Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 41

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 41
LÍTIL ATHUGUN VIB KLEIFARVATN 87 sé stöðugur í sömu átt, þ. e. inn í Lambhagatjörn. Seint í ágústmán- uði 1941 mældu þeir Geir Gígja og Helgi Sigurðsson, verkfræðing- ur, rennslið inn í ósinn, og mældist það 282.5 lítrar á sekúndu. Rennslið inn í Lambhagatjörn hefur verið skýrt svo af öllum, sem um það hafa ritað, að vatn sigi niður í botni tjarnarinnar og streymi burt til norðurs neðanjarða;r. Annarri skýringu er vart heldur til að dreifa, svo framarlega sem rennslið er stöðugt í sömu átt. En þess ber að gæta, að straumurinn í ósnum var aðeins athug- aður að sumarlagi eða a. m. k. að vatninu auðu, og við slík skilyrði má ætla, að vindur og uppgufun valdi hægum straumum í vatninu einkum á yfirborði. Sunnanvindur gæti valdið straumi í efsta vatns- laginu inn ósinn, og myndi þá að vísu myndasl annar straumur í gagnstæða átt niðri við botn, en lians myndi ekki gæta á rekaldi, sem flyti ofan á. Enn fremur má ætla, að í þurrki sé uppgufun á flatareiningu meiri úr grunnu vatni og litlu en úr djúpu og stóru, þ. e. meiri úr Lambhagatjörn en Kleifarvatni, því að a. m. k. fram yfir mitt sufnar verður grunnt vatn að öðru jöfnu hlýrra en djúpt og í þurrkum yfirleitt má búast við lægxa rakastigi neðsta loftlagsins yfir litlum vatnsfleti en stórum. Mér er ókunnugt um, hvernig veðri var liáttað í þau skipti, sem straumurinn í ósnum var atliugaður. Enn fremur munu flestar þær athuganir aðeins liafa verið gerðar á yfirborði óssins, athugaðar ltreyfingar einhvers rekalds, fljótandi í vatnsskorpunni. Af þessum ástæðum hafði ég ekki sannfærzt fyllilega um, að stöðugur straumur væri inn í Lambhagatjörn né niðursig ætti sér stað í botni hennar. Loks hafði ég í fyrra vor kastað spýtu í ósinn til að forvitnast um strauminn. Hún barst að vísu norður á bóginn, en afar liægt, svo að mér fannst sunnanvindinum, sem þarna blés þessu sinni, einum vel ætlandi að ráða öllu um ferðir hennar. Þess verður þó að geta, að í fyrra vor var hærra í Kleifarvatni og ósinn því dýpri og breiðari en nokkru sinni áður, síðan þessa straums varð vart. Þess vegna lilaut straumurinn að vera hægari en áður (jafnvel þó að rennslið liafi aukizt af sömu ástæðum). Nú (20. marz s.l.) voru Kleifarvatn, ósinn og Lambhagatjörn ísi lögð að því undan skildu, að allstór vök var á Kleifarvatni surinan- vert við miðju, um 3 km veg frá ósnum. Við slík skilyrði gat ltvorki vindur né uppgufun valdið neinu um straum í ósnum. Nú var tæki- færi til að athuga, hvort rennsli væri í honum inn í Lambhagatjörn. Ef svo reyndist, varð engu um kennt nerna niðursigi í tjörninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.