Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 28

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 28
22 NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN fækkar þeim mjög. Fáeinir einstaklingar sjást þó fram yfir miðjan október. 60. Þúfutittlingur (Anthus pratensis). Algengur farfugl. Fer að sjást siðara hluta apríl (1952: 19.4., 1953: 28.4., 1954: 20.4.). Hann er varpfugl um allt nesið, bæði í þurrum og blautum móum, og stundum undir steinum á gróðurlitlum svæðum. Varptími flestra er fró 20. mai og eitthvað fram í júní. Fyrstu ungarnir hafa fund- izt 2. júní. f 8 hreiðrum var eggjafjöldinn þessi: 1 hreiður með 4, 6 hreiður með 5 og 1 hreiður með 6 eggjum. Hverfur að mestu sein- ast í september, en strjálingur sést þó fram eftir öllum október. 61. Maríuerla (Motacilla alba). Farfugl, sem fer að sjást seinni hluta april (1952: 19.4., 1953: 28.4., 1954: 24.4.), en alkomin virðist hún ekki fyrr en í maíbyrjun. Verpur viða, í gömlum, yfirgefnum húsum og kofum, stundum í bátum, og eitt hreiður hefur fundizt í grónu barði við sjó. Varptíminn er frá 20. maí fram í júní. f þremur hreiðrum var eggjafjöldi þessi: 1 hreiður með 4, 1 með 6 og 1 með 7 eggjum. Maríuerlan virðist fara mun fyrr en þúfutittlingurinn, enda þótt hún komi um svipað leyti. Virðist hún að mestu leyti vera horf- in um mánaðamótin ágúst—september, enda þótt einstakir fuglar sjá- ist allt fram að 10. september. Starar 62. Stari (Sturnus vulgaris). Á hverjum vetri hefur mjög mis- stór starahópur haldið sig á innanverðu nesinu, frá miðjum nóvem- ber fram í apríl. Flafa sézt allt að 40 saman, en venjulega hafa þeir verið um 20. 63. Sportittlingur (Calcarius lapponicus). Hinn 2. marz 1952 sást sportittlingur í Suðumesi, annar sást hjá Bakka 28. apríl 1953, hinn þriðji sást hjá Bollagörðum 28. nóv. 1953 og loks sást hinn fjórði í Suðurnesi 29. sept. 1954. Allt voru þetta kvenfuglar eða ungfuglar. Hamir tveggja þessara fugla eru nú varðveittir í Náttúrugripasafninu í Reykjavik. 64. Snjótittlingur (Plectrophenax nivalis). Sást áður allan ársins hring, en síðan 1952, þegar hann varp seinast, hefur hann ekki

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.