Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 16

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 16
10 NÁTTCTRUFRÆÐINGURINN Að lokum viljum við þakka dr. Finni Guðmundssyni fyrir að hafa lesið yfir handrit greinar þessarar. Einnig hefur hann veitt okkur margháttaða aðstoð við samningu hennar og gefið okkur fjölmörg ráð og bendingar. II. Fuglaskrá. 1. Lómur (Colymbus siellatus). Vetrargestur, sem sést frá des- ember til febrúar. Aðeins stakir fuglar. 2. Himbrimi (Colymbus immer). Vetrargestur. Er slæðingur af honum frá miðjum nóvember fram í marz, en sést þó stöku sinnum í apríl og mai, síðast 22. maí, ungur fugl. 3. Fýll (Fulmarus glacialis). Sést frá því seint í marz fram í maí- byrjun; stöku sinnum hefur liann þó sézt í júní. Oftast sjást aðeins einstakir fuglar, þó einu sinni 5 saman. 4. Skrofa (Puffinus puffinus). Skrofan sést á vorin, frá 20. april fram í maibyrjun, en langalgengust er hún síðast i apríl, og hafa þá mest sézt 500 skrofur í einu. Flinn 12. júní 1954 sáust þó upp undir 100 skrofur fyrir utan Suðurnes. 5. Súla (Sula bassana). Sést í september, en síðan ekki fyrr en í janúar, og einstaka fugl sést fram í apríl, en þá fjölgar henni mjög, verður flest um 200. Upp úr miðjum maí hverfur hún; þó sást súla 4. júli 1953. 6. Dílaskarfur (Phalacrocorax carbo). Vetrargestur, sést frá september til aprílloka. Þeir eru venjulega ekki mjög margir, en 7. janúar 1954 sáust þó 170 dílaskarfar á flugi í smáhópum fyrir utan Eiði. 7. Toppskarfu-r (Phalacrocorax aristotelis). Sjaldgæfur, sést við og við á vetrum, frá því síðast i nóv- ember til febrúarloka. Einu sinni hefur hann þó sézt í maí. Nær alltaf stakir fuglar. 8. Álft (Cygnus cygnus). Sést á vorin í marz og þó einkum i apríl, oftast á flugi. Flestar hafa þær sézt 9 saman. 9. Grágæs (Anser anser). Sést all- oft í apríl og maí á flugi, oftast fáar. Hafa flestar sézt 10 saman. 10. Blágæs (Anser caerulescens). Hinn 3. júlí 1954 náðist blágæs á Kota- Blágæs

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.