Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 7
GERLARNIR í SJÓNUM 53 Miillers var nógu greinileg til þess, að Warming þekkti þessar líf- verur aftur 90 árum seinna. Reyndust þetta vera gerlar, og gaf hann þeim nafnið Monas Miilleri. Á 19. öldinni urðu nokkrir vísinda- menn til þess að athuga lítið eitt gerlana í sjónum, einkum brenni- steinsgerlana, enda eru þeir mjög algengir við strendur Norður- Evrópu. Af þessum mönnurn má nefna auk Mullers og Warmings, sem báðir voru danskir, Þjóðverjana Cohn, Engler, Eischer og Brandt, Hollendinginn Beijerinck og Ameríkumanninn Russel. Um aldamótin síðustu var þekking manna á gerlunum orðin all- mikij, og aðferðirnar við rannsóknir á þeim höfðu fullkomnazt mjög. Eru þær framfarir, sent kunnugt er, að langmestu leyti að þakka þeim L. Pasteur og R. Koch. En sýklarnir voru aðalviðfangs- efnið, baráttan við sjúkdómana var það, sem mestu máli skipti. Nokkuð var þó alltaf unnið að gerlarannsóknum í sambandi við framleiðslu matvæla, og hefur sú grein gerlafræðinnar tekið mikl- um framförum það sem af er Jressari öld. Mikið hefur líka verið unnið að rannsóknum á jarðvegsgerlum síðustu áratugina, en gerl- arnir í sjónum hafa ennþá mætt afganginum. Hinir helztu, sem rannsakað hafa gerla í sjó nú á seinni árum, eru: Bedford (1933), Berkeíey (1919), Drew (1910/1912), Gazert (1912), Gee (1929/1932), Gran (1903), Hesse (1914), Levin (1899), Lipman (1926), Lloycl (1930), Schmidt-Nielson (1901) og ZoBell (1933/1936). Hel'ur aðal- lega verið rannsökuð útbreiðsla gerlanna í sjónum, gerlarnir í botn- leðjunni og starfsemi kölnunarefnis- og brennisteinsgerlanna. Útbreiðsla gerlanna i sjónum. 361,16 milljónir km2 af yfirborði jarðarinnar eru sjór, en 148,94 milljónir km2 þurrlendi. Hlutfallið ’á miíli láðs og lagar því sem næst 1:2,42. Meðaldýpi sjávarins er talið vera 3.800 m og sjórinn allur að rúmmáli 1.372,2 milljónir km3 eða 1 /790 af rúmmáli jarðarinnar. Það gefur að skilja, að í þessu víðáttumikla rúmi eru lífsskilyrðin talsvert ólík, einkum þó að hitastigi og þrýstingi. Það er því engin furða, þó að gerlafjöldinn í sjónum sé misjafnlega mikill eftir þyí, hvar á hnettinnm eða hversu dýpið er rnikið. Gerlafjöldinn er yjirleitt -meiri í sjónum við strendurnar en úti í háfi, og eru helztu orsakirnar framburðurinn úr ánum, afrennsli frá borgum og verksmiðjum og rotnandi leifar í jörngróðursins. B. Fischer (1894) fann í Kielarfirðinum 100—5000 gerla í l cm8, í Austur-Grænlandsstraumnum aðeins 2, í Vestur-Grænlandsstraumn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.