Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Síða 21

Náttúrufræðingurinn - 1949, Síða 21
PAPPÍR 67 bar þó mest á pappírsframleiðslunni á Ítalíu, einkum Norður-Ítalíu. Við lok miðaldanna voru þar yfir 300 pappírskvamir, svo að fram- leiðslan hefur ekki verið óverufeg. Þar voru gerðar tvær merkilegar uppgötvanir, er bættu mjög pappírinn. Arið 1271 er þar farið að nota beinalím til að líma pappírinn í stað klístursins, er Kínverjar notuðu fyrstir manna, en árið 1285 er farið að setja hið svonefnda vatnsmerki í pappírinn. Það er sett í vandaðri pappírstegundir enn í dag. Ber mest á því, ef pappírnum er lialdið mót birtu og horft er í gegnum liann. Hinn ítalski pappír bar af öðrum pappírstegundum allt fram á 16. öld, en upp frá því var þýzkur og franskur pappír lengi vel hinn bezti, sem völ var á. Á Englandi var fyrsta pappírsverksmiðjan sett á stofn 1490, í Svi- þjóð 1520 og í Danmörku 1540, jn e. um svipað leyti og komið er á fót fyrstu prentsmiðjunni hér á landi: En byrjað hafði verið að prenta bækur hér í álfu árið 1455. Nokkru áður en prentun bóka hófst hér á landi var pappír farinn að berast hingað. Hann var notaður í stað skinnanna. Lengi vel var Jró lítið um pappír. Er þess t. d. getið í annálum, að eftir manntalið 1703 hafi pappír verið orðinn dýr víða í sveitum, og voru Jró ekki notuð nema 31/^ kg af pappír í allt manntalið. Síðan þetta var og fram á vora daga hefur pappírsframleiðslan og pappírsnotkunin verið í stöðugum vexti. Og. enn sést ekki örla á breytingu þeirrar Jrróunar. Voru t. d. framleidd tæp 5 millj. tonn af pappír árið 1935 í Bandaríkjunum, 2,7 millj. tonn í Kanada, 2,2 millj. tonn í Þýzkalandi og 1,9 millj. tonn á Englandi. l’appír ]>essi er að vísu notaður til margs annars en Jress, sem upphaflega var við hann gert, en Jró er enn langmestur hluti hans notaður til prentunar, og rná sjá Jaað m. a. á því, að víðast hvar er um helmingur alls pappírs, sem framleiddur er, dagblaðapappír. En það gefur mönnum jafnframt ljósa hugmynd um það, hvílíka feikna útbreiðslu dagblöðin liafa, og vald þeirra yfir mönnum mun vera að nokkru leyti í samræmi við Jiað. V. Þróun pappírsframleiðslunnar veldur hráefnaskorti. Eigi myndi vera unnt að framleiða þetta feiknamagn af pappír með aðferðum þeim, sent lengst af voru notaðar, enda fór framleiðslu- magnið þá fyrst að aukast hröðum skrefum, er nokkur bót var ráðin á framleiðsluaðferðinni og vélin tekin við af mannshöndunum. Það

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.