Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1949, Side 15

Náttúrufræðingurinn - 1949, Side 15
GERLARNIR í SJÓNUM 61 þó þarmainnihaldi þorskanna var einnig mjög mikill gerlagróður. Veturinn 1947—’48 gei-ði ég sams konar rannsóknir á síld,-veiddri í Hvalfirði. Gerlafjöldinn á roðinu var 4.400 til 115.000 á 1 cm2. (7 sýnishorn), en í þarmainnihaldinu var nær enginn gerlagróður. í 10 sýnishornum af sjó, sem tekin voru í Hvalfirði 10. júní 1948, var gerlafjöldinn 6—660 í 1 cm3. Gerlafjöldinn var víðast meiri við yfir- borðið en í 5 m dýpi. Öflun og meðhöndlun sýnishorna. Það er allmikill vandi að taka sýnishorn af sjó til gerlarannsókna, einkum þegar þarf að taka þau á miklu dýpi. Hafa verið útbúin ýmis tæki til þeirra hluta, en þau hafa gefizt misjafnlega vel. ZoBell notaði tæki það, sem sýnt er hér á meðfylgjandi niyndum. 1. myndin sýnir tækið í lieild, 4. myndin í þverskurði um klemm- una L. F látúnsplata, B glasið undir sýnisliornið, L klemma úr lát- úni, K armur klemmunnar, N ró, P gormur, W plata, senr þrýst er á til þess að losa glas'ð. R gúmmítappi, ZAETDS glerrör, sem liggur í gegnum rauf na O, H gat fyrir taugina C, V lykkja til þess að halda tauginni, M lóð, sem látið er renna niður eftir tauginni, þegar tækið er komið á tilætlað dýpi. Lóðið lendir á glerrörinu v:ð S, svo að það brotnar við T. — 2. og 3. mynd sýna, hvernig glerrörið er búið til. Er það fyrst beygt um 90° við A, síðan um 180° við G, hitað áfram við G og armarnir dregn'r hvor frá öðrum, svo að rörið rnjókki við T. Rörinu er síðan stungið í gegnum gúmmítappann og hann settur í glasið. Þetta allt er síðan dauðhreinsað í gufu við 120°C í 20 mín- útur. Eftir dauðhreinsunina er glerrör.nu lokað með því að bræða það saman við S. Er það gert meðan glasið er heitt, svo að undir- þrýstingur verður í því. Sýgst því sjórinn inn í glasið, þegar gler- rör.ð er lnotið við T. Tæki þetta er að því leyti hentugt, að sýnishornin eru tekin í sömu glösin og þau eru flutt og geymd í. Eru glösin, sem nota skal, ásamt tilheyrandi glerrörum og töppum dauðhre’nsuð, áður en lagt er af stað, og síðan fest á tækið, eitt og eitt í einu, um leið og sýnis- hornin erii tekin. Sýnishornin verður að rannsaka mjög fljótt, eftir að þau eru tekin, og þurfi að geyma þau lengur en um 1 klst., þá verður að geyma þau við 0—4°C. Við sérstakar athuganir, sem ZoBell hefur gert á þessum hlutum, kom í ljós, að í sjósýnishorni, sem geymt var við 20°C, hafði eftir 12 klst. gerlaljöldinn minnkað um 50%. Þar

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.