Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 25

Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 25
PAPPIR 71 stundum jafnvel að tveim þriðju hlutum, enda er sellulósinn aðal- lega framleiddur úr trjáviði. En auk Iians inniheldur trjáviður margs konar önnur efni, sem fjarlægja þarf, þegar fá á sellulósann hreinan. Allmikið inniheldúr trjáviður af efni því, sem nefnt er lignín. Lítið er um það vitað, Iivers konar kemískt samband eða sambönd lignínið er, og ekki eru menn heldur á einu máli um það, hvort það sé í kemískum tengslum við sellulósann eða ekki, þótt hið síðara sé líklegra. En það er hvarvetna fyrir hendi, þar sem sellulósinn er, ef viðkomandi planta er farin að eldast. Sezt það þá að í plöntunni innan um sellulósann, og verður hann við það stífari, plantan trénast, og mætti því nefna lignínið tréni á íslenzku. Þegar sellulósi er framleiddur úr trjáviði, er það höfuðverkefnið að skilja hvort frá öðru, sellulósann og lignínið, og kemur það sér vel, að lignínið er næmara fyrir áhrifum ýmissa kemískra efna en sellu- lósinn. Má því eyða ligníninu með þessurn efnurn eða leysa það upp og hafa sellulósann ósnortinn eða lítt snortinn eftir. Þegar framleiddur er sellulósi úr trjáviði, er reynt að fá öll efnin til að leysast upp, nerna sellulósann. Má nota til þess ýmis efni og margar aðferðir, en langmikilsverðastir eru þó tvær þeirra. Sellu- lósinn, sem framleiddur er með þeim, er mjög misjafn að útliti, annar er brúnn, en hinn er hvítur. Bera þessar tegundir nafn af sumum þeirra el'na, sem til framleiðslunnar eru notuð, og er hinn brúni venjulega nefndur súlfatsellulósi, en hinn hvíti súlfítsellulósi, svo að munurinn á nöfnunum er ekki mikill. Úr fleiri hráefnum en trjáviði er einnig framleiddur sellulósi, þótt ekki sé það nema í smáum stíl, borið saman við trjáviðarsellu- lósann. Af hráefnum þessum má einkum nefna hálm, bambus og espartó, og eru notaðar einfaldar aðferðir við þá framleiðslu. Sellulósinn er misjafn að gerð eftir því, úr hvaða jurt hann er. Eru frumurnar (eða sellurnar, sem hann er nefndur eftir) mjög mislangar. Frumur baðmullarháranna eru 1—5 cm að lengd, frum- urnar úr ba-rrtrjáviði 1—4 mm og úr lauftrjáviði 0,2— 1 mrn að lengd. Vegna lengdar frumnanna er ekki hægt að nota sellulósa úr hvers konar trjáviði til framleiðslu pappírs. Ýrnis önnur sérkenni en frumulengdina hefur sellulósinn oft og tíðum, svo að hægt er að sjá það á honum, hverrar tegundar hann er. Allur er hann mjúkur og beygjanlegur, þegar hann er hreinn, en sá, sem er blandaður tréni eða tengdur því, er að sjálfsögðu harður. Sellulósi er notaður til margs annars en til framleiðslu pappírs, eins og alkunnugt mun

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.