamböndum, þá margfaldast gerlafjöldinn á svipstundu. í góðri gróðrarmold er algengt að finna allt að 100 milljónum gerla í hverju grammi. Máttur lifandi frumna til þess að vaxa og æxlast virðist takmarka- laus, ef vissum ytri lágmarksskilyrðum er fullnægt. En það er ein- mitt vöntun þessara skilyrða, sem takmarkar útbreiðslu tegund- anna og heldur straumi lífsins í ákveðnum farvegum. Gerilfrumur, sem hafa öll skilyrði við sitt hæfi, geta skipt sér einu sinni á hverj- um 20 mínútum. Ef vér reiknum með, að þvermál einnar slíkrar gerilfrumu sé þúsundasti hluti úr millimetra og 90 skiptingar færu fram á 30 klst., þá er frumuijöldinn orðinn svo mikill að nægja mundi til þess að þekja allt yfirborð jarðar (5,1 • 1018 cm2). Eftir 132 skiptingar, þ. e. á 44 klst., eru gerilfrumurnar orðnar 6 • 1039 að tölu og samanlögð þyngd þeirra jöfn þyngd jarðarinnar (6 • 1027 g). Svo hraður vöxtur á gerlunr sem þessi á sér oft stað í náttúrunni, en aðeins mjög skamma lrríð hverju sinni. Eftir fáar skiptingar hafa eitt eða fleiri skilyrði brugðizt, fjölgunin verður hægfara og síðan tekur einstaklingunum að fækka aftur. Fjölgun og útbreiðslu hveiTar tegundar, plöntu eða dýra, eru þannig takmörk sett. Skilyrðin, sem takmörkin setja, eru margs konar, t. d. magn liinna fjölmörgu efna, sem tegundin þarfnast til næringar eða gefur frá sér sem úrgangsefni, rúm til jress að lifa í, hitastig, birta o. s. frv. Eins og keðja úr hlekkjum getur ekki verið sterkari en veikasti hlekkurinn, eins getur engin lífvera eða lífveru- tegund vaxið meira en jiað skilyrði leyfir, sem næst er lágmarki. Gangi t. d. eitt nauðsynlegt næringarefni lil þurrðar í jarðveginum, þá stöðvast gróðurinn, þó að öllum öðrum skilyrðum sé fullnægt.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.