Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 26

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 26
20 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN gífurlega. Sést þá stundum þúsundum saman. Sjaldgæfust um há- veturinn. 47. Kría (Sterna paradisaea). Farfugl, sem kemur venjulega fyrri hluta maí (1951: 11.5., 1952: 10.5, 1953: 2.5., 1954: 4.5.), en er ekki alkominn fyrr en um miðjan þann mánuð. Verpur í Suðurnesi og á gröndunum (um 900 pör), á Valhúsahæð (20—30 pör), þar sem henni fer mjög fækkandi sakir vaxandi byggðar, og í landi Bolla- garða (ca. 50 pör). Þessar tölur eru frá árinu 1953, sem var meðalár, en 1954 var mjög slæmt varpár, enda þótt kríufjöldinn væri litlu minni. Þannig mun þvi hafa verið farið víða hér á landi þetta ár. Mun fjöldi varppara á Suðurnesi og á gröndunum ekki hafa farið langt yfir 100 það ár. Varptíminn er fyrri hluti júní. Krían verpur yfirleitt alls staðar, þar sem sléttlendi er, bæði á sandgröndum og túnum, móum og malarkömbum rétt fyrir ofan fjöru. Hreiðurgerðin er óveruleg eða engin. Eggin eru langoftast 2, stundum 1 eða 3. Hreiður með 3 eggjum virðast tiltölulega algengari í góðum árum. Vanhöld eru mest á nýklöktum ungum og ungum, sem eru að verða fleygir. Dauðaorsakir, sem okkur er kunnugt um, eru einhvers kon- ar sjúkdómar, rottur og ýmis konar slys, einkum meðal stærri ung- anna. f byrjun ágúst fer fullorðna fuglinum að fækka, og um mán- aðamótin ágúst—sept. eru svo til allar kríur farnar, en þó sést strjál- ingur, einkum ungfuglar, í sept. Hefur seinast sézt, 27. sept. 1953, 2 fuglar, fullorðinn og ungi. 48. Haftyrðill (Plautus alle). Frá 15. des. 1953—7. jan. 1954 sást nokkuð af haftyrðlum kringum Suðurnes og Gróttu. Einu sinni sáust þeir 6 í hóp, en yfirleitt voru þetta stakir fuglar. Einn fannst drepinn af ránfugli 29. janúar 1954. 49. Álka(Alcatorda). Sést frá því í desember fram í maí, algengust í apríl. Einu sinni hefur álka þó sézt i júlí. Fuglar, sem sjást á veturna, eru flestir ataðir í olíu. 50. Langvía (Uria aalge). Langvian er ekki jafnalgeng og álkan. Fá- einar hafa sézt í nóvem- Alkur

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.