Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 11

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 11
HAPPADAGURINN 5 . . .. Finnur hafSi í laumi tekiS ágœtar myndir af gœsaþyrpingunni í þeirri von, aS Peter sæi ekki til hans . . . “ gæsirnar, ef netið héldi þeim ekki. Peter sveigði litið eitt til hliðar, og gæsaþyrpingin fór að mjakast hægt og hægt í áttina til dilksins næstum því án þess að gæsirnar yrðu þess varar, að þær væru komn- ar á hreyfingu. Þegar hér var komið, mundi Peter eftir því öðru sinni að gá að bláum hringum, en þeir voru einkenni fugla, sem Phil og Peter höfðu merkt í Bretlandi. Hið fyrra skipti hafði hann ekki kom- ið auga á neinn, en nú sá hann glampa á bláan hring beint fyrir framan sig. Hann lirópaði til Phil, sem varð ekki síður hrifin, þegar hún kom auga á hringinn. Gæsirnar þokuðust inn í dilkinn, enda þótt minnstu munaði, að þær kæmust þar allar fyrir. Peter var helzt á því að stækka hann með því að taka upp annan vænginn og afkróa gæsirnar með honum, en Finnur var á þeirri skoðun, að við mundum geta komið þeim öll- um inn í dilkinn, og varð raunin sú. Þvermál dilksins, sem var ekki alveg hringlaga, var 5 m á annan veginn, en 3 m á hinn. Nú höfðum við ráðið gátuna um hinar fornu gæsaréttir. Engir væng- ir höfðu verið nauðsynlegir, engin net, ekkert nema grjótkvíin. Nokkru fleiri rekstrarmenn myndu að visu hafa verið nauðsynlegir, en tiu myndu þó allténd hafa nægt. Gæsunum myndi hafa verið smalað upp

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.