Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 37

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 37
ISLENZKIR FUGLAR XI 29 af ritu. Loks má geta þess, að hin fáu hvítmáfspör á Langanesi hafa ávallt orpið innan um svartbak á breiðum grasbekk í sjávarhömrum (fuglabjargi). Hreiðurgerð hvitmáfsins er mjög svipuð og hjá svartbaknum. Aðal- hreiðurefnin eru mosi, gras og fleira jurtakyns, og nær ávallt er eitt- hvað af fjöðrum af fuglunum sjálfum í hreiðrinu. Þegar hvítmáfurinn verpur á gróðurmiklum bjargsyllum, en það er raunar langalgengast, er hreiðrið þó ekki nema laut ofan í grassvörðinn, klædd innan með dálitlu af mosa og grasi. Eggin eru 2-—3, hér á landi þó miklu oftar 3, að því er virðist. Þau eru mjög lík svartbakseggjum og verða ekki greind frá þeim með vissu. Hjón skiptast á um að liggja á eggjunum, og bæði annast þau um öflun ætis handa ungunum. Talið er, að út- ungunartíminn sé 27—28 dagar. Aðalvarptími hvítmáfsins er um eða upp úr miðjum maí, og virðist hann því verpa ívið seinna en svart- bakurinn. í apríl fer hvítmáfurinn að leita varpstöðvanna, og sjást þá oft máfahópar svifa hátt í lofti yfir bjargbrúnunum. Það mun almennt vera álitið, að hvítmáfurinn sé staðfugl hér á landi, og er það vafalaust rétt. Þó er alls ekki útilokað, að slæðingur af íslenzkum hvítmáfum kunni að leita eitthvað suður á bóginn á vet- urna, en um þetta er ekkert vitað, og úr því verður ekki skorið nema með merkingum. Hér er hvitmáfurinn algengur á veturna allt í kringum land. Hann heldur sig þá með ströndum fram og á grunn- sævi eins og svartbakurinn, en þó kemur fyrir, að hann sést við ár og vötn alllangt frá sjó. Mikið af þeim hvítmáf, sem hér er á veturna, er áreiðanlega aðkomufugl norðan úr höfum. Hér hafa t. d. verið skotnir. tveir hvítmáfar, sem höfðu verið merktir sem ungar á Sval- barða. Á sumrin er hér einnig slæðingur af ungum hvítmáfum og jafnvel einnig fullorðnum fuglum (geldfuglum) allt í kringum land, án þess að vitað sé, að hve miklu leyti hér er um fugla af íslenzkum uppruna að ræða eða aðkomufugla frá norðlægari löndum. Engar skipulegar athuganir á fæðu og fæðuháttum hvítmáfsins hafa farið fram hér á landi. Þó má geta þess, að í mögum nokkurra hvít- máfa, sem ég hef rannsakað, hef ég fundið lindýr (krækling, möttul- doppur), krabbadýr (trjónukrabba), skrápdýr (leifar af igulkerum) og fiska (sandsíli). Annars er almennt talið, að enginn verulegur munur sé á fæðu og fæðuháttum hvitmáfsins og svartbaksins, og mun það vera rétt. Þó hef ég ástæðu til að halda, að íslenzki hvitmáfur- inn sé ekki eins rángjarn og svartbakurinn. 1 norðlægari löndum, þar sem svartbakurinn er ekki, er hvítmáfurinn aftur á móti talinn vera

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.