Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 7

Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 7
GERLARNIR í SJÓNUM 53 Miillers var nógu greinileg til þess, að Warming þekkti þessar líf- verur aftur 90 árum seinna. Reyndust þetta vera gerlar, og gaf hann þeim nafnið Monas Miilleri. Á 19. öldinni urðu nokkrir vísinda- menn til þess að athuga lítið eitt gerlana í sjónum, einkum brenni- steinsgerlana, enda eru þeir mjög algengir við strendur Norður- Evrópu. Af þessum mönnurn má nefna auk Mullers og Warmings, sem báðir voru danskir, Þjóðverjana Cohn, Engler, Eischer og Brandt, Hollendinginn Beijerinck og Ameríkumanninn Russel. Um aldamótin síðustu var þekking manna á gerlunum orðin all- mikij, og aðferðirnar við rannsóknir á þeim höfðu fullkomnazt mjög. Eru þær framfarir, sent kunnugt er, að langmestu leyti að þakka þeim L. Pasteur og R. Koch. En sýklarnir voru aðalviðfangs- efnið, baráttan við sjúkdómana var það, sem mestu máli skipti. Nokkuð var þó alltaf unnið að gerlarannsóknum í sambandi við framleiðslu matvæla, og hefur sú grein gerlafræðinnar tekið mikl- um framförum það sem af er Jressari öld. Mikið hefur líka verið unnið að rannsóknum á jarðvegsgerlum síðustu áratugina, en gerl- arnir í sjónum hafa ennþá mætt afganginum. Hinir helztu, sem rannsakað hafa gerla í sjó nú á seinni árum, eru: Bedford (1933), Berkeíey (1919), Drew (1910/1912), Gazert (1912), Gee (1929/1932), Gran (1903), Hesse (1914), Levin (1899), Lipman (1926), Lloycl (1930), Schmidt-Nielson (1901) og ZoBell (1933/1936). Hel'ur aðal- lega verið rannsökuð útbreiðsla gerlanna í sjónum, gerlarnir í botn- leðjunni og starfsemi kölnunarefnis- og brennisteinsgerlanna. Útbreiðsla gerlanna i sjónum. 361,16 milljónir km2 af yfirborði jarðarinnar eru sjór, en 148,94 milljónir km2 þurrlendi. Hlutfallið ’á miíli láðs og lagar því sem næst 1:2,42. Meðaldýpi sjávarins er talið vera 3.800 m og sjórinn allur að rúmmáli 1.372,2 milljónir km3 eða 1 /790 af rúmmáli jarðarinnar. Það gefur að skilja, að í þessu víðáttumikla rúmi eru lífsskilyrðin talsvert ólík, einkum þó að hitastigi og þrýstingi. Það er því engin furða, þó að gerlafjöldinn í sjónum sé misjafnlega mikill eftir þyí, hvar á hnettinnm eða hversu dýpið er rnikið. Gerlafjöldinn er yjirleitt -meiri í sjónum við strendurnar en úti í háfi, og eru helztu orsakirnar framburðurinn úr ánum, afrennsli frá borgum og verksmiðjum og rotnandi leifar í jörngróðursins. B. Fischer (1894) fann í Kielarfirðinum 100—5000 gerla í l cm8, í Austur-Grænlandsstraumnum aðeins 2, í Vestur-Grænlandsstraumn-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.